Katrín segir ójöfnuð aðallega birtast í eignaójöfnuði Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2018 19:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ójöfnuð á Íslandi helst koma fram í eignastöðu fólks og stjórnvöld þurfi að vera vakandi fyrir því. Hún telur hins vegar ekki raunhæft að leggja niður krónuna til að slá á sveiflur í íslensku efnahagslífi þar sem það þýddi aðild að Evrópusambandinu sem snérist um annað og meira en ríkjandi peningastefnu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt fagráðherrum ræddi sína málaflokka í fyrstu umræðu um fjárlög sem framhaldið var á Alþingi í dag. Forsætisráðherra sagði breytingar í skatta- og bótamálum miða að því að bæta hag fólks með lágar og með lægri millitekjur. Þá sagði hún vatnaskil í framlögum til umhverfismála enda nauðsynlegt því annars yrði það of seint til að ná markmiðum Parísar samkomulagsins sem yrði vont fyrir umheiminn og myndi kosta Ísland miklar fjárhæðir. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gerði eignaójöfnuð að umtalsefni. „Hér er alveg klárt mál að menn eru að raka til sín peningum. Um þúsund manns eiga til dæmis átta prósent af öllu eigin fé í fyrirtækjum á Íslandi sem eru í eigu einstaklinga,“ sagði Logi. Forsætisráðherra sagði eignarskattinn hafa verið hækkaðan á þessu ári og frekari breytingar á honum væru í skoðun. „Ég hins vegar lít svo á að eignaójöfnuður sé það sem við þurfum að vera mest meðvituð um. Þó að það sé líka mikilvægt að horfa til teknanna. Þá er það þar sem ójöfnuðurinn birtist. Það er í eignastöðunni,“ sagði Katrín. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði margt ánægjulegt í fjárlagafrumvarpinu. En krónan væri óvissuþáttur sem alltaf stæði upp úr og smá flökt á henni gæti haft mikil áhrif. „Og ég velti því fyrir mér; eigum við ekki að fara að hætta þessu? Viðhald krónunnar í núverandi mynd er einhvers konar þjóðrembingslegur masókismi. Við erum ekki að gera okkur neina greiða með þessu. Þetta er risastórt dæmi um að með því að gera hlutina allt öðruvísi en allir aðrir erum við að gera sjálfum okkur erfitt fyrir,“ sagði Smári. Forsætisráðherra boðaði frumvarp um Seðlabankann til að styrkja ramma peningastefnunnar. „Háttvirtur þingmaður segir hér; eigum við ekki bara að hætta þessu, þ.e. íslensku krónunni. Þá vil ég í fyrsta lagi segja að það er ekki mín trú. Af því að hafa lesið þær greiningar sem liggja fyrir hefur ítrekað verið bent á að raunhæfi hinn kosturinn sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það tel ég bara vera miklu stærri ákvörðun en svo að hún eigi eingöngu við um peningastefnuna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Ríkisstjórnin ýmis sökuð um of lítil útgjöld eða glannaskap Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. 13. september 2018 20:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Forsætisráðherra segir ójöfnuð á Íslandi helst koma fram í eignastöðu fólks og stjórnvöld þurfi að vera vakandi fyrir því. Hún telur hins vegar ekki raunhæft að leggja niður krónuna til að slá á sveiflur í íslensku efnahagslífi þar sem það þýddi aðild að Evrópusambandinu sem snérist um annað og meira en ríkjandi peningastefnu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt fagráðherrum ræddi sína málaflokka í fyrstu umræðu um fjárlög sem framhaldið var á Alþingi í dag. Forsætisráðherra sagði breytingar í skatta- og bótamálum miða að því að bæta hag fólks með lágar og með lægri millitekjur. Þá sagði hún vatnaskil í framlögum til umhverfismála enda nauðsynlegt því annars yrði það of seint til að ná markmiðum Parísar samkomulagsins sem yrði vont fyrir umheiminn og myndi kosta Ísland miklar fjárhæðir. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gerði eignaójöfnuð að umtalsefni. „Hér er alveg klárt mál að menn eru að raka til sín peningum. Um þúsund manns eiga til dæmis átta prósent af öllu eigin fé í fyrirtækjum á Íslandi sem eru í eigu einstaklinga,“ sagði Logi. Forsætisráðherra sagði eignarskattinn hafa verið hækkaðan á þessu ári og frekari breytingar á honum væru í skoðun. „Ég hins vegar lít svo á að eignaójöfnuður sé það sem við þurfum að vera mest meðvituð um. Þó að það sé líka mikilvægt að horfa til teknanna. Þá er það þar sem ójöfnuðurinn birtist. Það er í eignastöðunni,“ sagði Katrín. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði margt ánægjulegt í fjárlagafrumvarpinu. En krónan væri óvissuþáttur sem alltaf stæði upp úr og smá flökt á henni gæti haft mikil áhrif. „Og ég velti því fyrir mér; eigum við ekki að fara að hætta þessu? Viðhald krónunnar í núverandi mynd er einhvers konar þjóðrembingslegur masókismi. Við erum ekki að gera okkur neina greiða með þessu. Þetta er risastórt dæmi um að með því að gera hlutina allt öðruvísi en allir aðrir erum við að gera sjálfum okkur erfitt fyrir,“ sagði Smári. Forsætisráðherra boðaði frumvarp um Seðlabankann til að styrkja ramma peningastefnunnar. „Háttvirtur þingmaður segir hér; eigum við ekki bara að hætta þessu, þ.e. íslensku krónunni. Þá vil ég í fyrsta lagi segja að það er ekki mín trú. Af því að hafa lesið þær greiningar sem liggja fyrir hefur ítrekað verið bent á að raunhæfi hinn kosturinn sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það tel ég bara vera miklu stærri ákvörðun en svo að hún eigi eingöngu við um peningastefnuna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Ríkisstjórnin ýmis sökuð um of lítil útgjöld eða glannaskap Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. 13. september 2018 20:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Ríkisstjórnin ýmis sökuð um of lítil útgjöld eða glannaskap Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. 13. september 2018 20:30