Vélinni gefið grænt ljós til Kaupmannahafnar eftir að flugfreyjur leituðu á sjúkrahús Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2018 22:01 Flugfreyjurnar leituðu á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna í dag. Vísir/Vilhelm Skoðun á flugvél Icelandair, sem kom til landsins frá Edmonton í Kanada snemma í morgun, lauk skömmu eftir lendingu og var vélin send til Kaupmannahafnar síðdegis í dag. Fjórir áhafnarmeðlimir úr Edmontonfluginu leituðu á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna í dag. Þetta staðfestir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í samtali við fréttastofu. „Hún var tekin úr notkun í morgun, var skoðuð og fór aftur í loftið. Það er bara standard,“ segir Jens. Jens sagði í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld að uppákoma sem þessi tengist yfirleitt lélegu loftflæði í vélinni sem rekja megi til stíflu í loftræstikerfi. Eftir að flugfreyjurnar fjórar leituðu læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í dag var umrædd flugvél því tekin tímabundið úr rekstri. Senda átti flugvélina í Evrópuflug í morgun en það gekk ekki eftir sökum skoðunarinnar, að sögn Jens. Vélin fór þess í stað til Kaupmannahafnar nú síðdegis og var á heimleið nú á ellefta tímanum. Atvikið var ekki tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa enda taldi Icelandair uppákomuna ekki uppfylla skilyrði til þess að þess þurfi. Jens tjáði fréttastofu fyrr í kvöld að atvikið væri þó ekki ósvipað því sem upp kom í sumar. Mannlíf greinir frá því að minnst þrjár flugfreyjur hafi verið óvinnufærar eftir að þær veiktust í vinnunni. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Fjórar flugfreyjur leituðu á heilbrigðisstofnun með höfuðverk og þreytueinkenni Fjórir starfsmenn Icelandair, sem voru í áhöfn um borð í vél flugfélagsins sem kom til landsins frá Edmonton snemma í morgun, leitaði á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Þetta staðfestir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í samtali við fréttastofu. 29. september 2018 18:28 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Skoðun á flugvél Icelandair, sem kom til landsins frá Edmonton í Kanada snemma í morgun, lauk skömmu eftir lendingu og var vélin send til Kaupmannahafnar síðdegis í dag. Fjórir áhafnarmeðlimir úr Edmontonfluginu leituðu á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna í dag. Þetta staðfestir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í samtali við fréttastofu. „Hún var tekin úr notkun í morgun, var skoðuð og fór aftur í loftið. Það er bara standard,“ segir Jens. Jens sagði í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld að uppákoma sem þessi tengist yfirleitt lélegu loftflæði í vélinni sem rekja megi til stíflu í loftræstikerfi. Eftir að flugfreyjurnar fjórar leituðu læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í dag var umrædd flugvél því tekin tímabundið úr rekstri. Senda átti flugvélina í Evrópuflug í morgun en það gekk ekki eftir sökum skoðunarinnar, að sögn Jens. Vélin fór þess í stað til Kaupmannahafnar nú síðdegis og var á heimleið nú á ellefta tímanum. Atvikið var ekki tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa enda taldi Icelandair uppákomuna ekki uppfylla skilyrði til þess að þess þurfi. Jens tjáði fréttastofu fyrr í kvöld að atvikið væri þó ekki ósvipað því sem upp kom í sumar. Mannlíf greinir frá því að minnst þrjár flugfreyjur hafi verið óvinnufærar eftir að þær veiktust í vinnunni.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Fjórar flugfreyjur leituðu á heilbrigðisstofnun með höfuðverk og þreytueinkenni Fjórir starfsmenn Icelandair, sem voru í áhöfn um borð í vél flugfélagsins sem kom til landsins frá Edmonton snemma í morgun, leitaði á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Þetta staðfestir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í samtali við fréttastofu. 29. september 2018 18:28 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Fjórar flugfreyjur leituðu á heilbrigðisstofnun með höfuðverk og þreytueinkenni Fjórir starfsmenn Icelandair, sem voru í áhöfn um borð í vél flugfélagsins sem kom til landsins frá Edmonton snemma í morgun, leitaði á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna. Þetta staðfestir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í samtali við fréttastofu. 29. september 2018 18:28