Borgarráð fylgist með á hliðarlínunni og fær skýrslu frá Brynhildi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2018 09:03 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og borgarfulltrúi Viðreisnar. vísir/vilhelm Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, kemur fyrir borgarráð í dag og skýrir frá stöðu mála er varðar viðkvæm starfsmannamál sem verið hafa í kastljósinu undanfarna viku. Stjórnin ákvað í gærkvöldi að fela Helgu Jónsdóttur að taka við stöðu forstjóra Orkuveitunnar næstu tvo mánuði á meðan Bjarni Bjarnason stígur til hliðar að eigin frumkvæði vegna úttektar innri endurskoðunar og óháðra sérfræðinga á starfsmannamálunum og vinnustaðamenningunni. „Í dag fáum við kynningu inn í borgarráð, kynningu á stöðu mála og hver eru næstu skref. Fáum til okkar stjórnarformann Orkuveitunnar. Síðan gerum við ráð fyrir að á næstum vikum fari af stað mjög öflug úttekt á þessu öllu saman. Við munum fylgjast með því af hliðarlínunni af því við erum ekki með beina aðkomu nema í gegnum stjórnina sem við berum traust til,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Hún segir mikla áherslu lagða á að m´laði verði unnið vel og stunduð öguð vinnubrögð. „Að vinnustaðamenning sé skoðuð því við þekkjum það að Reykjavíkurborg hefur haft mjög góða stefnu þegar kemur að jafnréttismálum og búið sér til ferla eftir #metoo sem vakti okkur svolítið aftur. En nú þurfum við líka að passa að það sé ekki nóg að vera með ferla og stefnur heldur þarf þetta líka að vera eðlilegur partur af fyrirtækjunum okkar. Við leggjum mikla áherslu á að jafnrétti sé virkt alls staðar, að menning sé góð og megum aldrei gleyma því að vinnustaðir okkar eru mannaðir jafnt af konum og körlum, almennt í atvinnulífinu. Þar á að vera umhverfi og menning fyrir alla.“ Fundurinn hófst í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan níu og reiknað er með að hann standi fram yfir hádegi. Um er að ræða hefðbundinn fund þar sem mál Orkuveitu Reykjavíkur verða á dagskrá ásamt fleiri málum. „Við höfum lagt áherslu á það undanfarið að manna okkar stjórnir út frá faglegum forsendum en ekki pólitískum. Og lagt áherslu á góða stjórnarhætti. Ég verð að segja það að ég er ánægð með það í dag að við erum með mjög öfluga stjórn sem hefur tekið af málinu af festu. Við fylgjumst með, vöktum þetta en gefum þeim líka frið til þess að vinna,“ segir Þórdís Lóa. Hún telur að þetta mál sé ákveðin uppvakning fyrir fólk í íslensku atvinnulífi. „Við verðum að passa að ganga alla leið. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við búum til starfsumhverfi þar sem fólki líður vel. Við erum með starfsfólk sem verður að hafa gott starfsumhverfi. Því verður að líða vel. Þannig vinnum við best. Þannig er besta framleiðnin. Þannig er besta þjónustan.“ Vinnustaðaumhverfi verður að vera gott. „Alveg sama hvað okkur finnst um hitt og þetta. Það hafa allir skoðanir á öllu og ég skil það. En hér erum vði atvinnurekendur og verðum að bera ábyrgð sem slík og passa að við breytum þessari menningu. Við erum með svo mörg dæmi um breytta menningu sem í dag eru svo eðlileg en fyrir kannski 20-30 árum síðan var það kannski ekki.“ Borgarstjórn MeToo Tengdar fréttir Stjórnin mætti endurskoða starf alltumlykjandi forstjóra Þörf er á töluverðum hrókeringum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur þegar Bjarni Bjarnason víkur tímabundið sem forstjóri. Hann hefur auk forstjórastarfsins aðkomu að stjórn fjögurra af fimm dótturfélögum OR. 20. september 2018 08:00 Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Stjórninni barst bréf frá lögmanni hennar í kvöld en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga uppsögn hennar til baka. 19. september 2018 21:55 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Sjá meira
Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, kemur fyrir borgarráð í dag og skýrir frá stöðu mála er varðar viðkvæm starfsmannamál sem verið hafa í kastljósinu undanfarna viku. Stjórnin ákvað í gærkvöldi að fela Helgu Jónsdóttur að taka við stöðu forstjóra Orkuveitunnar næstu tvo mánuði á meðan Bjarni Bjarnason stígur til hliðar að eigin frumkvæði vegna úttektar innri endurskoðunar og óháðra sérfræðinga á starfsmannamálunum og vinnustaðamenningunni. „Í dag fáum við kynningu inn í borgarráð, kynningu á stöðu mála og hver eru næstu skref. Fáum til okkar stjórnarformann Orkuveitunnar. Síðan gerum við ráð fyrir að á næstum vikum fari af stað mjög öflug úttekt á þessu öllu saman. Við munum fylgjast með því af hliðarlínunni af því við erum ekki með beina aðkomu nema í gegnum stjórnina sem við berum traust til,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Hún segir mikla áherslu lagða á að m´laði verði unnið vel og stunduð öguð vinnubrögð. „Að vinnustaðamenning sé skoðuð því við þekkjum það að Reykjavíkurborg hefur haft mjög góða stefnu þegar kemur að jafnréttismálum og búið sér til ferla eftir #metoo sem vakti okkur svolítið aftur. En nú þurfum við líka að passa að það sé ekki nóg að vera með ferla og stefnur heldur þarf þetta líka að vera eðlilegur partur af fyrirtækjunum okkar. Við leggjum mikla áherslu á að jafnrétti sé virkt alls staðar, að menning sé góð og megum aldrei gleyma því að vinnustaðir okkar eru mannaðir jafnt af konum og körlum, almennt í atvinnulífinu. Þar á að vera umhverfi og menning fyrir alla.“ Fundurinn hófst í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan níu og reiknað er með að hann standi fram yfir hádegi. Um er að ræða hefðbundinn fund þar sem mál Orkuveitu Reykjavíkur verða á dagskrá ásamt fleiri málum. „Við höfum lagt áherslu á það undanfarið að manna okkar stjórnir út frá faglegum forsendum en ekki pólitískum. Og lagt áherslu á góða stjórnarhætti. Ég verð að segja það að ég er ánægð með það í dag að við erum með mjög öfluga stjórn sem hefur tekið af málinu af festu. Við fylgjumst með, vöktum þetta en gefum þeim líka frið til þess að vinna,“ segir Þórdís Lóa. Hún telur að þetta mál sé ákveðin uppvakning fyrir fólk í íslensku atvinnulífi. „Við verðum að passa að ganga alla leið. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við búum til starfsumhverfi þar sem fólki líður vel. Við erum með starfsfólk sem verður að hafa gott starfsumhverfi. Því verður að líða vel. Þannig vinnum við best. Þannig er besta framleiðnin. Þannig er besta þjónustan.“ Vinnustaðaumhverfi verður að vera gott. „Alveg sama hvað okkur finnst um hitt og þetta. Það hafa allir skoðanir á öllu og ég skil það. En hér erum vði atvinnurekendur og verðum að bera ábyrgð sem slík og passa að við breytum þessari menningu. Við erum með svo mörg dæmi um breytta menningu sem í dag eru svo eðlileg en fyrir kannski 20-30 árum síðan var það kannski ekki.“
Borgarstjórn MeToo Tengdar fréttir Stjórnin mætti endurskoða starf alltumlykjandi forstjóra Þörf er á töluverðum hrókeringum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur þegar Bjarni Bjarnason víkur tímabundið sem forstjóri. Hann hefur auk forstjórastarfsins aðkomu að stjórn fjögurra af fimm dótturfélögum OR. 20. september 2018 08:00 Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Stjórninni barst bréf frá lögmanni hennar í kvöld en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga uppsögn hennar til baka. 19. september 2018 21:55 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Sjá meira
Stjórnin mætti endurskoða starf alltumlykjandi forstjóra Þörf er á töluverðum hrókeringum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur þegar Bjarni Bjarnason víkur tímabundið sem forstjóri. Hann hefur auk forstjórastarfsins aðkomu að stjórn fjögurra af fimm dótturfélögum OR. 20. september 2018 08:00
Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Stjórninni barst bréf frá lögmanni hennar í kvöld en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga uppsögn hennar til baka. 19. september 2018 21:55
Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00