Allir skipverjar voru komnir í flotgalla: Biðin eftir aðstoð var erfið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. október 2018 21:00 Sigmaður í áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sést hér síga niður um borð í Frosta ÞH-229 Landhelgisgæslan/Guðmundur Valdimarsson Tekist hefur að ná ljósavél togskipsins Frosta ÞH-229 í gang og unnið er að því að draga inn veiðarfæri skipsins en skipið var statt á veiðum 45 sjómílur vestnorðvestur af Straumnesi á Hornströndum um miðjan dag þegar eldur kom upp í vélarrúmi þess. Þegar var óskað aðstoðar Landhelgisgæslunnar, sem sendi tvær þyrlur af stað, TF-SYN og TF-GNÁ, auk varðskipsins Týs. Þá var björgunarskipið Gunnar Friðriksson sent á vettvang auk annarra skipa sem voru í grenndinni. Fréttastofa náði tali af Þorsteini Harðarsyni, skipstjóra á Frosta, en hann sagði að unnið væri að því að ná veiðarfærum skipsins inn. Hann sagði það hafa verið afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem komu upp í skipinu í dag og að biðin eftir aðstoð hafi verið löng. Skipverjum tókst að einangra eldinn í vélarrúmi með því að loka eldvarnarhurðum en þá var reykur kominn um allt skip, utan brúarinnar.Óskað var aðstoðar annars skipa sem voru nærri vettvangi. Frosti ÞH-229 sést hér fyrir miðjuLandhelgisgæslan/Guðmundur ValdimarssonÖryggisins vegna hafi allir skipverjar komið sér í flotgalla á meðan beðið væri aðstoðar og segir Þorsteinn að sú bið hafi verið erfið. Togarinn Sirrý kom fyrstur á vettvang en fyrri þyrla Langhelgisgæslunnar var komin yfir skipið um tveimur tímum eftir að neyðarkall barst. Áhöfn þyrlunnar tók einn úr tólf manna áhöfn skipsins og flaug með hann til Ísafjarðar, þar sem grunur lék á að hann hefði fengið reykeitrun. Aðrir í áhöfn skipsins eru óhultir. Þorsteinn sagði í samtali við fréttastofu að búið væri að slökkva allan eld sem var í vélarrúminu en erfitt væri að meta tjónið, sem líklega er þó bundið við aðalvél skipsins. Mikið sót er yfir öllu. Hann sagði ekkert skemmtilegt að lenda í aðstæðum sem þessum. Slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins reykræstu skipið og eru enn um borð, skipverjum til halds og trausts. Nú í kvöld var tekin ákvörðun um að skipið verði dregið til hafnar í Hafnarfirði. Áætlað er að siglingin taki um þrjátíu klukkustundir. Hornstrandir Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira
Tekist hefur að ná ljósavél togskipsins Frosta ÞH-229 í gang og unnið er að því að draga inn veiðarfæri skipsins en skipið var statt á veiðum 45 sjómílur vestnorðvestur af Straumnesi á Hornströndum um miðjan dag þegar eldur kom upp í vélarrúmi þess. Þegar var óskað aðstoðar Landhelgisgæslunnar, sem sendi tvær þyrlur af stað, TF-SYN og TF-GNÁ, auk varðskipsins Týs. Þá var björgunarskipið Gunnar Friðriksson sent á vettvang auk annarra skipa sem voru í grenndinni. Fréttastofa náði tali af Þorsteini Harðarsyni, skipstjóra á Frosta, en hann sagði að unnið væri að því að ná veiðarfærum skipsins inn. Hann sagði það hafa verið afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem komu upp í skipinu í dag og að biðin eftir aðstoð hafi verið löng. Skipverjum tókst að einangra eldinn í vélarrúmi með því að loka eldvarnarhurðum en þá var reykur kominn um allt skip, utan brúarinnar.Óskað var aðstoðar annars skipa sem voru nærri vettvangi. Frosti ÞH-229 sést hér fyrir miðjuLandhelgisgæslan/Guðmundur ValdimarssonÖryggisins vegna hafi allir skipverjar komið sér í flotgalla á meðan beðið væri aðstoðar og segir Þorsteinn að sú bið hafi verið erfið. Togarinn Sirrý kom fyrstur á vettvang en fyrri þyrla Langhelgisgæslunnar var komin yfir skipið um tveimur tímum eftir að neyðarkall barst. Áhöfn þyrlunnar tók einn úr tólf manna áhöfn skipsins og flaug með hann til Ísafjarðar, þar sem grunur lék á að hann hefði fengið reykeitrun. Aðrir í áhöfn skipsins eru óhultir. Þorsteinn sagði í samtali við fréttastofu að búið væri að slökkva allan eld sem var í vélarrúminu en erfitt væri að meta tjónið, sem líklega er þó bundið við aðalvél skipsins. Mikið sót er yfir öllu. Hann sagði ekkert skemmtilegt að lenda í aðstæðum sem þessum. Slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins reykræstu skipið og eru enn um borð, skipverjum til halds og trausts. Nú í kvöld var tekin ákvörðun um að skipið verði dregið til hafnar í Hafnarfirði. Áætlað er að siglingin taki um þrjátíu klukkustundir.
Hornstrandir Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira