Halldór segist hafa verið að grínast Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2018 14:51 Halldór Jónsson segist bara hafa verið að reyna að vera sniðugur í ábyrgðarlausu bloggi sínu. Hann biður Áslaugu Örnu afsökunar og kann Davíð Oddssyni litlar þakkir fyrir að hafa vakið athygli á pistlinum. Halldór Jónsson verkfræðingur, sem þekktur er í þröngum hópi fyrir oft afdráttarlausar bloggfærslur sínar, segist hafa verið að grínast í pistli sem náði uppá yfirborðið í gær. Vísir hefur sagt af efni pistilsins sem vakti verulega athygli en þar segir hann meðal annars af fremur grófum tilburðum pilta á dansæfingum í MR fyrir rúmri hálfri öld. Sem hann svo vildi bera við það að demókratar hundelti „dómara sem Trump vildi skipa í Hæstarétt Bandaríkjanna fyrir eitthvað sem hann gerði í æsku sinni fyrir margt löngu.“Líklega of stórkarlalegur í orðavali og karlagrobbi Þá þótti mörgum það skjóta skökku við að Morgunblaðið skyldi birta skrifin í þætti blaðsins sem heitir Staksteinar og gera þeim þannig hátt undir höfði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra en hún fordæmdi skrif Halldórs fortakslaust í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.Margir hafa deilt pistli Áslaugar Örnu en hún fordæmir skrif Halldórs Jónssonar fortakslaust.„Áslaug Arna hefur greinilega ekki húmor fyrir því ef ég reyni að gera að gamni mínu. Maður reynir að gera að gamni sínu en er líklega of stórkarlalegur í orðavali og karlagrobbi.“ Þannig hefst pistill Halldórs sem óvænt er orðinn einn þekktasti bloggari landsins. Hann vitnar í pistil Áslaugar, sem Halldór segir að stimpli sig sem versta dóna.Dansæfingarnar siðsamar í alla staði Halldór kann Davíð Oddssyni litlar þakkir fyrir að hafa birt pistil sinn í Staksteinum, hann hafi ekki verið spurður. Og enn síður minnist Halldór þess „að nokkurn tímann hafi komið upp eitthvað ofbeldismál stráka gagnvart stúlkum í minni skólatíð. Í þá daga gættu menn fyllstu háttvísi og virðingu og vissu að nei þýddi nei. Sá sem hefði sýndi einhvern ruddaskap hefði ekki sloppið vel frá slíku í skólasamfélaginu og alls ekki meðal strákanna.“ Halldór segir að dansæfingarnar hafi verið siðsamar í alla staði og að hann sækist ekki eftir pólitískum frama hjá Trump eða álíka sjálfstæðismönnum. „Enda var ég nú bara að reyna að vera sniðugur í ábyrgðarlausu bloggi mínu sem ég er víst ekki að smekk Áslaugar Örnu og þykir mér það miður að hafa stuðað hana svona sem var ekki meiningin.“ Fjölmiðlar MeToo Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ber dansæfingar í MR saman við nauðgunarmál í Bandaríkjunum Halldór Jónsson verkfræðingur og Sjálfstæðismaður rifjar upp gamla takta af dansgólfinu. 19. september 2018 11:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Halldór Jónsson verkfræðingur, sem þekktur er í þröngum hópi fyrir oft afdráttarlausar bloggfærslur sínar, segist hafa verið að grínast í pistli sem náði uppá yfirborðið í gær. Vísir hefur sagt af efni pistilsins sem vakti verulega athygli en þar segir hann meðal annars af fremur grófum tilburðum pilta á dansæfingum í MR fyrir rúmri hálfri öld. Sem hann svo vildi bera við það að demókratar hundelti „dómara sem Trump vildi skipa í Hæstarétt Bandaríkjanna fyrir eitthvað sem hann gerði í æsku sinni fyrir margt löngu.“Líklega of stórkarlalegur í orðavali og karlagrobbi Þá þótti mörgum það skjóta skökku við að Morgunblaðið skyldi birta skrifin í þætti blaðsins sem heitir Staksteinar og gera þeim þannig hátt undir höfði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra en hún fordæmdi skrif Halldórs fortakslaust í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.Margir hafa deilt pistli Áslaugar Örnu en hún fordæmir skrif Halldórs Jónssonar fortakslaust.„Áslaug Arna hefur greinilega ekki húmor fyrir því ef ég reyni að gera að gamni mínu. Maður reynir að gera að gamni sínu en er líklega of stórkarlalegur í orðavali og karlagrobbi.“ Þannig hefst pistill Halldórs sem óvænt er orðinn einn þekktasti bloggari landsins. Hann vitnar í pistil Áslaugar, sem Halldór segir að stimpli sig sem versta dóna.Dansæfingarnar siðsamar í alla staði Halldór kann Davíð Oddssyni litlar þakkir fyrir að hafa birt pistil sinn í Staksteinum, hann hafi ekki verið spurður. Og enn síður minnist Halldór þess „að nokkurn tímann hafi komið upp eitthvað ofbeldismál stráka gagnvart stúlkum í minni skólatíð. Í þá daga gættu menn fyllstu háttvísi og virðingu og vissu að nei þýddi nei. Sá sem hefði sýndi einhvern ruddaskap hefði ekki sloppið vel frá slíku í skólasamfélaginu og alls ekki meðal strákanna.“ Halldór segir að dansæfingarnar hafi verið siðsamar í alla staði og að hann sækist ekki eftir pólitískum frama hjá Trump eða álíka sjálfstæðismönnum. „Enda var ég nú bara að reyna að vera sniðugur í ábyrgðarlausu bloggi mínu sem ég er víst ekki að smekk Áslaugar Örnu og þykir mér það miður að hafa stuðað hana svona sem var ekki meiningin.“
Fjölmiðlar MeToo Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ber dansæfingar í MR saman við nauðgunarmál í Bandaríkjunum Halldór Jónsson verkfræðingur og Sjálfstæðismaður rifjar upp gamla takta af dansgólfinu. 19. september 2018 11:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Ber dansæfingar í MR saman við nauðgunarmál í Bandaríkjunum Halldór Jónsson verkfræðingur og Sjálfstæðismaður rifjar upp gamla takta af dansgólfinu. 19. september 2018 11:00