Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2018 17:49 Maðurinn hér til vinstri mun vera Anatoliy Chepiga. Hinn er einungis þekktur undir nafninu Alexander Petrov, sem talið er vera dulnefni. Vísir/AP Uppfært 19:30 - Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur staðfest niðurstöður Bellingcat. Annar mannanna sem grunaðir eru um að hafa reynt að myrða Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu heitir raunverulega Anatoliy Chepiga og er ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Þetta er niðurstaða rannsakenda Bellingcat og The Insider en þeir segja Chepiga hafa margsinnis verið heiðraðan fyrir störf sín í hernum, sérsveitum hersins og GRU. Meðal annars hefur hann hlotið æðstu viðurkenningu Rússlands; Hetja rússneska sambandsríkisins, en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, veitir orðuna yfirleitt persónulega. Bretar komust að sömu niðurstöðu Breskir embættismenn hafa ekki viljað tjá sig um niðurstöðu Bellingcat opinberlega þar sem rannsókn stendur yfir. Samkvæmt heimildum BBC hefur leyniþjónusta Bretlands þó komist að sömu niðurstöðu. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði í síðasta mánuði að mennirnir tveir væru útsendarar GRU. Þeir munu hafa ferðast til Bretlands með fölskum vegabréfum og undir dulnöfnunum Alexander Petrov og Ruslan Boshirov. Það var Anatoliy Chepiga sem notaðist við nafnið Boshirov. Sjá einnig: Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Eftir að Bretar ákærðu mennina og opinberuðu myndir af þeim og frekari upplýsingar um ferðalag þeirra til Salisbury, þar sem eitrunin fór fram, birtust mennirnir í undarlegu viðtali við RT News, sem rekið er af rússneska ríkinu. Segjast hafa viljað sjá dómkirkju Salisbury Þar sögðust þeir einungis hafa farið til Salisbury sem ferðamenn. Þá hafi langað til að sjá dómkirkju Salisbury og því ferðast frá Moskvu til London þann 2. mars. Næsta dag fóru þeir til Salisbury en þeir fóru aftur til London innan við tveimur tímum seinna. Þann 4. mars fóru þeir aftur til Salisbury þar sem þeir náðust á mynd skammt frá heimili Skripal skömmu fyrir árásina. Rúmum fjórum tímum eftir að þeir komu til Salisbury í annað sinn fóru þeir aftur til London og þaðan rakleiðis til Moskvu. Bellingcat segir Chepiga hafa fæðst í smáþorpinu Nikolaevka, nærri landamærum Kína, árið 1979. Hann hafi gengið til liðs við herinn þegar hann var átján ára og barðist þrisvar sinnum í Téténíu með Spetsnaz-sérsveitum hersins. Hann mun hafa fengið rúmlega tuttugu orður fyrir þjónustu sína. Árið 2010 mun hann hafa fengið fyrsta dulnefnið sitt og fluttist Chepiga til Moskvu. Það var svo árið 2014 sem hann fékk æðstu orðu Rússlands, sem nefnd er hér að ofan. Á þeim tíma voru einu átökin sem Rússland stóð í í austurhluta Úkraínu. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. 15. september 2018 11:59 Meintir tilræðismenn sagðir tengjast rússneska varnarmálaráðuneytinu Þá benda skjöl til þess að mennirnir tveir sem Bretar saka um taugaeiturstilræðið í Salisbury hafi pantað flugferð til Englands á síðustu stundu, þvert á það sem þeir sögðu í sjónvarpsviðtali í vikunni. 15. september 2018 18:52 Kreml reynir að þvo tilræðismennina af Pútín Talsmaður ríkisstjórnar Vladímírs Pútín segir að tveir menn sem Bretar telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars hafi engin tengsl við forsetann eða ríkisstjórn hans. 16. september 2018 17:31 Ekkert bendir til snertingar við taugaeitur í Salisbury Lögreglan í Bretlandi segir ekkert benda til þess að tveir sem veiktust á veitingastað í bænum Salisbury í gærkvöldi hafi komist í snertingu við taugaeitrið Novichok. 17. september 2018 07:21 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Uppfært 19:30 - Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur staðfest niðurstöður Bellingcat. Annar mannanna sem grunaðir eru um að hafa reynt að myrða Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu heitir raunverulega Anatoliy Chepiga og er ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Þetta er niðurstaða rannsakenda Bellingcat og The Insider en þeir segja Chepiga hafa margsinnis verið heiðraðan fyrir störf sín í hernum, sérsveitum hersins og GRU. Meðal annars hefur hann hlotið æðstu viðurkenningu Rússlands; Hetja rússneska sambandsríkisins, en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, veitir orðuna yfirleitt persónulega. Bretar komust að sömu niðurstöðu Breskir embættismenn hafa ekki viljað tjá sig um niðurstöðu Bellingcat opinberlega þar sem rannsókn stendur yfir. Samkvæmt heimildum BBC hefur leyniþjónusta Bretlands þó komist að sömu niðurstöðu. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði í síðasta mánuði að mennirnir tveir væru útsendarar GRU. Þeir munu hafa ferðast til Bretlands með fölskum vegabréfum og undir dulnöfnunum Alexander Petrov og Ruslan Boshirov. Það var Anatoliy Chepiga sem notaðist við nafnið Boshirov. Sjá einnig: Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Eftir að Bretar ákærðu mennina og opinberuðu myndir af þeim og frekari upplýsingar um ferðalag þeirra til Salisbury, þar sem eitrunin fór fram, birtust mennirnir í undarlegu viðtali við RT News, sem rekið er af rússneska ríkinu. Segjast hafa viljað sjá dómkirkju Salisbury Þar sögðust þeir einungis hafa farið til Salisbury sem ferðamenn. Þá hafi langað til að sjá dómkirkju Salisbury og því ferðast frá Moskvu til London þann 2. mars. Næsta dag fóru þeir til Salisbury en þeir fóru aftur til London innan við tveimur tímum seinna. Þann 4. mars fóru þeir aftur til Salisbury þar sem þeir náðust á mynd skammt frá heimili Skripal skömmu fyrir árásina. Rúmum fjórum tímum eftir að þeir komu til Salisbury í annað sinn fóru þeir aftur til London og þaðan rakleiðis til Moskvu. Bellingcat segir Chepiga hafa fæðst í smáþorpinu Nikolaevka, nærri landamærum Kína, árið 1979. Hann hafi gengið til liðs við herinn þegar hann var átján ára og barðist þrisvar sinnum í Téténíu með Spetsnaz-sérsveitum hersins. Hann mun hafa fengið rúmlega tuttugu orður fyrir þjónustu sína. Árið 2010 mun hann hafa fengið fyrsta dulnefnið sitt og fluttist Chepiga til Moskvu. Það var svo árið 2014 sem hann fékk æðstu orðu Rússlands, sem nefnd er hér að ofan. Á þeim tíma voru einu átökin sem Rússland stóð í í austurhluta Úkraínu.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. 15. september 2018 11:59 Meintir tilræðismenn sagðir tengjast rússneska varnarmálaráðuneytinu Þá benda skjöl til þess að mennirnir tveir sem Bretar saka um taugaeiturstilræðið í Salisbury hafi pantað flugferð til Englands á síðustu stundu, þvert á það sem þeir sögðu í sjónvarpsviðtali í vikunni. 15. september 2018 18:52 Kreml reynir að þvo tilræðismennina af Pútín Talsmaður ríkisstjórnar Vladímírs Pútín segir að tveir menn sem Bretar telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars hafi engin tengsl við forsetann eða ríkisstjórn hans. 16. september 2018 17:31 Ekkert bendir til snertingar við taugaeitur í Salisbury Lögreglan í Bretlandi segir ekkert benda til þess að tveir sem veiktust á veitingastað í bænum Salisbury í gærkvöldi hafi komist í snertingu við taugaeitrið Novichok. 17. september 2018 07:21 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
„Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32
Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48
Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. 15. september 2018 11:59
Meintir tilræðismenn sagðir tengjast rússneska varnarmálaráðuneytinu Þá benda skjöl til þess að mennirnir tveir sem Bretar saka um taugaeiturstilræðið í Salisbury hafi pantað flugferð til Englands á síðustu stundu, þvert á það sem þeir sögðu í sjónvarpsviðtali í vikunni. 15. september 2018 18:52
Kreml reynir að þvo tilræðismennina af Pútín Talsmaður ríkisstjórnar Vladímírs Pútín segir að tveir menn sem Bretar telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars hafi engin tengsl við forsetann eða ríkisstjórn hans. 16. september 2018 17:31
Ekkert bendir til snertingar við taugaeitur í Salisbury Lögreglan í Bretlandi segir ekkert benda til þess að tveir sem veiktust á veitingastað í bænum Salisbury í gærkvöldi hafi komist í snertingu við taugaeitrið Novichok. 17. september 2018 07:21