Von á fimm frumvörpum um vernd tjáningarfrelsis og skyld mál Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2018 20:00 Forsætisráðherra boðar fimm frumvörp um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis og fleira því tengt á næstu vikum og mánuðum. Þar verður meðal annars kveðið á um að lögbannsbeiðnir á birtingu fjölmiðla fari fyrir dómstóla en ekki sýslumenn. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag rifjaði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata upp lögbann Sýslumannsins í Reykjavík á birtingu Stundarinnar á fréttum sem byggðu á gögnum frá Glitni um fjármál þáverandi fjármálaráðherra skömmu fyrir kosningar árið 2016. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur hafi síðan dæmt Stundinni í vil. Frá því Birgitta Jónsdóttir lagði fram þingsályktun um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis árið 2010, bólaði ekkert á frumvörpum þar að lútandi. En í tillögunni hafi meðal annars verið gert ráð fyrir að lögbannsbeiðnir á birtingu fjölmiðla færi ávalt fyrir dómara. „Telur ráðherrann að breyta þurfi lögum kyrrsetningu, lögbann og fleira til að koma í veg fyrir að tjáningarfrelsið á Íslandi bíði aftur þvílíkan skaða og hnekki eins og fyrir téðar alþingiskosningar,“ spurði Helgi Hrafn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði starfshóp í byrjun árs um þessi mál. „Og gaman er að segja háttvirtum þingmanni frá því að hann mun skila af sér fimm frumvörpum í lok þessarar viku og kynna þau þá. Þau verða þá sett inn á samráðsgátt stjórnarráðsins,“ sagði Katrín. Frumvörpin fjalli meðal annars um hýsingaraðila, gagnageymd, ærumeiðingar og stjórnsýslulög varðandi þagnarskyldu og tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna. Þá muni hópurinn skila frumvarpsdrögum á vorþingi um endurskoðun upplýsingalaga og laga um lögbann, en málin heyri undir nokkur ráðuneyti. “Þá er það mín skoðun að þeim þurfi að breyta. Að það sé eðlilegt að lögbann myndi fara beint til dómstóla. Það sé hin eðlilega leið fremur en til sýslumanns og þaðan til dómstóla eins og við höfum séð gerast,” segir Katrín Jakobsdóttir. Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Þurfa ekki að afhenda Glitnisgögn Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að Útgáfufélagi Stundinni og Reykjavik Media beri ekki að afhenda Glitni Holdco gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum. 21. mars 2018 16:43 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 „Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5. október 2018 16:20 Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Forsætisráðherra boðar fimm frumvörp um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis og fleira því tengt á næstu vikum og mánuðum. Þar verður meðal annars kveðið á um að lögbannsbeiðnir á birtingu fjölmiðla fari fyrir dómstóla en ekki sýslumenn. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag rifjaði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata upp lögbann Sýslumannsins í Reykjavík á birtingu Stundarinnar á fréttum sem byggðu á gögnum frá Glitni um fjármál þáverandi fjármálaráðherra skömmu fyrir kosningar árið 2016. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur hafi síðan dæmt Stundinni í vil. Frá því Birgitta Jónsdóttir lagði fram þingsályktun um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis árið 2010, bólaði ekkert á frumvörpum þar að lútandi. En í tillögunni hafi meðal annars verið gert ráð fyrir að lögbannsbeiðnir á birtingu fjölmiðla færi ávalt fyrir dómara. „Telur ráðherrann að breyta þurfi lögum kyrrsetningu, lögbann og fleira til að koma í veg fyrir að tjáningarfrelsið á Íslandi bíði aftur þvílíkan skaða og hnekki eins og fyrir téðar alþingiskosningar,“ spurði Helgi Hrafn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði starfshóp í byrjun árs um þessi mál. „Og gaman er að segja háttvirtum þingmanni frá því að hann mun skila af sér fimm frumvörpum í lok þessarar viku og kynna þau þá. Þau verða þá sett inn á samráðsgátt stjórnarráðsins,“ sagði Katrín. Frumvörpin fjalli meðal annars um hýsingaraðila, gagnageymd, ærumeiðingar og stjórnsýslulög varðandi þagnarskyldu og tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna. Þá muni hópurinn skila frumvarpsdrögum á vorþingi um endurskoðun upplýsingalaga og laga um lögbann, en málin heyri undir nokkur ráðuneyti. “Þá er það mín skoðun að þeim þurfi að breyta. Að það sé eðlilegt að lögbann myndi fara beint til dómstóla. Það sé hin eðlilega leið fremur en til sýslumanns og þaðan til dómstóla eins og við höfum séð gerast,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Þurfa ekki að afhenda Glitnisgögn Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að Útgáfufélagi Stundinni og Reykjavik Media beri ekki að afhenda Glitni Holdco gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum. 21. mars 2018 16:43 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 „Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5. október 2018 16:20 Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Þurfa ekki að afhenda Glitnisgögn Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að Útgáfufélagi Stundinni og Reykjavik Media beri ekki að afhenda Glitni Holdco gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum. 21. mars 2018 16:43
Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30
„Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5. október 2018 16:20
Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42