Starfandi forstjóra OR falið að boða fyrrverandi forstöðumann á fund Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. september 2018 19:30 Starfandi forstjóri Orkuveitunnar ætlar að funda með Áslaugu Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanni Orku náttúrunnar. Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar lagði fram drög að úttekt á vinnustaðnum fyrir stjórnarfund í dag. Helga Jónsdóttir tók við sem forstjóri Orkuveitunnar í dag eftir að Bjarni Bjarnason, fyrrverandi forstjóri, steig til hliðar á meðan tveggja mánaða vinnustaðarúttekt fer fram. Helga átti fund með stjórn fyrirtækisins í dag þar sem innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar kynnti drög á úttekt sinni. „Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar, sem að stýrir úttektinni gerði grein fyrir því hvernig fyrirkomulagið er hugsað og hvernig verður unnið að þessu. Það eru drög enn þá þannig að það er ekki alveg tilbúið en það var mjög mikill einhugur í stjórninni og það er mikilvægt að stjórnin stendur skýrt að baki því að hérna verði gerð úttekt,“ segir Helga. Innri endurskoðun borgarinnar hefur sinnt innri endurskoðun Orkuveitunnar frá því um síðustu áramót. Er ekki þörf á að hún fái óháða aðila með sér í úttektina? „Ef hana skortir þekkingu á einhverju sviði eða þarf viðbótarliðsafla, þá mun hún geta sótt sér hana.“ Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sendi erindi á stjórnarfund Orkuveitunnar í síðustu viku. Erindið var tekið fyrir á stjórnarfundinum í dag og forstjóranum falið að boða Áslaugu á fund. „Ég hef þann ásetning að reyna að boða til fundar fyrir lok þessarar viku en verð samt að slá þann varnagla að það er geysilega margt sem að beið og nánast hver mínúta skipulögð frá því ég kom hingað inn í húsið í morgun.“ Borgarstjórn MeToo Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Starfandi forstjóri Orkuveitunnar ætlar að funda með Áslaugu Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanni Orku náttúrunnar. Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar lagði fram drög að úttekt á vinnustaðnum fyrir stjórnarfund í dag. Helga Jónsdóttir tók við sem forstjóri Orkuveitunnar í dag eftir að Bjarni Bjarnason, fyrrverandi forstjóri, steig til hliðar á meðan tveggja mánaða vinnustaðarúttekt fer fram. Helga átti fund með stjórn fyrirtækisins í dag þar sem innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar kynnti drög á úttekt sinni. „Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar, sem að stýrir úttektinni gerði grein fyrir því hvernig fyrirkomulagið er hugsað og hvernig verður unnið að þessu. Það eru drög enn þá þannig að það er ekki alveg tilbúið en það var mjög mikill einhugur í stjórninni og það er mikilvægt að stjórnin stendur skýrt að baki því að hérna verði gerð úttekt,“ segir Helga. Innri endurskoðun borgarinnar hefur sinnt innri endurskoðun Orkuveitunnar frá því um síðustu áramót. Er ekki þörf á að hún fái óháða aðila með sér í úttektina? „Ef hana skortir þekkingu á einhverju sviði eða þarf viðbótarliðsafla, þá mun hún geta sótt sér hana.“ Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sendi erindi á stjórnarfund Orkuveitunnar í síðustu viku. Erindið var tekið fyrir á stjórnarfundinum í dag og forstjóranum falið að boða Áslaugu á fund. „Ég hef þann ásetning að reyna að boða til fundar fyrir lok þessarar viku en verð samt að slá þann varnagla að það er geysilega margt sem að beið og nánast hver mínúta skipulögð frá því ég kom hingað inn í húsið í morgun.“
Borgarstjórn MeToo Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira