Fólk fær einn séns með nýju stöðumælana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. september 2018 06:00 Nýju stöðumælarnir hafa ruglað nokkra ökumenn. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Nýir gjaldmælar Bílastæðasjóðs hafa ruglað ökumenn nokkuð í ríminu. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að fólk fái eitt tækifæri til að aðlagast nýja kerfinu. Fyrstu nýju mælarnir voru teknir í notkun fyrir mánuði. „Við erum að vinna í því að skipta síðustu gömlu mælunum út og það ætti að takast öðrum hvorum megin við helgina. Í raun eru þetta gömlu mælarnir nema búið er að uppfæra innvolsið og setja lyklaborð á þá,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Verkefnið var boðið út en tilboðið sem fallist var á var nokkuð yfir kostnaðaráætlun. Kostnaður sjóðsins vegna breytinganna hleypur á tugum milljóna. Gömlu mælarnir voru seldir og gjaldmælum fækkað nokkuð. „Við vorum hálfpartinn neydd í þessa breytingu þar sem gömlu mælarnir ná ekki að uppfylla núverandi kortaöryggiskröfur. Sem stendur er unnið að því að fækka mælum jafnt og þétt og færa þetta yfir í símana,“ segir Kolbrún. Sumt við nýju mælana er áþekkt þeim gömlu en þó eru þar nokkrar grundvallarbreytingar. Á þeim er skjár sem sýnir stöðuna í ferlinu og að auki er þar að finna lyklaborð. Það er notað til þess að slá inn bílnúmer en með því móti verður óþarft að setja útprentaðan miða ofan á mælaborð bílsins. „Þú hefur val um að setja inn bílnúmerið. Ef það er ekki gert þá er hægt að fara með miðann í bílinn og gera þetta á gamla mátann,“ segir Kolbrún. Nokkuð hefur verið um það að notendur lendi í klandri með nýju mælana og nokkuð stofnast af sektum af þeim sökum. Dæmi eru um að fólk álíti að mælarnir séu að heimta alltof langan tíma ásamt fleiri hnökrum. „Það er í raun klaufaskapur ökumanns. Við höfum fengið slík mál til okkar en þá höfum við verið að gefa séns í eitt skipti og þannig verður það sennilega fram að jólum,“ segir Kolbrún. „Ef fólk er ítrekað að gera sömu mistök þá er það auðvitað ekki trúverðugt og stutt í sektina. En það ættu allir að vera búnir að læra þetta fyrir jól.“Leiðbeiningar fyrir nýju gjaldmælana:Hægt er að greiða með klinki og korti.Kjósi fólk að slá ekki inn bílnúmer er hægt að slá inn bullnúmer (t.d. XXX-XXX eða 000-000).+ takkinn bætir við 100 kr. ++ takkinn bætir við 500 kr. Upphæðin birtist á skjánum. Ráðlagt er að fylgjast með skjánum allt ferlið.Hægt er að ýta á X til að stöðva ferlið og byrja upp á nýtt. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Smápeningar í stöðumæla liðin tíð í borginni Reykvískir ökumenn geta frá og með deginum í dag lagt þeim sið að aka um með öskubakka og aðrar hirslur bifreiða sinna fullar af smápeningum ætluðum stöðumælum. 27. mars 2008 10:56 Stöðumælar settir upp á ferðamannastöðum í sumar Gestir á Þingvöllum og í Reynisfjöru munu þurfa að greiða bifreiðastæðagjald frá og með í sumar. 12. apríl 2016 17:50 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Nýir gjaldmælar Bílastæðasjóðs hafa ruglað ökumenn nokkuð í ríminu. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að fólk fái eitt tækifæri til að aðlagast nýja kerfinu. Fyrstu nýju mælarnir voru teknir í notkun fyrir mánuði. „Við erum að vinna í því að skipta síðustu gömlu mælunum út og það ætti að takast öðrum hvorum megin við helgina. Í raun eru þetta gömlu mælarnir nema búið er að uppfæra innvolsið og setja lyklaborð á þá,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Verkefnið var boðið út en tilboðið sem fallist var á var nokkuð yfir kostnaðaráætlun. Kostnaður sjóðsins vegna breytinganna hleypur á tugum milljóna. Gömlu mælarnir voru seldir og gjaldmælum fækkað nokkuð. „Við vorum hálfpartinn neydd í þessa breytingu þar sem gömlu mælarnir ná ekki að uppfylla núverandi kortaöryggiskröfur. Sem stendur er unnið að því að fækka mælum jafnt og þétt og færa þetta yfir í símana,“ segir Kolbrún. Sumt við nýju mælana er áþekkt þeim gömlu en þó eru þar nokkrar grundvallarbreytingar. Á þeim er skjár sem sýnir stöðuna í ferlinu og að auki er þar að finna lyklaborð. Það er notað til þess að slá inn bílnúmer en með því móti verður óþarft að setja útprentaðan miða ofan á mælaborð bílsins. „Þú hefur val um að setja inn bílnúmerið. Ef það er ekki gert þá er hægt að fara með miðann í bílinn og gera þetta á gamla mátann,“ segir Kolbrún. Nokkuð hefur verið um það að notendur lendi í klandri með nýju mælana og nokkuð stofnast af sektum af þeim sökum. Dæmi eru um að fólk álíti að mælarnir séu að heimta alltof langan tíma ásamt fleiri hnökrum. „Það er í raun klaufaskapur ökumanns. Við höfum fengið slík mál til okkar en þá höfum við verið að gefa séns í eitt skipti og þannig verður það sennilega fram að jólum,“ segir Kolbrún. „Ef fólk er ítrekað að gera sömu mistök þá er það auðvitað ekki trúverðugt og stutt í sektina. En það ættu allir að vera búnir að læra þetta fyrir jól.“Leiðbeiningar fyrir nýju gjaldmælana:Hægt er að greiða með klinki og korti.Kjósi fólk að slá ekki inn bílnúmer er hægt að slá inn bullnúmer (t.d. XXX-XXX eða 000-000).+ takkinn bætir við 100 kr. ++ takkinn bætir við 500 kr. Upphæðin birtist á skjánum. Ráðlagt er að fylgjast með skjánum allt ferlið.Hægt er að ýta á X til að stöðva ferlið og byrja upp á nýtt.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Smápeningar í stöðumæla liðin tíð í borginni Reykvískir ökumenn geta frá og með deginum í dag lagt þeim sið að aka um með öskubakka og aðrar hirslur bifreiða sinna fullar af smápeningum ætluðum stöðumælum. 27. mars 2008 10:56 Stöðumælar settir upp á ferðamannastöðum í sumar Gestir á Þingvöllum og í Reynisfjöru munu þurfa að greiða bifreiðastæðagjald frá og með í sumar. 12. apríl 2016 17:50 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Smápeningar í stöðumæla liðin tíð í borginni Reykvískir ökumenn geta frá og með deginum í dag lagt þeim sið að aka um með öskubakka og aðrar hirslur bifreiða sinna fullar af smápeningum ætluðum stöðumælum. 27. mars 2008 10:56
Stöðumælar settir upp á ferðamannastöðum í sumar Gestir á Þingvöllum og í Reynisfjöru munu þurfa að greiða bifreiðastæðagjald frá og með í sumar. 12. apríl 2016 17:50