Böl þjóðar Sævar Þór Jónsson skrifar 23. september 2018 16:27 Eitt af því sem er sérstakt við íslenskt samfélag nú á dögum er hvað þjóðin er fljót að aðlagast og taka upp ný viðmið í hinum ýmsu málum. Ekki verður þar með sagt að þetta sé alltaf af hinu góða. Staðreyndin er jú sú að það er margt sem hefur farið úrskeiðis á undanförnum árum í sálarlífi þjóðar okkar og var það sérstaklega áberandi eftir stóra efnahagshrunið fyrir 10 árum síðan. Heiftin og reiðin, sem þá spratt upp, er enn við lýði. Margir ganga í gegnum daglegt líf með því viðmiði að láta engan valta yfir sig og endurspeglast það í hinum ýmsu deilum nú orðið í t.d. réttarkerfi okkar þar sem menn deila fyrir dómstólum um hvaða eina smáatriði, rafmagnstengingar fyrir rafmagnsbíla í fjölbýlishúsum eða samskipti milli fólks almennt á hinum ýmsu sviðum. Heiftin er meira áberandi en áður. Sundrung þjóðar er staðreynd enda fóru mjög margir illa út úr hruninu. Umræðan um hin ýmsu málefni og einstaklinga hefur líkað harnað og eru hlutir oftar en ekki persónugerðir og þeir sem þora að hafa skoðanir fá það óþvegið af dómstóli götunnar. Það er sem sagt ekkert umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum og áherslum í samfélaginu. Mér þykir t.d. afar mikilvægt að þeir sem hafa aðrar skoðanir en ég fái að ræða þær opinberlega því þá er einmitt hægt að taka upp gagnrýna og málefnalega umræðu um það sem skiptir máli í samfélaginu. Það verður hins vegar ekki gert ef dómstóll götunnar á sífellt að stýra umræðunni með ofsóknum á hendur þeim sem falla ekki í mótið. Sem samkynhneigður einstaklingur þykir mér t.d. miður hvað er sótt vitlaust að þeim sem tala gegn samkynhneigð, það að ráðast á persónur slíkra aðila er ekki rétt aðferðafræði við að uppræta fordóma né þróa umræðuna með því móti að hægt sé að vinna á fordómum og fáfræði. Fordæming persóna er ekki aðferð sem gengur til lengdar í upprætingu fordóma og haturs. En þetta á ekki aðeins við um almenning heldur virðist heiftin hafa tekið sér bólfestu í lykilstofnunum samfélagsins. Til dæmis ef horft er til kirkjunnar þá virðist allt vera þar í uppnámi, innbyrgðis deilur og ásakanir eru nánast daglegt brauð. Prestar deila á kirkjuna fyrir það að bjóða upp á lélega húsakosti, óuppgerð mál varðandi kynferðisbrot eru sífellt að koma upp og Biskup ásakaður um að taka ekki á málum af staðfestu og dug. Þá eru sumir prestar kirkjunnar sem ala á hatri og fordæmingu og ganga erinda dómsstóls götunnar. Kannski ekkert skrítið þegar horft er til þess hversu sundruð þjóðin er í reynd. Þá er pólitíkin ekkert betri. Það er eitthvað sem vantar í þetta allt og margt sem við í reynd höfum misst sem þjóð þegar kemur að samkennd og samvinnu. Það vitum við sem fylgjumst með þjóðfélagsumræðunni að komandi vetur verður erfiður þegar kemur að sátt á vinnumarkaði en hvernig ætli það sé að fara inn í kjaraviðræður þegar bæði alþingismenn og stjórnendur stórfyrirtækja og ýmsir embættismenn hafa gert verulega vel við sig. Það að segja almenningi að gæta sín í kröfum sínum varðandi launahækkanir en um leið að skaffa sér sjálfum meira er ekki rétta aðferðafærðin þegar kemur að sátt á vinnumarkaði. Hér er talað um að allt sé í uppgangi en staðreyndin er sú að þjóðin er sundruð og það að búa til sættir krefst fórna allra ekki bara almennings. Það er alveg ljóst þegar horft er yfir aðstæður í samfélaginu að við sem þjóð verðum að ná nýrri þjóðarsátt í ýmsu málum. Við verðum að stilla okkur af og ganga hreint til verka. Við verðum að taka til í samfélaginu, taka til í óreiðunni í stjórnmálunum og fara að ná sátt milli þjóðarinnar í heild, milli stjórnmálamanna og almennings og milli stétta almennt. Þar verðum við sem þjóð að hafa stjórnmálamenn sem kunna til verka og sýna af sér gott fordæmi og taka á málum af festu. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sævar Þór Jónsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem er sérstakt við íslenskt samfélag nú á dögum er hvað þjóðin er fljót að aðlagast og taka upp ný viðmið í hinum ýmsu málum. Ekki verður þar með sagt að þetta sé alltaf af hinu góða. Staðreyndin er jú sú að það er margt sem hefur farið úrskeiðis á undanförnum árum í sálarlífi þjóðar okkar og var það sérstaklega áberandi eftir stóra efnahagshrunið fyrir 10 árum síðan. Heiftin og reiðin, sem þá spratt upp, er enn við lýði. Margir ganga í gegnum daglegt líf með því viðmiði að láta engan valta yfir sig og endurspeglast það í hinum ýmsu deilum nú orðið í t.d. réttarkerfi okkar þar sem menn deila fyrir dómstólum um hvaða eina smáatriði, rafmagnstengingar fyrir rafmagnsbíla í fjölbýlishúsum eða samskipti milli fólks almennt á hinum ýmsu sviðum. Heiftin er meira áberandi en áður. Sundrung þjóðar er staðreynd enda fóru mjög margir illa út úr hruninu. Umræðan um hin ýmsu málefni og einstaklinga hefur líkað harnað og eru hlutir oftar en ekki persónugerðir og þeir sem þora að hafa skoðanir fá það óþvegið af dómstóli götunnar. Það er sem sagt ekkert umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum og áherslum í samfélaginu. Mér þykir t.d. afar mikilvægt að þeir sem hafa aðrar skoðanir en ég fái að ræða þær opinberlega því þá er einmitt hægt að taka upp gagnrýna og málefnalega umræðu um það sem skiptir máli í samfélaginu. Það verður hins vegar ekki gert ef dómstóll götunnar á sífellt að stýra umræðunni með ofsóknum á hendur þeim sem falla ekki í mótið. Sem samkynhneigður einstaklingur þykir mér t.d. miður hvað er sótt vitlaust að þeim sem tala gegn samkynhneigð, það að ráðast á persónur slíkra aðila er ekki rétt aðferðafræði við að uppræta fordóma né þróa umræðuna með því móti að hægt sé að vinna á fordómum og fáfræði. Fordæming persóna er ekki aðferð sem gengur til lengdar í upprætingu fordóma og haturs. En þetta á ekki aðeins við um almenning heldur virðist heiftin hafa tekið sér bólfestu í lykilstofnunum samfélagsins. Til dæmis ef horft er til kirkjunnar þá virðist allt vera þar í uppnámi, innbyrgðis deilur og ásakanir eru nánast daglegt brauð. Prestar deila á kirkjuna fyrir það að bjóða upp á lélega húsakosti, óuppgerð mál varðandi kynferðisbrot eru sífellt að koma upp og Biskup ásakaður um að taka ekki á málum af staðfestu og dug. Þá eru sumir prestar kirkjunnar sem ala á hatri og fordæmingu og ganga erinda dómsstóls götunnar. Kannski ekkert skrítið þegar horft er til þess hversu sundruð þjóðin er í reynd. Þá er pólitíkin ekkert betri. Það er eitthvað sem vantar í þetta allt og margt sem við í reynd höfum misst sem þjóð þegar kemur að samkennd og samvinnu. Það vitum við sem fylgjumst með þjóðfélagsumræðunni að komandi vetur verður erfiður þegar kemur að sátt á vinnumarkaði en hvernig ætli það sé að fara inn í kjaraviðræður þegar bæði alþingismenn og stjórnendur stórfyrirtækja og ýmsir embættismenn hafa gert verulega vel við sig. Það að segja almenningi að gæta sín í kröfum sínum varðandi launahækkanir en um leið að skaffa sér sjálfum meira er ekki rétta aðferðafærðin þegar kemur að sátt á vinnumarkaði. Hér er talað um að allt sé í uppgangi en staðreyndin er sú að þjóðin er sundruð og það að búa til sættir krefst fórna allra ekki bara almennings. Það er alveg ljóst þegar horft er yfir aðstæður í samfélaginu að við sem þjóð verðum að ná nýrri þjóðarsátt í ýmsu málum. Við verðum að stilla okkur af og ganga hreint til verka. Við verðum að taka til í samfélaginu, taka til í óreiðunni í stjórnmálunum og fara að ná sátt milli þjóðarinnar í heild, milli stjórnmálamanna og almennings og milli stétta almennt. Þar verðum við sem þjóð að hafa stjórnmálamenn sem kunna til verka og sýna af sér gott fordæmi og taka á málum af festu. Höfundur er lögmaður
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun