Allir skipverjar voru komnir í flotgalla: Biðin eftir aðstoð var erfið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. október 2018 21:00 Sigmaður í áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sést hér síga niður um borð í Frosta ÞH-229 Landhelgisgæslan/Guðmundur Valdimarsson Tekist hefur að ná ljósavél togskipsins Frosta ÞH-229 í gang og unnið er að því að draga inn veiðarfæri skipsins en skipið var statt á veiðum 45 sjómílur vestnorðvestur af Straumnesi á Hornströndum um miðjan dag þegar eldur kom upp í vélarrúmi þess. Þegar var óskað aðstoðar Landhelgisgæslunnar, sem sendi tvær þyrlur af stað, TF-SYN og TF-GNÁ, auk varðskipsins Týs. Þá var björgunarskipið Gunnar Friðriksson sent á vettvang auk annarra skipa sem voru í grenndinni. Fréttastofa náði tali af Þorsteini Harðarsyni, skipstjóra á Frosta, en hann sagði að unnið væri að því að ná veiðarfærum skipsins inn. Hann sagði það hafa verið afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem komu upp í skipinu í dag og að biðin eftir aðstoð hafi verið löng. Skipverjum tókst að einangra eldinn í vélarrúmi með því að loka eldvarnarhurðum en þá var reykur kominn um allt skip, utan brúarinnar.Óskað var aðstoðar annars skipa sem voru nærri vettvangi. Frosti ÞH-229 sést hér fyrir miðjuLandhelgisgæslan/Guðmundur ValdimarssonÖryggisins vegna hafi allir skipverjar komið sér í flotgalla á meðan beðið væri aðstoðar og segir Þorsteinn að sú bið hafi verið erfið. Togarinn Sirrý kom fyrstur á vettvang en fyrri þyrla Langhelgisgæslunnar var komin yfir skipið um tveimur tímum eftir að neyðarkall barst. Áhöfn þyrlunnar tók einn úr tólf manna áhöfn skipsins og flaug með hann til Ísafjarðar, þar sem grunur lék á að hann hefði fengið reykeitrun. Aðrir í áhöfn skipsins eru óhultir. Þorsteinn sagði í samtali við fréttastofu að búið væri að slökkva allan eld sem var í vélarrúminu en erfitt væri að meta tjónið, sem líklega er þó bundið við aðalvél skipsins. Mikið sót er yfir öllu. Hann sagði ekkert skemmtilegt að lenda í aðstæðum sem þessum. Slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins reykræstu skipið og eru enn um borð, skipverjum til halds og trausts. Nú í kvöld var tekin ákvörðun um að skipið verði dregið til hafnar í Hafnarfirði. Áætlað er að siglingin taki um þrjátíu klukkustundir. Hornstrandir Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Tekist hefur að ná ljósavél togskipsins Frosta ÞH-229 í gang og unnið er að því að draga inn veiðarfæri skipsins en skipið var statt á veiðum 45 sjómílur vestnorðvestur af Straumnesi á Hornströndum um miðjan dag þegar eldur kom upp í vélarrúmi þess. Þegar var óskað aðstoðar Landhelgisgæslunnar, sem sendi tvær þyrlur af stað, TF-SYN og TF-GNÁ, auk varðskipsins Týs. Þá var björgunarskipið Gunnar Friðriksson sent á vettvang auk annarra skipa sem voru í grenndinni. Fréttastofa náði tali af Þorsteini Harðarsyni, skipstjóra á Frosta, en hann sagði að unnið væri að því að ná veiðarfærum skipsins inn. Hann sagði það hafa verið afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem komu upp í skipinu í dag og að biðin eftir aðstoð hafi verið löng. Skipverjum tókst að einangra eldinn í vélarrúmi með því að loka eldvarnarhurðum en þá var reykur kominn um allt skip, utan brúarinnar.Óskað var aðstoðar annars skipa sem voru nærri vettvangi. Frosti ÞH-229 sést hér fyrir miðjuLandhelgisgæslan/Guðmundur ValdimarssonÖryggisins vegna hafi allir skipverjar komið sér í flotgalla á meðan beðið væri aðstoðar og segir Þorsteinn að sú bið hafi verið erfið. Togarinn Sirrý kom fyrstur á vettvang en fyrri þyrla Langhelgisgæslunnar var komin yfir skipið um tveimur tímum eftir að neyðarkall barst. Áhöfn þyrlunnar tók einn úr tólf manna áhöfn skipsins og flaug með hann til Ísafjarðar, þar sem grunur lék á að hann hefði fengið reykeitrun. Aðrir í áhöfn skipsins eru óhultir. Þorsteinn sagði í samtali við fréttastofu að búið væri að slökkva allan eld sem var í vélarrúminu en erfitt væri að meta tjónið, sem líklega er þó bundið við aðalvél skipsins. Mikið sót er yfir öllu. Hann sagði ekkert skemmtilegt að lenda í aðstæðum sem þessum. Slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins reykræstu skipið og eru enn um borð, skipverjum til halds og trausts. Nú í kvöld var tekin ákvörðun um að skipið verði dregið til hafnar í Hafnarfirði. Áætlað er að siglingin taki um þrjátíu klukkustundir.
Hornstrandir Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira