Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2018 17:57 Donald Trump. EPA/JASON SZENES Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var tiltölulega nýbyrjaður á ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þegar aðrir þjóðarleiðtogar hlógu að honum. Forsetinn notaði ræðuna í fyrstu til að stæra sig af árangri sínum og ríkisstjórnar hans. Hann hafði þó mætt of seint og AP fréttaveitan segir ræðu Trump ekki hafa fallið í kramið.Trump byrjaði á því að rifja upp að hann hefði haldið sína fyrstu ræðu í Sameinuðu þjóðunum í fyrra. Sagðist hann hafa rætt þær ógnanir sem steðjuðu að heiminum öllum og leiðir til að gera framtíð jarðarinnar betri. Nú væri komið að því að ræða árangurinn. „Á minna en tveimur árum hefur ríkisstjórn mín áorkað meiri en nánast allar ríkisstjórnir í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Við það heyrðist hlátur úr salnum og Trump virtist Trump bregða. „Svo satt,“ sagði hann og hláturinn varð meiri. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum, en það er allt í lagi.“ Því næst sagði Trump að efnahagur Bandaríkjanna hefði aldrei verið í betra ástandi og að her Bandaríkjanna hefði aldrei verið öflugri.Trump hefur margsinnis gagnrýnt forvera sinn, Barack Obama, og sagt hann hafa verið aðhlátursefni á alþjóðasviðinu. Hlátursköllin í dag hafa leitt til þess að margir hafa rifjað upp tíst Trump frá 2014 þar sem hann sagði heiminn hlæja að Bandaríkjunum vegna Obama. Atvikið þykir til marks um einangrun Trump á alþjóðasviðinu þar sem gjá hefur myndast á milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra að undanförnu. Gjá þessa má að miklu leyti rekja til þjóðernishyggju Trump og einangrunarstefnu hans. Sem forseti hefur Trump dregið Bandaríkin frá nokkrum alþjóðlegum samningum, gagnrýnt hefðbundin bandalög Bandaríkjanna harðlega og beitt tollum gegn mörgum öðrum ríkjum. Í ræðu sinni sagði Trump að Bandaríkin höfnuðu hnattvæðingu og tækju þess í stað þjóðrækni opnum örmum. Þá gagnrýndi hann ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna eins og Alþjóðaglæpadómstólinn og Mannréttindaráðið. Alla ræðu Trump má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var tiltölulega nýbyrjaður á ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þegar aðrir þjóðarleiðtogar hlógu að honum. Forsetinn notaði ræðuna í fyrstu til að stæra sig af árangri sínum og ríkisstjórnar hans. Hann hafði þó mætt of seint og AP fréttaveitan segir ræðu Trump ekki hafa fallið í kramið.Trump byrjaði á því að rifja upp að hann hefði haldið sína fyrstu ræðu í Sameinuðu þjóðunum í fyrra. Sagðist hann hafa rætt þær ógnanir sem steðjuðu að heiminum öllum og leiðir til að gera framtíð jarðarinnar betri. Nú væri komið að því að ræða árangurinn. „Á minna en tveimur árum hefur ríkisstjórn mín áorkað meiri en nánast allar ríkisstjórnir í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Við það heyrðist hlátur úr salnum og Trump virtist Trump bregða. „Svo satt,“ sagði hann og hláturinn varð meiri. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum, en það er allt í lagi.“ Því næst sagði Trump að efnahagur Bandaríkjanna hefði aldrei verið í betra ástandi og að her Bandaríkjanna hefði aldrei verið öflugri.Trump hefur margsinnis gagnrýnt forvera sinn, Barack Obama, og sagt hann hafa verið aðhlátursefni á alþjóðasviðinu. Hlátursköllin í dag hafa leitt til þess að margir hafa rifjað upp tíst Trump frá 2014 þar sem hann sagði heiminn hlæja að Bandaríkjunum vegna Obama. Atvikið þykir til marks um einangrun Trump á alþjóðasviðinu þar sem gjá hefur myndast á milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra að undanförnu. Gjá þessa má að miklu leyti rekja til þjóðernishyggju Trump og einangrunarstefnu hans. Sem forseti hefur Trump dregið Bandaríkin frá nokkrum alþjóðlegum samningum, gagnrýnt hefðbundin bandalög Bandaríkjanna harðlega og beitt tollum gegn mörgum öðrum ríkjum. Í ræðu sinni sagði Trump að Bandaríkin höfnuðu hnattvæðingu og tækju þess í stað þjóðrækni opnum örmum. Þá gagnrýndi hann ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna eins og Alþjóðaglæpadómstólinn og Mannréttindaráðið. Alla ræðu Trump má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira