Hafnartorg að taka á sig lokamynd Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2018 20:00 Það styttist í iðandi mannlíf á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur en fyrstu verslanirnar opna þar innan nokkurra vikna, skrifstofur fyllast og fólk getur byrjað að flytja inn í fyrstu íbúðirnar um eða upp úr áramótum. Það eru aðeins rúm tvö ár síðan byggingarframkvæmdir hófust á Hafnartorgi og nú sér fyrir endann á þeim. Verslunarrými verður afhent á næstu vikum og mánuðum. Fyrstu íbúðirnar verða afhentar fyrir áramót og þær síðustu næsta vor þegar þessu heildarverkefni lýkur. Þorvaldur Gissuararson forstjóri ÞG verktaka sem sér um uppbygginguna og sölu íbúða og skrifstofuhúsnæðis, segir verkið hafa gengið vel.Þorvaldur, við erum að labba hér eftir götu sem heitir Steinbryggja. Húsin hér í kringum okkur, hvað er hér sitt hvoru megin við okkur?„Þessi hús sem við sjáum hér til beggja handa, í þessum fimm turnum, eru íbúðir á efri hæðum en verslanir hér á jarðhæðunum. Reginn er eigandi að öllu verslunarhúsnæðinu. Þeir keyptu hér öll verslunarrými strax í upphafi verkefnisins,“ segir Þorvaldur. Ein þekktasta verslunarkeðja heims, H&M eða Hennes og Mauritz, tilkynnti í dag að ný verslun keðjunnar verði opnuð á tveimur hæðum í húsi sem stendur við Lækjargötu um miðjan næsta mánuð. En hæðirnar eru samanlagt um fimm þúsund fermetrar. Hvert hús á Hafnartorgi hefur sitt sérkenni í útliti.Hafnartorg eins og það leit út í dag. Byggingar eru óðum að taka á sig mynd.Vísir/vilhelmHvert hús hefur sín sérstöku einkenni „Hér er sérstakt form á utanhúsklæðningum og verið að nota ýmis konar efni. Steinklæðningar til dæmis. Þetta er íslenskt grágrýti. Það eru sérsmíðaðar álklæðningar við Lækjargötu, á stóru húsunum. Það er verið að nota mikið sjónsteypu, svört sjónsteypa hér og hvít slétt sjónsteypa í fremsta húsinu,“ útskýrir Þorvaldur þar sem hann gengur um svæðið með fréttamanni. Mikil breyting verður á miðborginni eftir að framkvæmdum við Hafnartorg lýkur og nýjar göngugötur verða til í hjarta borgarinnar sem í framtíðinni tengjast göngugötu allt að Hörpu. Sjötíu íbúðir verða í hluta húsanna og skrifstofur á efri hæðum annarra. Nú þegar er búið að selja nokkrar íbúðir. Þær fara annars í almenna sölu von bráðar en þeim er skilað fullkláruðum með innréttingum og heimilistækjum. Þorvaldur sýndi fréttamanni fullkláraða sýningaríbúð með tveimur rúmgóðum baðherbergjum, annað inn af hjónaherbergi og annað sem ætlað er gestum.Þú getur nú varla búið meira í hjarta borgarinnar en einmitt hér á Hafnartorginu?„Nei, ég held að þetta sameini nú flesta þá kosti sem hægt er að hugsa sér fyrir þá sem vilja vera í hjarta miðbæjarins,“ segir Þorvaldur. Íbúðirnar eru í dýrari kantinum enda afhentar með öllum innréttingum og heimilistækjum eins og áður sagði. Verðið ræðst nokkuð af staðsetningu og segir Þorsteinn fermetraverðið vera frá rúmum 700 þúsund krónum upp í rúma milljón. Göngugötur Reykjavík Viðskipti Tengdar fréttir Forstjóri Regins undrandi og óskaði eftir skýringum frá H&M Orð forstjóra H&M Group um að ekki liggi fyrir ákvörðun um opnun verslunar á Hafnartorgi komu stjórnendum Regins á óvart. Fasteignafélagið óskaði eftir staðfestingu forsvarsmanna sænska fatarisans á að hún standi enn til. 7. september 2017 06:00 H&M Home á Hafnartorgi í október Sænska fataverslunarkeðjan H&M opnar sína þriðju verslun á Íslandi á Hafnartorgi þann 12. október næstkomandi. 12. september 2018 09:13 H&M selt fyrir 2,5 milljarða á Íslandi Sænska verslanakeðjan H&M seldi fatnað fyrir ríflega 2,5 milljarða króna hér á landi frá því að keðjan opnaði fyrstu verslun sína á landinu í lok ágúst í fyrra til loka maímánaðar. 5. júlí 2018 06:00 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Það styttist í iðandi mannlíf á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur en fyrstu verslanirnar opna þar innan nokkurra vikna, skrifstofur fyllast og fólk getur byrjað að flytja inn í fyrstu íbúðirnar um eða upp úr áramótum. Það eru aðeins rúm tvö ár síðan byggingarframkvæmdir hófust á Hafnartorgi og nú sér fyrir endann á þeim. Verslunarrými verður afhent á næstu vikum og mánuðum. Fyrstu íbúðirnar verða afhentar fyrir áramót og þær síðustu næsta vor þegar þessu heildarverkefni lýkur. Þorvaldur Gissuararson forstjóri ÞG verktaka sem sér um uppbygginguna og sölu íbúða og skrifstofuhúsnæðis, segir verkið hafa gengið vel.