Katrín segir ójöfnuð aðallega birtast í eignaójöfnuði Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2018 19:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ójöfnuð á Íslandi helst koma fram í eignastöðu fólks og stjórnvöld þurfi að vera vakandi fyrir því. Hún telur hins vegar ekki raunhæft að leggja niður krónuna til að slá á sveiflur í íslensku efnahagslífi þar sem það þýddi aðild að Evrópusambandinu sem snérist um annað og meira en ríkjandi peningastefnu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt fagráðherrum ræddi sína málaflokka í fyrstu umræðu um fjárlög sem framhaldið var á Alþingi í dag. Forsætisráðherra sagði breytingar í skatta- og bótamálum miða að því að bæta hag fólks með lágar og með lægri millitekjur. Þá sagði hún vatnaskil í framlögum til umhverfismála enda nauðsynlegt því annars yrði það of seint til að ná markmiðum Parísar samkomulagsins sem yrði vont fyrir umheiminn og myndi kosta Ísland miklar fjárhæðir. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gerði eignaójöfnuð að umtalsefni. „Hér er alveg klárt mál að menn eru að raka til sín peningum. Um þúsund manns eiga til dæmis átta prósent af öllu eigin fé í fyrirtækjum á Íslandi sem eru í eigu einstaklinga,“ sagði Logi. Forsætisráðherra sagði eignarskattinn hafa verið hækkaðan á þessu ári og frekari breytingar á honum væru í skoðun. „Ég hins vegar lít svo á að eignaójöfnuður sé það sem við þurfum að vera mest meðvituð um. Þó að það sé líka mikilvægt að horfa til teknanna. Þá er það þar sem ójöfnuðurinn birtist. Það er í eignastöðunni,“ sagði Katrín. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði margt ánægjulegt í fjárlagafrumvarpinu. En krónan væri óvissuþáttur sem alltaf stæði upp úr og smá flökt á henni gæti haft mikil áhrif. „Og ég velti því fyrir mér; eigum við ekki að fara að hætta þessu? Viðhald krónunnar í núverandi mynd er einhvers konar þjóðrembingslegur masókismi. Við erum ekki að gera okkur neina greiða með þessu. Þetta er risastórt dæmi um að með því að gera hlutina allt öðruvísi en allir aðrir erum við að gera sjálfum okkur erfitt fyrir,“ sagði Smári. Forsætisráðherra boðaði frumvarp um Seðlabankann til að styrkja ramma peningastefnunnar. „Háttvirtur þingmaður segir hér; eigum við ekki bara að hætta þessu, þ.e. íslensku krónunni. Þá vil ég í fyrsta lagi segja að það er ekki mín trú. Af því að hafa lesið þær greiningar sem liggja fyrir hefur ítrekað verið bent á að raunhæfi hinn kosturinn sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það tel ég bara vera miklu stærri ákvörðun en svo að hún eigi eingöngu við um peningastefnuna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Ríkisstjórnin ýmis sökuð um of lítil útgjöld eða glannaskap Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. 13. september 2018 20:30 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Forsætisráðherra segir ójöfnuð á Íslandi helst koma fram í eignastöðu fólks og stjórnvöld þurfi að vera vakandi fyrir því. Hún telur hins vegar ekki raunhæft að leggja niður krónuna til að slá á sveiflur í íslensku efnahagslífi þar sem það þýddi aðild að Evrópusambandinu sem snérist um annað og meira en ríkjandi peningastefnu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt fagráðherrum ræddi sína málaflokka í fyrstu umræðu um fjárlög sem framhaldið var á Alþingi í dag. Forsætisráðherra sagði breytingar í skatta- og bótamálum miða að því að bæta hag fólks með lágar og með lægri millitekjur. Þá sagði hún vatnaskil í framlögum til umhverfismála enda nauðsynlegt því annars yrði það of seint til að ná markmiðum Parísar samkomulagsins sem yrði vont fyrir umheiminn og myndi kosta Ísland miklar fjárhæðir. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gerði eignaójöfnuð að umtalsefni. „Hér er alveg klárt mál að menn eru að raka til sín peningum. Um þúsund manns eiga til dæmis átta prósent af öllu eigin fé í fyrirtækjum á Íslandi sem eru í eigu einstaklinga,“ sagði Logi. Forsætisráðherra sagði eignarskattinn hafa verið hækkaðan á þessu ári og frekari breytingar á honum væru í skoðun. „Ég hins vegar lít svo á að eignaójöfnuður sé það sem við þurfum að vera mest meðvituð um. Þó að það sé líka mikilvægt að horfa til teknanna. Þá er það þar sem ójöfnuðurinn birtist. Það er í eignastöðunni,“ sagði Katrín. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði margt ánægjulegt í fjárlagafrumvarpinu. En krónan væri óvissuþáttur sem alltaf stæði upp úr og smá flökt á henni gæti haft mikil áhrif. „Og ég velti því fyrir mér; eigum við ekki að fara að hætta þessu? Viðhald krónunnar í núverandi mynd er einhvers konar þjóðrembingslegur masókismi. Við erum ekki að gera okkur neina greiða með þessu. Þetta er risastórt dæmi um að með því að gera hlutina allt öðruvísi en allir aðrir erum við að gera sjálfum okkur erfitt fyrir,“ sagði Smári. Forsætisráðherra boðaði frumvarp um Seðlabankann til að styrkja ramma peningastefnunnar. „Háttvirtur þingmaður segir hér; eigum við ekki bara að hætta þessu, þ.e. íslensku krónunni. Þá vil ég í fyrsta lagi segja að það er ekki mín trú. Af því að hafa lesið þær greiningar sem liggja fyrir hefur ítrekað verið bent á að raunhæfi hinn kosturinn sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það tel ég bara vera miklu stærri ákvörðun en svo að hún eigi eingöngu við um peningastefnuna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Ríkisstjórnin ýmis sökuð um of lítil útgjöld eða glannaskap Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. 13. september 2018 20:30 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Ríkisstjórnin ýmis sökuð um of lítil útgjöld eða glannaskap Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. 13. september 2018 20:30
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent