ASÍ segir fjárlagafrumvarpið kaldar kveðjur til láglaunafólks Jakob Bjarnar skrifar 19. september 2018 14:29 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, gagnrýnir nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar harðlega. visir/eyþór Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gefur ekki tilefni til mikillar bjartsýni í þeim kjaraviðræðum sem í hönd fara, þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda í samskiptum við verkalýðshreyfinguna um aukna áherslu á félagslegan stöðugleika.Verkalýðshreyfingin mun ekki horfa á aðgerðarlaus Þetta kemur fram í tilkynningu sem Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sendi frá sér fyrir stundu. Gylfi segir ASÍ hefur undanfarin ár gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir að þyngja skattbyrði þeirra tekjulægstu stöðugt á sama tíma og þeir tekjuhærri hafa notið skattalækkana. „Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er reyndar skorið á sjálfvirka skattalækkun hinna ríkari, sem er jákvætt, en það er hins vegar dapurlegt að ríkisstjórnin ríghaldi í það fyrirkomulag að þyngja skattbyrði þeirra verst settu með sjálfvirkum hætti. Verkalýðshreyfingin mun ekki horfa aðgerðarlaus á þessa þróun.“ Kaldar kveðjur ríkisstjórnarinnar Yfirlýsing Gylfa er ávísun á harðan vetur við samningarborðið þegar gengið verður til kjarasamninga, eins og reyndar hefur komið fram oft áður í máli verkalýðsleiðtoga á borð við Sólveigu Önnu Jónsdóttur hjá Eflingu og Ragnari Þór Ingólfssyni hjá VR, svo dæmi séu nefnd. Ljóst er að Gylfi, sem senn lætur af störfum sem forseti ASÍ, er ekki síður herskár: Húsnæðis- og vaxtabætur eru áfram skertar þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem er á húsnæðismarkaði, að sögn Gylfa. „Sem bitnar verst á þeim sem hafa minnst handa á milli. Það er ánægjulegt að barnabætur hækka skv. frumvarpinu, en á sama tíma er aukið við tekjutengingu á millitekjufólk og jaðarskattar þess hækkaðir með auknum skerðingum. Það eru kaldar kveðjur ríkisstjórnarinnar til ungs fólks sem vill stofna fjölskyldu, koma sér þaki yfir höfuðið og eignast börn.“ Lágtekjufólk á berangri ASÍ hefur að sögn lengi vakið athygli stjórnvalda á því, að þeir sem eru með minnsta menntun eru líklegir til að missa fyrstir vinnuna í fjórðu iðnbyltingunni sem nú bankar á dyrnar. „Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sér þess engan stað að til standi styðja og styrkja lágtekjufólk svo það fái annað tækifæri til náms, þrátt fyrir mikla umræðu í samráðsferli vinnumarkaðarins við stjórnvöld undanfarna mánuði. Þannig er Fræðslusjóður enn einu sinni sveltur.“Kinnroðalaust stillir ríkisstjórnin láglaunafólki með litla menntun í fremstu víglínu andspænis þeim breytingum sem eru yfirvofandi á vinnumarkaði. Hún skilar auðu, segir í yfirlýsingunni. Þó finna megi ýmislegt jákvætt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, eins og aukið fé til réttinda launafólks í vinnumarkaðssjóðunum og ýmsa þætti heilbrigðiskerfisins og fleira þá eru „þau atriði sem hér er drepið á eru ekki sæmandi samfélagi sem vill láta kenna sig við velferð og jöfnuð.“ Kjaramál Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gefur ekki tilefni til mikillar bjartsýni í þeim kjaraviðræðum sem í hönd fara, þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda í samskiptum við verkalýðshreyfinguna um aukna áherslu á félagslegan stöðugleika.Verkalýðshreyfingin mun ekki horfa á aðgerðarlaus Þetta kemur fram í tilkynningu sem Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sendi frá sér fyrir stundu. Gylfi segir ASÍ hefur undanfarin ár gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir að þyngja skattbyrði þeirra tekjulægstu stöðugt á sama tíma og þeir tekjuhærri hafa notið skattalækkana. „Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er reyndar skorið á sjálfvirka skattalækkun hinna ríkari, sem er jákvætt, en það er hins vegar dapurlegt að ríkisstjórnin ríghaldi í það fyrirkomulag að þyngja skattbyrði þeirra verst settu með sjálfvirkum hætti. Verkalýðshreyfingin mun ekki horfa aðgerðarlaus á þessa þróun.“ Kaldar kveðjur ríkisstjórnarinnar Yfirlýsing Gylfa er ávísun á harðan vetur við samningarborðið þegar gengið verður til kjarasamninga, eins og reyndar hefur komið fram oft áður í máli verkalýðsleiðtoga á borð við Sólveigu Önnu Jónsdóttur hjá Eflingu og Ragnari Þór Ingólfssyni hjá VR, svo dæmi séu nefnd. Ljóst er að Gylfi, sem senn lætur af störfum sem forseti ASÍ, er ekki síður herskár: Húsnæðis- og vaxtabætur eru áfram skertar þrátt fyrir þá alvarlegu stöðu sem er á húsnæðismarkaði, að sögn Gylfa. „Sem bitnar verst á þeim sem hafa minnst handa á milli. Það er ánægjulegt að barnabætur hækka skv. frumvarpinu, en á sama tíma er aukið við tekjutengingu á millitekjufólk og jaðarskattar þess hækkaðir með auknum skerðingum. Það eru kaldar kveðjur ríkisstjórnarinnar til ungs fólks sem vill stofna fjölskyldu, koma sér þaki yfir höfuðið og eignast börn.“ Lágtekjufólk á berangri ASÍ hefur að sögn lengi vakið athygli stjórnvalda á því, að þeir sem eru með minnsta menntun eru líklegir til að missa fyrstir vinnuna í fjórðu iðnbyltingunni sem nú bankar á dyrnar. „Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sér þess engan stað að til standi styðja og styrkja lágtekjufólk svo það fái annað tækifæri til náms, þrátt fyrir mikla umræðu í samráðsferli vinnumarkaðarins við stjórnvöld undanfarna mánuði. Þannig er Fræðslusjóður enn einu sinni sveltur.“Kinnroðalaust stillir ríkisstjórnin láglaunafólki með litla menntun í fremstu víglínu andspænis þeim breytingum sem eru yfirvofandi á vinnumarkaði. Hún skilar auðu, segir í yfirlýsingunni. Þó finna megi ýmislegt jákvætt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, eins og aukið fé til réttinda launafólks í vinnumarkaðssjóðunum og ýmsa þætti heilbrigðiskerfisins og fleira þá eru „þau atriði sem hér er drepið á eru ekki sæmandi samfélagi sem vill láta kenna sig við velferð og jöfnuð.“
Kjaramál Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira