Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2018 18:30 Bjarni Már Júlíusson var í gær rekinn frá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. Stjórn Orku náttúrunnar ákvað á fundi sínum í gær að segja Bjarna Má upp störfum. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir að eitt tilvik, sem teldist til óviðeigandi hegðunar, hafi leitt til ákvöðrunar stjórnar ON að segja Bjarna Má upp störfum. Eiginkona Einars Bárðarsonar umboðsmanns lauk störfum hjá Orku náttúrunnar á mánudag. Einar sendi Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitunnar, tölvupóst í framhaldinu. Í kjölfar upplýsinga í þeim pósti óskaði Bjarni Bjarnason eftir fundi með Einari sem fram fór í gærmorgun. Í framhaldinu fundaði stjórn Orku náttúrunnar eftir hádegi í gær, ákvað að segja Bjarna Má upp störfum og var honum tilkynnt uppsögnin í gærkvöldi.Fréttin sem vakti kátínu hjá Bjarna Má og sendi í afdrifaríkum tölvupósti.Viðurkennir að hafa gert mistök Bjarni Már segist hafa gert mistök í samskiptum sínum við kvenundirmenn sína, konur sem hafi verið með honum í keppnisliði í WOW hjólreiðakeppninni. Atvikið sem hann segir forstjóra vísa til snúist um tölvupóst sem hann sendi fyrrnefndum konum í mars síðastliðnum. Hann hafi hjólað nokkrum sinnum í hringum landið. „Í svoleiðis félagsskap skapast sérstök stemmning og aulahúmor.“ Bjarni Már segist hafa lesið frétt á vef Morgunblaðsins sem honum hafi fundist fyndin. Þar sagði að rannsókn hefði sýnt fram á að konur sem hjóluðu stunduðu betra kynlíf. „Ég tengdi þetta, fannst fyndið og sendi fréttina á samstarfskonur sem höfðu hjólað með mér,“ segir Bjarni Már. Í póstinum hafi hann hann skrifað „Þetta grunaði mig“ og því fylgdi broskall.Segist ekki vera dónakall Strax daginn eftir hafi hann áttað sig á því að óviðeigandi væri fyrir hann að senda slíkan póst sem yfirmaður kvennanna. „Ég sendi þeim öllum svar og baðst afsökunar á þessum aulahúmor. Hann var alls ekki viðeigandi í ljósi stöðu minnar og ég sá mjög mikið eftir því ásamt öðru ógætilegu orðavali innan um samstarfsfólk. Ég baðst afsökunar á því þegar ég kvaddi starfsfólkið í morgun.“ Hann sé þó ekki sá dónakall sem fólk gæti ætlað af fréttaflutningi í dag. „Mér finnst illt að sitja undir þessum dónakallsstimpli. En ætli ég geti ekki sjálfum mér um kennt.“ MeToo Tengdar fréttir Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. Stjórn Orku náttúrunnar ákvað á fundi sínum í gær að segja Bjarna Má upp störfum. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir að eitt tilvik, sem teldist til óviðeigandi hegðunar, hafi leitt til ákvöðrunar stjórnar ON að segja Bjarna Má upp störfum. Eiginkona Einars Bárðarsonar umboðsmanns lauk störfum hjá Orku náttúrunnar á mánudag. Einar sendi Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitunnar, tölvupóst í framhaldinu. Í kjölfar upplýsinga í þeim pósti óskaði Bjarni Bjarnason eftir fundi með Einari sem fram fór í gærmorgun. Í framhaldinu fundaði stjórn Orku náttúrunnar eftir hádegi í gær, ákvað að segja Bjarna Má upp störfum og var honum tilkynnt uppsögnin í gærkvöldi.Fréttin sem vakti kátínu hjá Bjarna Má og sendi í afdrifaríkum tölvupósti.Viðurkennir að hafa gert mistök Bjarni Már segist hafa gert mistök í samskiptum sínum við kvenundirmenn sína, konur sem hafi verið með honum í keppnisliði í WOW hjólreiðakeppninni. Atvikið sem hann segir forstjóra vísa til snúist um tölvupóst sem hann sendi fyrrnefndum konum í mars síðastliðnum. Hann hafi hjólað nokkrum sinnum í hringum landið. „Í svoleiðis félagsskap skapast sérstök stemmning og aulahúmor.“ Bjarni Már segist hafa lesið frétt á vef Morgunblaðsins sem honum hafi fundist fyndin. Þar sagði að rannsókn hefði sýnt fram á að konur sem hjóluðu stunduðu betra kynlíf. „Ég tengdi þetta, fannst fyndið og sendi fréttina á samstarfskonur sem höfðu hjólað með mér,“ segir Bjarni Már. Í póstinum hafi hann hann skrifað „Þetta grunaði mig“ og því fylgdi broskall.Segist ekki vera dónakall Strax daginn eftir hafi hann áttað sig á því að óviðeigandi væri fyrir hann að senda slíkan póst sem yfirmaður kvennanna. „Ég sendi þeim öllum svar og baðst afsökunar á þessum aulahúmor. Hann var alls ekki viðeigandi í ljósi stöðu minnar og ég sá mjög mikið eftir því ásamt öðru ógætilegu orðavali innan um samstarfsfólk. Ég baðst afsökunar á því þegar ég kvaddi starfsfólkið í morgun.“ Hann sé þó ekki sá dónakall sem fólk gæti ætlað af fréttaflutningi í dag. „Mér finnst illt að sitja undir þessum dónakallsstimpli. En ætli ég geti ekki sjálfum mér um kennt.“
MeToo Tengdar fréttir Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04
Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40