Segir lokanir VÍS mikil mistök Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2018 14:00 Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins , er ósátt við VÍS. Vísir/vilhelm Þingmaður Framsóknarflokksins furðar sig á því að VÍS geti ekki rekið skrifstofu í 20 þúsund manna bæjarfélagi. Hún hefur þegar hætt viðskiptum við fyrirtækið og segir ákvörðun VÍS um að loka skrifstofum á landsbyggðinni vera mikil mistök. Mikil ónáægja hefur verið með ákvörðun Vátrygginafélags Íslands að sameina og loka útibuúm fyrirtækisins á landsbyggðinni. VÍS hyggst alls loka átta skrifstofum á næstunni. Sex þeirra verða sameinaðar öðrum en tveimur þjónustuskrifstofum alveg lokað, á Höfn og í Vestmannaeyjum. Eftir breytingarnar mun VÍS reka sex þjónustuskrifstofur; í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Sauðárkróki og Ísafirði. Fram kom í tilkynningu frá VIS að fyrirtækið hyggist þess í stað leggja aukna áherslu á stafrænar lausnir, til að mynda í gegnum síma og heimasíðu VÍS, sem fyrirtækið segir vera í takti við óskir viðskiptavina þeirra. Fjöldi einstaklinga og samtaka hafa lýst opinberlega yfir óánægju með þessa ákvörðun. Á föstudag samþykktu þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi að skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við VÍS. Þá lýsti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ákvörðuninni sem árás á landsbyggðina. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og íbúi í Reykjanesbæ, er ein þeirra sem hefur hætt að kaupa þjónust frá VíS eftir breytingarnar. „Þetta kom mér bara gríðarlega á óvart að þessi ákvörðun skuli hafa verið tekin af VÍS þar sem við búum hérna í einu stærsta sveitarfélagi landsins og hér eru náttúrulega fleiri sveitarfélög, þetta er rúmlega 20.000 manna samfélag þannig að ég átta mig ekki alveg á þessari ákvörðun,“ segir Silja Dögg. Hún segir ákvörðun fyrirtækisins vera mikil mistök. „Ástæðan fyrir því að maður fór í viðskipti við þetta fyrirtæki var að það væri skrifstofa hér, það væri gott starfsfólk sem væri gott að eiga samskipti við. Þetta er ekkert alltaf spurning um krónur og aura oft er þetta spurning um viðmót og góða þjónustu þannig að núna geri ég ráð fyrir því að þetta fyrirtæki muni missa stóran hluta viðskiptavina, allavega á Suðurnesjum og víðar, þeir eru náttúrulega að loka útibúum víðar á landinu, því miður. Þetta eru stór mistök að mínu mati hjá þeim,“ segir Silja Dögg. Ekki fengust viðbrögð frá VÍS þegar eftir því var leitað. Neytendur Tengdar fréttir Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00 Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54 Vilja Vestlendinga úr viðskiptum við VÍS Þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við Vátryggingafélag Íslands. 21. september 2018 15:56 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins furðar sig á því að VÍS geti ekki rekið skrifstofu í 20 þúsund manna bæjarfélagi. Hún hefur þegar hætt viðskiptum við fyrirtækið og segir ákvörðun VÍS um að loka skrifstofum á landsbyggðinni vera mikil mistök. Mikil ónáægja hefur verið með ákvörðun Vátrygginafélags Íslands að sameina og loka útibuúm fyrirtækisins á landsbyggðinni. VÍS hyggst alls loka átta skrifstofum á næstunni. Sex þeirra verða sameinaðar öðrum en tveimur þjónustuskrifstofum alveg lokað, á Höfn og í Vestmannaeyjum. Eftir breytingarnar mun VÍS reka sex þjónustuskrifstofur; í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Sauðárkróki og Ísafirði. Fram kom í tilkynningu frá VIS að fyrirtækið hyggist þess í stað leggja aukna áherslu á stafrænar lausnir, til að mynda í gegnum síma og heimasíðu VÍS, sem fyrirtækið segir vera í takti við óskir viðskiptavina þeirra. Fjöldi einstaklinga og samtaka hafa lýst opinberlega yfir óánægju með þessa ákvörðun. Á föstudag samþykktu þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi að skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við VÍS. Þá lýsti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ákvörðuninni sem árás á landsbyggðina. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og íbúi í Reykjanesbæ, er ein þeirra sem hefur hætt að kaupa þjónust frá VíS eftir breytingarnar. „Þetta kom mér bara gríðarlega á óvart að þessi ákvörðun skuli hafa verið tekin af VÍS þar sem við búum hérna í einu stærsta sveitarfélagi landsins og hér eru náttúrulega fleiri sveitarfélög, þetta er rúmlega 20.000 manna samfélag þannig að ég átta mig ekki alveg á þessari ákvörðun,“ segir Silja Dögg. Hún segir ákvörðun fyrirtækisins vera mikil mistök. „Ástæðan fyrir því að maður fór í viðskipti við þetta fyrirtæki var að það væri skrifstofa hér, það væri gott starfsfólk sem væri gott að eiga samskipti við. Þetta er ekkert alltaf spurning um krónur og aura oft er þetta spurning um viðmót og góða þjónustu þannig að núna geri ég ráð fyrir því að þetta fyrirtæki muni missa stóran hluta viðskiptavina, allavega á Suðurnesjum og víðar, þeir eru náttúrulega að loka útibúum víðar á landinu, því miður. Þetta eru stór mistök að mínu mati hjá þeim,“ segir Silja Dögg. Ekki fengust viðbrögð frá VÍS þegar eftir því var leitað.
Neytendur Tengdar fréttir Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00 Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54 Vilja Vestlendinga úr viðskiptum við VÍS Þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við Vátryggingafélag Íslands. 21. september 2018 15:56 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00
Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54
Vilja Vestlendinga úr viðskiptum við VÍS Þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við Vátryggingafélag Íslands. 21. september 2018 15:56