Þorvaldur, við erum að labba hér eftir götu sem heitir Steinbryggja. Húsin hér í kringum okkur, hvað er hér sitt hvoru megin við okkur?„Þessi hús sem við sjáum hér til beggja handa, í þessum fimm turnum, eru íbúðir á efri hæðum en verslanir hér á jarðhæðunum. Reginn er eigandi að öllu verslunarhúsnæðinu. Þeir keyptu hér öll verslunarrými strax í upphafi verkefnisins,“ segir Þorvaldur. Ein þekktasta verslunarkeðja heims, H&M eða Hennes og Mauritz, tilkynnti í dag að ný verslun keðjunnar verði opnuð á tveimur hæðum í húsi sem stendur við Lækjargötu um miðjan næsta mánuð. En hæðirnar eru samanlagt um fimm þúsund fermetrar. Hvert hús á Hafnartorgi hefur sitt sérkenni í útliti.Hafnartorg eins og það leit út í dag. Byggingar eru óðum að taka á sig mynd.Vísir/vilhelmHvert hús hefur sín sérstöku einkenni „Hér er sérstakt form á utanhúsklæðningum og verið að nota ýmis konar efni. Steinklæðningar til dæmis. Þetta er íslenskt grágrýti. Það eru sérsmíðaðar álklæðningar við Lækjargötu, á stóru húsunum. Það er verið að nota mikið sjónsteypu, svört sjónsteypa hér og hvít slétt sjónsteypa í fremsta húsinu,“ útskýrir Þorvaldur þar sem hann gengur um svæðið með fréttamanni. Mikil breyting verður á miðborginni eftir að framkvæmdum við Hafnartorg lýkur og nýjar göngugötur verða til í hjarta borgarinnar sem í framtíðinni tengjast göngugötu allt að Hörpu. Sjötíu íbúðir verða í hluta húsanna og skrifstofur á efri hæðum annarra. Nú þegar er búið að selja nokkrar íbúðir. Þær fara annars í almenna sölu von bráðar en þeim er skilað fullkláruðum með innréttingum og heimilistækjum. Þorvaldur sýndi fréttamanni fullkláraða sýningaríbúð með tveimur rúmgóðum baðherbergjum, annað inn af hjónaherbergi og annað sem ætlað er gestum.Þú getur nú varla búið meira í hjarta borgarinnar en einmitt hér á Hafnartorginu?„Nei, ég held að þetta sameini nú flesta þá kosti sem hægt er að hugsa sér fyrir þá sem vilja vera í hjarta miðbæjarins,“ segir Þorvaldur. Íbúðirnar eru í dýrari kantinum enda afhentar með öllum innréttingum og heimilistækjum eins og áður sagði. Verðið ræðst nokkuð af staðsetningu og segir Þorsteinn fermetraverðið vera frá rúmum 700 þúsund krónum upp í rúma milljón.
Göngugötur Reykjavík Viðskipti Tengdar fréttir Forstjóri Regins undrandi og óskaði eftir skýringum frá H&M Orð forstjóra H&M Group um að ekki liggi fyrir ákvörðun um opnun verslunar á Hafnartorgi komu stjórnendum Regins á óvart. Fasteignafélagið óskaði eftir staðfestingu forsvarsmanna sænska fatarisans á að hún standi enn til. 7. september 2017 06:00 H&M Home á Hafnartorgi í október Sænska fataverslunarkeðjan H&M opnar sína þriðju verslun á Íslandi á Hafnartorgi þann 12. október næstkomandi. 12. september 2018 09:13 H&M selt fyrir 2,5 milljarða á Íslandi Sænska verslanakeðjan H&M seldi fatnað fyrir ríflega 2,5 milljarða króna hér á landi frá því að keðjan opnaði fyrstu verslun sína á landinu í lok ágúst í fyrra til loka maímánaðar. 5. júlí 2018 06:00 Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Forstjóri Regins undrandi og óskaði eftir skýringum frá H&M Orð forstjóra H&M Group um að ekki liggi fyrir ákvörðun um opnun verslunar á Hafnartorgi komu stjórnendum Regins á óvart. Fasteignafélagið óskaði eftir staðfestingu forsvarsmanna sænska fatarisans á að hún standi enn til. 7. september 2017 06:00
H&M Home á Hafnartorgi í október Sænska fataverslunarkeðjan H&M opnar sína þriðju verslun á Íslandi á Hafnartorgi þann 12. október næstkomandi. 12. september 2018 09:13
H&M selt fyrir 2,5 milljarða á Íslandi Sænska verslanakeðjan H&M seldi fatnað fyrir ríflega 2,5 milljarða króna hér á landi frá því að keðjan opnaði fyrstu verslun sína á landinu í lok ágúst í fyrra til loka maímánaðar. 5. júlí 2018 06:00