Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2018 13:11 Innflytjendur bíða í röð eftir því að sækja um hæli í Bandaríkjunum. AP/Gregory Bull Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. Börn hafa verið sett í fóstur til bandarískra fjölskylda eftir að foreldrar þeirra hafa verið fluttir þúsundir kílómetra í burtu. Mál þessi ná nokkur ár aftur í tímann. AP fréttaveitan hefur kafað í saumana á málinu en dómstólar loka gögnum þessara mála og alríkisstofnanir fylgjast ekki með fjölda barna sem hafa verið ættleidd. Þá er mikið ósamræmi eftir því í hvaða ríkjum Bandaríkjanna börn hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Blaðamönnum AP tókst þó að elta nokkur börn uppi og ræddu til dæmis við foreldra einnar stúlku.Í einu slíku tilviki, í ríkinu Missouri, höfðu bandarísk hjón ættleitt stúlku frá Gvatemala en móðir hennar hafði verið handsömuð og flutt aftur til heimalands síns. Móðirin stóð í sjö ára lagabaráttu og reyndi að fá dóttur sína aftur en án árangurs. Önnur móðir frá Gvatemala barðist í fimm ár fyrir því að fá börn sín til baka og kostaði það fúlgur fjár. Það tókst þó að lokum. Hundruð barna eru enn í haldi yfirvalda Bandaríkjanna, þó því sé haldið fram að hætt sé að aðskilja börn frá foreldrum sínum. Þá segja embættismenn að rúmlega hundruð þeirra verði hvorki sleppt né send aftur til foreldra sinna. Það hefur leitt til þess að mun líklegra er en áður að einhver þeirra barna verði ættleidd.Langt ferli endaði með sameiningu Araceli Ramos Bonilla flúði frá El Salvador í nóvember 2015 með dóttur sína Alexu. Hún flúði vegna ofbeldis sem hún hafði verið beitt af maka sínum og föður Alexu. Hún var handsömuð, aðskilin frá Alexu og send aftur til El Salvador. Að endingu tók það dómara í Michigan 28 mínútur að veita hjónunum Sherri og Kory Barr tímabundið forræði yfir Alexu. Þau hjón voru sannfærð um að Alexa hafði sætt ofbeldi og að slíkt myndi endurtaka sig ef hún yrði send aftur til móður sinnar. Með þrýstingi frá ríkisstjórn El Salvador og Facebook færslum móður Alexu, sem fóru víða um á netinu, var gripið inn í málið. Mánuði eftir að Barr-hjónin fengu forræði yfir Alexu úrskurðaði Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að dómurinn hefði veitt þeim forræði með ólögmætum hætti. Hún var send aftur til El Salvador og hefur hún verið þar í rúmt ár. Hún ræðir þó reglulega við Sherri og Kory Barr í síma.Uppskrift að hamförum Samtökin Refuggee Resettlement and Bethany Chhristian Services höfðu fært Alexu í fóstur hjá hjónunum en í samtali við AP vildi forstjóri samtakanna ekki tjá sig um mál hennar og sagði að fósturforeldrum væri ávalt tjáð að þau mættu ekki ættleiða börn farand- og flóttafólks. Hann viðurkenndi þó að á undanförnum áratugum hefðu minnst níu af þeim fimm hundruð börnum sem hefðu verið færð til samtakanna verið ættleidd af bandarískum fjölskyldum. Í öllum tilfellum hefði verið ákvarðað að ekki væri hægt að senda börnin til foreldra sinna vegna öryggis þeirra. John Sandweg, sem var yfirmaður innflytjendastofnunar Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama, óttast að fjölmörg börn muni aldrei sjá foreldra sína aftur. „Við erum með börnin í Bandaríkjunum og foreldrar þeirra eru í Mið-Ameríku, og nú þegar barnaverndarstofnanir eru komnar inn í spilið er þetta orðið uppskrift að hamförum,“ sagði Sandweg. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Gvatemala Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. Börn hafa verið sett í fóstur til bandarískra fjölskylda eftir að foreldrar þeirra hafa verið fluttir þúsundir kílómetra í burtu. Mál þessi ná nokkur ár aftur í tímann. AP fréttaveitan hefur kafað í saumana á málinu en dómstólar loka gögnum þessara mála og alríkisstofnanir fylgjast ekki með fjölda barna sem hafa verið ættleidd. Þá er mikið ósamræmi eftir því í hvaða ríkjum Bandaríkjanna börn hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Blaðamönnum AP tókst þó að elta nokkur börn uppi og ræddu til dæmis við foreldra einnar stúlku.Í einu slíku tilviki, í ríkinu Missouri, höfðu bandarísk hjón ættleitt stúlku frá Gvatemala en móðir hennar hafði verið handsömuð og flutt aftur til heimalands síns. Móðirin stóð í sjö ára lagabaráttu og reyndi að fá dóttur sína aftur en án árangurs. Önnur móðir frá Gvatemala barðist í fimm ár fyrir því að fá börn sín til baka og kostaði það fúlgur fjár. Það tókst þó að lokum. Hundruð barna eru enn í haldi yfirvalda Bandaríkjanna, þó því sé haldið fram að hætt sé að aðskilja börn frá foreldrum sínum. Þá segja embættismenn að rúmlega hundruð þeirra verði hvorki sleppt né send aftur til foreldra sinna. Það hefur leitt til þess að mun líklegra er en áður að einhver þeirra barna verði ættleidd.Langt ferli endaði með sameiningu Araceli Ramos Bonilla flúði frá El Salvador í nóvember 2015 með dóttur sína Alexu. Hún flúði vegna ofbeldis sem hún hafði verið beitt af maka sínum og föður Alexu. Hún var handsömuð, aðskilin frá Alexu og send aftur til El Salvador. Að endingu tók það dómara í Michigan 28 mínútur að veita hjónunum Sherri og Kory Barr tímabundið forræði yfir Alexu. Þau hjón voru sannfærð um að Alexa hafði sætt ofbeldi og að slíkt myndi endurtaka sig ef hún yrði send aftur til móður sinnar. Með þrýstingi frá ríkisstjórn El Salvador og Facebook færslum móður Alexu, sem fóru víða um á netinu, var gripið inn í málið. Mánuði eftir að Barr-hjónin fengu forræði yfir Alexu úrskurðaði Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að dómurinn hefði veitt þeim forræði með ólögmætum hætti. Hún var send aftur til El Salvador og hefur hún verið þar í rúmt ár. Hún ræðir þó reglulega við Sherri og Kory Barr í síma.Uppskrift að hamförum Samtökin Refuggee Resettlement and Bethany Chhristian Services höfðu fært Alexu í fóstur hjá hjónunum en í samtali við AP vildi forstjóri samtakanna ekki tjá sig um mál hennar og sagði að fósturforeldrum væri ávalt tjáð að þau mættu ekki ættleiða börn farand- og flóttafólks. Hann viðurkenndi þó að á undanförnum áratugum hefðu minnst níu af þeim fimm hundruð börnum sem hefðu verið færð til samtakanna verið ættleidd af bandarískum fjölskyldum. Í öllum tilfellum hefði verið ákvarðað að ekki væri hægt að senda börnin til foreldra sinna vegna öryggis þeirra. John Sandweg, sem var yfirmaður innflytjendastofnunar Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama, óttast að fjölmörg börn muni aldrei sjá foreldra sína aftur. „Við erum með börnin í Bandaríkjunum og foreldrar þeirra eru í Mið-Ameríku, og nú þegar barnaverndarstofnanir eru komnar inn í spilið er þetta orðið uppskrift að hamförum,“ sagði Sandweg.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Gvatemala Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent