Tvöfaldur Evrópumeistari getur „loksins“ tekið bílprófið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2018 13:00 Jakob Ingebrigtsen fagnar EM-gulli í Berlín í ágúst. Vísir/Getty Ein af óvæntustu stjörnum frjálsíþróttaársins 2018 heldur upp á afmælið sitt í dag en það er norski millivegahlauparinn Jakob Ingebrigtsen. Jakob Ingebrigtsen er nú orðinn átján ára gamall en hann varð tvöfaldur Evrópumeistari á EM í frjálsum í Berlín í ágúst. Jakob Ingebrigtsen vann gull bæði í 1500 metra og 5000 metra hlaupi. Tveir bræður hans, Henrik Ingebrigtsen og Filip Ingebrigtsen, höfðu líka áður orðið Evrópumeistarar í 1500 metra hlaupi. Jakob Ingebrigtsen fæddist 19. september 2000. Hann varð fyrst Evrópumeistari sautján ára en Henrik Ingebrigtsen var 21 árs þegar hann vann gull á EM í Helsinki 2012 og Filip Ingebrigtsen var 23 ára þegar hann vann gull á EM í Amsterdam 2016.Gjert om at Jakob Ingebrigtsen fyller 18: – Business as usual https://t.co/S4TIWEzaZj — VG Sporten (@vgsporten) September 19, 2018Verdens Gang vekur athygli á átján ára afmæli Evrópumeistarans unga og ræðir einnig stuttlega við föður hans, Gjert Ingebrigtsen. „Þetta er augljóslega stórt afmæli því hann er orðinn sjálfráða, getur skrifað undir plögg og tekið ábyrgð á sínum syndum. Það verður samt engin stór breyting á okkar högum,“ sagði Gjert Ingebrigtsen við VG. Með öðrum orðum, pabbi ræður ennþá. Það segir kannski eitthvað um þessa óvæntu gulltvennu í ágúst að Jakob Ingebrigtsen vann ekki þessar greinar á EM 20 ára í Tampere í júlí en tók silfur í 1500 metra hlaupi og brons í 5000 metra hlaupi. Hann var aftur á móti óstöðvandi mánuði síðar. Það fylgir því ein stór breyting að ná átján ára aldri. „Stærsta breytingin fyrir strákinn er að núna getur hann tekið bílprófið. Það verður allt annað fyrir hann að komast frjáls á milli staða,“ sagði Gjert Ingebrigtsen. Í Noregi verður fólk að vera átján ára gamalt til að mega fá bílpróf en bílprófsaldurinn er sautján ára heima á Íslandi. View this post on Instagram18 år og endelig lappen!! Takk til Lode Trafikkskole #lappen #lodetrafikkskole #easy A post shared by Jakob Ingebrigtsen (@jakobing) on Sep 19, 2018 at 1:46am PDT Frjálsar íþróttir Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Sjá meira
Ein af óvæntustu stjörnum frjálsíþróttaársins 2018 heldur upp á afmælið sitt í dag en það er norski millivegahlauparinn Jakob Ingebrigtsen. Jakob Ingebrigtsen er nú orðinn átján ára gamall en hann varð tvöfaldur Evrópumeistari á EM í frjálsum í Berlín í ágúst. Jakob Ingebrigtsen vann gull bæði í 1500 metra og 5000 metra hlaupi. Tveir bræður hans, Henrik Ingebrigtsen og Filip Ingebrigtsen, höfðu líka áður orðið Evrópumeistarar í 1500 metra hlaupi. Jakob Ingebrigtsen fæddist 19. september 2000. Hann varð fyrst Evrópumeistari sautján ára en Henrik Ingebrigtsen var 21 árs þegar hann vann gull á EM í Helsinki 2012 og Filip Ingebrigtsen var 23 ára þegar hann vann gull á EM í Amsterdam 2016.Gjert om at Jakob Ingebrigtsen fyller 18: – Business as usual https://t.co/S4TIWEzaZj — VG Sporten (@vgsporten) September 19, 2018Verdens Gang vekur athygli á átján ára afmæli Evrópumeistarans unga og ræðir einnig stuttlega við föður hans, Gjert Ingebrigtsen. „Þetta er augljóslega stórt afmæli því hann er orðinn sjálfráða, getur skrifað undir plögg og tekið ábyrgð á sínum syndum. Það verður samt engin stór breyting á okkar högum,“ sagði Gjert Ingebrigtsen við VG. Með öðrum orðum, pabbi ræður ennþá. Það segir kannski eitthvað um þessa óvæntu gulltvennu í ágúst að Jakob Ingebrigtsen vann ekki þessar greinar á EM 20 ára í Tampere í júlí en tók silfur í 1500 metra hlaupi og brons í 5000 metra hlaupi. Hann var aftur á móti óstöðvandi mánuði síðar. Það fylgir því ein stór breyting að ná átján ára aldri. „Stærsta breytingin fyrir strákinn er að núna getur hann tekið bílprófið. Það verður allt annað fyrir hann að komast frjáls á milli staða,“ sagði Gjert Ingebrigtsen. Í Noregi verður fólk að vera átján ára gamalt til að mega fá bílpróf en bílprófsaldurinn er sautján ára heima á Íslandi. View this post on Instagram18 år og endelig lappen!! Takk til Lode Trafikkskole #lappen #lodetrafikkskole #easy A post shared by Jakob Ingebrigtsen (@jakobing) on Sep 19, 2018 at 1:46am PDT
Frjálsar íþróttir Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Sjá meira