Stórsókn í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 12. september 2018 07:00 Loftslagsbreytingar eru stærsta sameiginlega viðfangsefni mannkyns og brýnt að bregðast við þeim af festu. Sjö ráðherrar kynntu á mánudag umfangsmikla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Íslands. Aldrei áður hefur viðlíka fjármagn verið sett í loftslagsmál og nú. Við setjum markið hátt. Við ætlum að ráðast í viðamikið átak í kolefnisbindingu – endurheimta votlendi, birkiskóga og kjarrlendi, berjast gegn jarðvegseyðingu og rækta skóg. Orkukerfi heimsins eru drifin áfram af jarðefnaeldsneyti og þar þarf kerfisbreytingu. Þarna ætlum við að beita okkur af krafti og ná fram orkuskiptum í vegasamgöngum. Við viljum hætta að brenna mengandi og innfluttum orkugjöfum og nota heldur innlenda, endurnýjanlega orku – rétt eins og við gerðum þegar við innleiddum hitaveituna. Við viljum vinna með sveitarfélögum að því að styrkja almenningssamgöngur, gera fólki kleift að lifa bíllausum lífsstíl og hætta að keyra bílaflotann okkar áfram á mengandi eldsneyti. Út með olíuna Hvar getum við Íslendingar dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til að standast markmið Parísarsáttmálans? Stóriðjan fellur ekki undir þær skuldbindingar sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda, heldur heyrir undir evrópskt kerfi með losunarheimildir sem ætlað er að draga úr losun frá starfsemi hennar. Alþjóðaflug fellur sömuleiðis ekki undir skuldbindingar einstakra ríkja og um landnotkun gilda sérstakar reglur. Hvar eru þá helstu tækifæri okkar? Svarið liggur í olíu. Notkun hennar orsakar stærsta hluta þeirrar losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Og um 60% af olíunni eru notuð í vegasamgöngum. Stærsta verkefnið framundan er því stórfelld rafvæðing samgangna og stefnan skýr: Að helminga notkun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum fyrir árið 2030. Í aðgerðaáætluninni eru auðvitað fjölmargar aðrar aðgerðir sem stuðla að samdrætti í losun annarra geira, og sérstök áhersla er á nýsköpun. Fyrsta útgáfa áætlunarinnar í loftlagsmálum liggur nú fyrir. Framundan er samráð sem ég bind miklar vonir við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar eru stærsta sameiginlega viðfangsefni mannkyns og brýnt að bregðast við þeim af festu. Sjö ráðherrar kynntu á mánudag umfangsmikla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Íslands. Aldrei áður hefur viðlíka fjármagn verið sett í loftslagsmál og nú. Við setjum markið hátt. Við ætlum að ráðast í viðamikið átak í kolefnisbindingu – endurheimta votlendi, birkiskóga og kjarrlendi, berjast gegn jarðvegseyðingu og rækta skóg. Orkukerfi heimsins eru drifin áfram af jarðefnaeldsneyti og þar þarf kerfisbreytingu. Þarna ætlum við að beita okkur af krafti og ná fram orkuskiptum í vegasamgöngum. Við viljum hætta að brenna mengandi og innfluttum orkugjöfum og nota heldur innlenda, endurnýjanlega orku – rétt eins og við gerðum þegar við innleiddum hitaveituna. Við viljum vinna með sveitarfélögum að því að styrkja almenningssamgöngur, gera fólki kleift að lifa bíllausum lífsstíl og hætta að keyra bílaflotann okkar áfram á mengandi eldsneyti. Út með olíuna Hvar getum við Íslendingar dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til að standast markmið Parísarsáttmálans? Stóriðjan fellur ekki undir þær skuldbindingar sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda, heldur heyrir undir evrópskt kerfi með losunarheimildir sem ætlað er að draga úr losun frá starfsemi hennar. Alþjóðaflug fellur sömuleiðis ekki undir skuldbindingar einstakra ríkja og um landnotkun gilda sérstakar reglur. Hvar eru þá helstu tækifæri okkar? Svarið liggur í olíu. Notkun hennar orsakar stærsta hluta þeirrar losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Og um 60% af olíunni eru notuð í vegasamgöngum. Stærsta verkefnið framundan er því stórfelld rafvæðing samgangna og stefnan skýr: Að helminga notkun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum fyrir árið 2030. Í aðgerðaáætluninni eru auðvitað fjölmargar aðrar aðgerðir sem stuðla að samdrætti í losun annarra geira, og sérstök áhersla er á nýsköpun. Fyrsta útgáfa áætlunarinnar í loftlagsmálum liggur nú fyrir. Framundan er samráð sem ég bind miklar vonir við.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun