Skutu nágranna sinn til bana vegna deilna um rusl Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2018 15:15 Feðgarnir John Miller og Michael Miller hafa verið ákærðir í Texas fyrir að skjóta Aaron Howard, nágranna þeirra, til bana þann 1. september. Feðgarnir John Miller og Michael Miller hafa verið ákærðir í Texas fyrir að skjóta Aaron Howard, nágranna þeirra, til bana þann 1. september. Það gerðu þeir vegna deilna um rusl. Feðgarnir ganga nú lausir gegn tryggingu. Eiginkona Howard, Kara Box, ræddi við blaðamann Star-Telegram og lét hann fá myndband af skotárásinni sem hún tók upp á síma sinn.Hún segir Howard hafa hent dýnu í gám fyrir aftan hús þeirra nokkrum dögum áður en þann 1. september sáu þau að auð dýnan var komin inn á lóð þeirra. Howard fór því út og henti dýnunni aftur í gáminn. Skömmu seinna sáu þau John Miller taka dýnuna úr gámnum og henda henni inn á lóð þeirra hjóna. Box segir Howard hafa gengið upp að Miller og sagt honum að setja dýnuna aftur í gáminn. Hún segir Miller hafa orðið reiðan og hann hafi neitað. Því næst hafi hann dregið skammbyssu úr stuttbuxum sínum. Þá voru lítil börn í bakgarði hjónanna og Box segir Howard hafa orðið mjög reiðan og þeir hafi farið að rífast. Skömmu seinna hafi Michael Miller mætt með haglabyssu. Howard hótaði ítrekað að myrða feðgana, þó hann væri óvopnaður. „Þú dregur fram byssu fyrir framan börnin mín út af dýnu?“ spurði Howard. John Miller sagði ítrekað að ef Howard nálgist sig verði hann skotinn. Sem gerðist svo á endanum. Bæði John og Michael virðast hafa skotið Howard. Box segir að bróðir Howard hefði þá verið búinn að rétta honum hafnaboltakylfu en hann hefði hins vegar ekki reynt að sveifla henni. Myndböndin hér að neðan gætu vakið óhug áhorfenda. Box segir að í kjölfar þess að feðgarnir skutu Howard hafi þeir beint byssum sínum að henni og bróður Howard og þvingað þau til þess að leggjast á jörðina. Þau höfðu flutt í hús þeirra í apríl og höfðu aldrei áður rætt við nágranna sína í næsta húsi.Samkvæmt Washington Post segir lögreglan að minnst tvö skotanna hafi hæft Howard. Hann lést þegar verið var að flytja hann á sjúkrahús.Blaðamaður hringdi í John Miller sem vildi ekki tjá sig um málið. Hann sagðist telja það svo að um einkamál á milli sín og Texas væri að ræða. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Feðgarnir John Miller og Michael Miller hafa verið ákærðir í Texas fyrir að skjóta Aaron Howard, nágranna þeirra, til bana þann 1. september. Það gerðu þeir vegna deilna um rusl. Feðgarnir ganga nú lausir gegn tryggingu. Eiginkona Howard, Kara Box, ræddi við blaðamann Star-Telegram og lét hann fá myndband af skotárásinni sem hún tók upp á síma sinn.Hún segir Howard hafa hent dýnu í gám fyrir aftan hús þeirra nokkrum dögum áður en þann 1. september sáu þau að auð dýnan var komin inn á lóð þeirra. Howard fór því út og henti dýnunni aftur í gáminn. Skömmu seinna sáu þau John Miller taka dýnuna úr gámnum og henda henni inn á lóð þeirra hjóna. Box segir Howard hafa gengið upp að Miller og sagt honum að setja dýnuna aftur í gáminn. Hún segir Miller hafa orðið reiðan og hann hafi neitað. Því næst hafi hann dregið skammbyssu úr stuttbuxum sínum. Þá voru lítil börn í bakgarði hjónanna og Box segir Howard hafa orðið mjög reiðan og þeir hafi farið að rífast. Skömmu seinna hafi Michael Miller mætt með haglabyssu. Howard hótaði ítrekað að myrða feðgana, þó hann væri óvopnaður. „Þú dregur fram byssu fyrir framan börnin mín út af dýnu?“ spurði Howard. John Miller sagði ítrekað að ef Howard nálgist sig verði hann skotinn. Sem gerðist svo á endanum. Bæði John og Michael virðast hafa skotið Howard. Box segir að bróðir Howard hefði þá verið búinn að rétta honum hafnaboltakylfu en hann hefði hins vegar ekki reynt að sveifla henni. Myndböndin hér að neðan gætu vakið óhug áhorfenda. Box segir að í kjölfar þess að feðgarnir skutu Howard hafi þeir beint byssum sínum að henni og bróður Howard og þvingað þau til þess að leggjast á jörðina. Þau höfðu flutt í hús þeirra í apríl og höfðu aldrei áður rætt við nágranna sína í næsta húsi.Samkvæmt Washington Post segir lögreglan að minnst tvö skotanna hafi hæft Howard. Hann lést þegar verið var að flytja hann á sjúkrahús.Blaðamaður hringdi í John Miller sem vildi ekki tjá sig um málið. Hann sagðist telja það svo að um einkamál á milli sín og Texas væri að ræða.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira