55 starfsmenn á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2018 10:13 Kostnaðurinn við starfsmannahald í Ráðhúsinu hefur aukist um 400 prósent á umliðnum árum. visir/rakel Alls 55 starfsmenn starfa á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Aukinn kostnaður við skrifstofu borgarstjóra hefur verið til umfjöllunar í sumar en hann hefur vaxið úr 157 milljónum í 800 milljónir á umliðnum tæpum áratug eða um 409,55 prósent. Í borgarráði í gær kom fram svar við fyrirspurn Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í minnihluta, um stöður og stöðuheiti, þá flokkað eftir sviðum, sem heyra undir Ráðhús Reykjavíkur og Höfðatorg.Vel í lagt í öllum samanburði Eyþór furðar sig á miklum vexti í starfsmannahaldi í samtali við Vísi og bendir til dæmis á til samanburðar að bara á skrifstofu borgarstjóra starfi 55 starfsmenn á meðan 75 starfsmenn starfa á skrifstofu skóla- og frístundasviðs sem sér um alla leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili í borginni. En undir það svið heyra 62 leikskólar með um 6000 börn.Eyþór segir að starfsmannahald hafi blásið út í Ráðhúsinu og kostaðurinn við það kominn uppúr öllu valdi.visir/vilhelm„Þá eru 39 frístundaheimili fyrir um 4100 börn, 24 félagsmiðstöðvar með 175.000 heimsóknir á ári, fjórar skólahljómsveitir þar sem 450 nemendur læra á hljóðfæri, Námsflokkar Reykjavíkur þar sem um 250 manns stunda nám og 1500 manns fá náms- og starfsráðgjöf. Undir sviðið heyra 4300 starfsmenn en um er að ræða eitt stærsta og viðamesta svið borgarinnar,“ segir Eyþór. Og er þá fátt eitt talið. Hann segir að miðað við þennan umfangsmikla rekstur skóla- og frístundasviðs hljóti að vakna sú spurning af hverju 75 starfsmenn geti sinnt þeim umfangsmikla rekstri á meðan 55 starfsmenn starfi á skrifstofu borgarstjóra?10 starfsmenn á mannréttindaskrifstofu en 8 á ÍT Enn fremur vekur Eyþór athygli á því að í þessum samanburði eru eingöngu átta starfsmenn sem starfa á íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar, sem annast allar sundlaugar, íþróttamiðstöðvar, skíðasvæði, Hitt húsið, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, ylströndina og margt fleira.Dagur B. Eggertsson í ræðustól í ráðhúsi Reykvíkinga.Vísir/Anton BrinkÁ sama tíma eru starfsmenn mannréttindastofu fjórðungi fleiri.Jafnframt verður það að teljast sérstakt að mannréttindaskrifstofan sé með 10 starfsmenn þegar að heilt svið á borð við íþrótta- og tómstundasvið kemst af með átta starfsmenn. „Það liggur fyrir í ljósi þessara svara að fara þurfi í gagngera endurskoðun á stjórnsýslunni með það að leiðarljósi að forgangsraðað verði í þágu grunnþjónustu,“ segir Eyþór.Kostnaðurinn óútskýrður Eyþór segir kostnaðinn við skrifstofu borgarstjóra og borgarritara hafa vaxið úr hófi fram, uppúr öllu valdi og sé kostnaður samfara því algerlega óútskýrður. „Til að mynda er ekki haldið verkbókhald á skrifstofunni en Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu þess efnis í borgarráði sem enn er óafgreidd í ráðinu,“ segir Eyþór. Hann telur borgarbúa eiga skýlausan rétt á því að fá upplýsingar um hvers vegna skrifstofa borgarstjóra og borgarritara þurfi á 55 starfsmönnum að halda, með tilheyrandi auknum kostnaði, þegar stærstu svið borgarinnar eru með hlutfallslega færri starfsmenn.Vísir reyndi nú í morgun að ná tali af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra en án árangurs. Í tengdum skjölum hér neðar getur að líta svar við fyrirspurninni og nánari útlistun á starfsmannahaldi í Ráðhúsinu.Tengd skjölStöður í stjórnsýslu borgarinnar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Alls 55 starfsmenn starfa á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Aukinn kostnaður við skrifstofu borgarstjóra hefur verið til umfjöllunar í sumar en hann hefur vaxið úr 157 milljónum í 800 milljónir á umliðnum tæpum áratug eða um 409,55 prósent. Í borgarráði í gær kom fram svar við fyrirspurn Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í minnihluta, um stöður og stöðuheiti, þá flokkað eftir sviðum, sem heyra undir Ráðhús Reykjavíkur og Höfðatorg.Vel í lagt í öllum samanburði Eyþór furðar sig á miklum vexti í starfsmannahaldi í samtali við Vísi og bendir til dæmis á til samanburðar að bara á skrifstofu borgarstjóra starfi 55 starfsmenn á meðan 75 starfsmenn starfa á skrifstofu skóla- og frístundasviðs sem sér um alla leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili í borginni. En undir það svið heyra 62 leikskólar með um 6000 börn.Eyþór segir að starfsmannahald hafi blásið út í Ráðhúsinu og kostaðurinn við það kominn uppúr öllu valdi.visir/vilhelm„Þá eru 39 frístundaheimili fyrir um 4100 börn, 24 félagsmiðstöðvar með 175.000 heimsóknir á ári, fjórar skólahljómsveitir þar sem 450 nemendur læra á hljóðfæri, Námsflokkar Reykjavíkur þar sem um 250 manns stunda nám og 1500 manns fá náms- og starfsráðgjöf. Undir sviðið heyra 4300 starfsmenn en um er að ræða eitt stærsta og viðamesta svið borgarinnar,“ segir Eyþór. Og er þá fátt eitt talið. Hann segir að miðað við þennan umfangsmikla rekstur skóla- og frístundasviðs hljóti að vakna sú spurning af hverju 75 starfsmenn geti sinnt þeim umfangsmikla rekstri á meðan 55 starfsmenn starfi á skrifstofu borgarstjóra?10 starfsmenn á mannréttindaskrifstofu en 8 á ÍT Enn fremur vekur Eyþór athygli á því að í þessum samanburði eru eingöngu átta starfsmenn sem starfa á íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar, sem annast allar sundlaugar, íþróttamiðstöðvar, skíðasvæði, Hitt húsið, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, ylströndina og margt fleira.Dagur B. Eggertsson í ræðustól í ráðhúsi Reykvíkinga.Vísir/Anton BrinkÁ sama tíma eru starfsmenn mannréttindastofu fjórðungi fleiri.Jafnframt verður það að teljast sérstakt að mannréttindaskrifstofan sé með 10 starfsmenn þegar að heilt svið á borð við íþrótta- og tómstundasvið kemst af með átta starfsmenn. „Það liggur fyrir í ljósi þessara svara að fara þurfi í gagngera endurskoðun á stjórnsýslunni með það að leiðarljósi að forgangsraðað verði í þágu grunnþjónustu,“ segir Eyþór.Kostnaðurinn óútskýrður Eyþór segir kostnaðinn við skrifstofu borgarstjóra og borgarritara hafa vaxið úr hófi fram, uppúr öllu valdi og sé kostnaður samfara því algerlega óútskýrður. „Til að mynda er ekki haldið verkbókhald á skrifstofunni en Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu þess efnis í borgarráði sem enn er óafgreidd í ráðinu,“ segir Eyþór. Hann telur borgarbúa eiga skýlausan rétt á því að fá upplýsingar um hvers vegna skrifstofa borgarstjóra og borgarritara þurfi á 55 starfsmönnum að halda, með tilheyrandi auknum kostnaði, þegar stærstu svið borgarinnar eru með hlutfallslega færri starfsmenn.Vísir reyndi nú í morgun að ná tali af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra en án árangurs. Í tengdum skjölum hér neðar getur að líta svar við fyrirspurninni og nánari útlistun á starfsmannahaldi í Ráðhúsinu.Tengd skjölStöður í stjórnsýslu borgarinnar
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent