Nefnd um sjúkraþyrluflug klofnaði í afstöðu sinni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. september 2018 17:53 Þörfin fyrir sjúkraflutninga með þyrlum hér á landi mun fara vaxandi á næstu árum ef fram fer sem horfir en til skoðunar er að staðsetja sérstaka sjúkraþyrlu á Suðurland. Meirihluti nefndarinnar mælir þó með því að styrkja frekar viðbragð Landhelgisgæslunnar. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í febrúar, um aukna aðkomu þyrlna að sjúkraflugi. Ekki var samstaða innan starfshópsins um hvaða leið yrði fyrir valinu og því tvær tillögur lagðar til. Annars vegar að styrkja viðbragð Landhelgisgæslunnar með fleiri áhöfnum með það að markmiði að koma á staðarvöktum á björgunarþyrlum og hins vegar að stofnsetja sérstaka sjúkraþyrlu með stuttum útkallstíma og sérhæfðum mannskap. Starfshópurinn var einhuga hvað varðar mikilvægi þess að auka eins og kostur er sjúkraflutninga með þyrlum og jafnframt nauðsyn þess að gæta hagkvæmni í ríkisrekstri en bar ekki saman um hvernig þeim markmiðum skyldi ná.Báðar leiðar dýrar Á suðvestursvæði landsins, utan höfuðborgarsvæðisins, eru um átta þúsund og sjö hundruð útköll sjúkrabíla á ári. Þar af eru fimmtán hundruð þeirra í hæsta forgangi þar sem lífi eða lífum er ógnað. Í skýrslunni kemur fram að áætla megi að þyrla myndi nýtast í um það bil einum þriðja þeirra útkalla, eða að minnsta kosti fimm hundruð útköllum á ári. Með þessu mætti því minnka álag á sjúkraflutningum í dreifbýli. Sjúkraflutningar hafa aukist umtalsvert hér á landi en helstu ástæðurnar eru breytt framboð heilbrigðisþjónustu og fjölgun erlendra ferðamanna. Á árunum 2014–2017 jókst umfang sjúkraflutninga um allt að 37% þar sem mest var, á Suðurlandi, Suðurnesjum og Akureyri. Þá hefur aukning í sjúkraflugi endurspeglað minna framboð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan stærstu þéttbýliskjarna. Hvor leiðin sem yrði fyrir valinu er kostnaðarsöm. Að styrkja viðbragð Landhelgisgæslunnar gæti numið allt að sö hundruð milljónir á ári en meðan kostnaður við sérstaka sjúkraþyrlu væri á bilinu fimm hundruð til átta hundruð og áttatíu milljónum á ári, en það væri eftir því hvernig þyrla yrði valin til þjónustunnar. Sjúkraflutningar Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Þörfin fyrir sjúkraflutninga með þyrlum hér á landi mun fara vaxandi á næstu árum ef fram fer sem horfir en til skoðunar er að staðsetja sérstaka sjúkraþyrlu á Suðurland. Meirihluti nefndarinnar mælir þó með því að styrkja frekar viðbragð Landhelgisgæslunnar. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í febrúar, um aukna aðkomu þyrlna að sjúkraflugi. Ekki var samstaða innan starfshópsins um hvaða leið yrði fyrir valinu og því tvær tillögur lagðar til. Annars vegar að styrkja viðbragð Landhelgisgæslunnar með fleiri áhöfnum með það að markmiði að koma á staðarvöktum á björgunarþyrlum og hins vegar að stofnsetja sérstaka sjúkraþyrlu með stuttum útkallstíma og sérhæfðum mannskap. Starfshópurinn var einhuga hvað varðar mikilvægi þess að auka eins og kostur er sjúkraflutninga með þyrlum og jafnframt nauðsyn þess að gæta hagkvæmni í ríkisrekstri en bar ekki saman um hvernig þeim markmiðum skyldi ná.Báðar leiðar dýrar Á suðvestursvæði landsins, utan höfuðborgarsvæðisins, eru um átta þúsund og sjö hundruð útköll sjúkrabíla á ári. Þar af eru fimmtán hundruð þeirra í hæsta forgangi þar sem lífi eða lífum er ógnað. Í skýrslunni kemur fram að áætla megi að þyrla myndi nýtast í um það bil einum þriðja þeirra útkalla, eða að minnsta kosti fimm hundruð útköllum á ári. Með þessu mætti því minnka álag á sjúkraflutningum í dreifbýli. Sjúkraflutningar hafa aukist umtalsvert hér á landi en helstu ástæðurnar eru breytt framboð heilbrigðisþjónustu og fjölgun erlendra ferðamanna. Á árunum 2014–2017 jókst umfang sjúkraflutninga um allt að 37% þar sem mest var, á Suðurlandi, Suðurnesjum og Akureyri. Þá hefur aukning í sjúkraflugi endurspeglað minna framboð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan stærstu þéttbýliskjarna. Hvor leiðin sem yrði fyrir valinu er kostnaðarsöm. Að styrkja viðbragð Landhelgisgæslunnar gæti numið allt að sö hundruð milljónir á ári en meðan kostnaður við sérstaka sjúkraþyrlu væri á bilinu fimm hundruð til átta hundruð og áttatíu milljónum á ári, en það væri eftir því hvernig þyrla yrði valin til þjónustunnar.
Sjúkraflutningar Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira