SA bjóða í dans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. október 2018 06:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Aukið framboð húsnæðis, aukið hlutfall dagvinnulauna í heildarlaunum og upptaka „virks vinnutíma“ er meðal þess sem Samtök atvinnulífsins (SA) leggja áherslu á í komandi kjarasamningaviðræðum. Samtökin sendu viðsemjendum sínum bréf í gær þar sem útlistuð eru atriði sem þau telja mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins hugi að. Um áramótin renna núgildandi kjarasamningar SA og aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands (ASÍ) út en þeir ná til ríflega 100 þúsund starfsmanna á almennum vinnumarkaði. „Með þessu bréfi stíga SA skref til viðsemjenda sinna og bjóða þeim upp í dans með það að marki að bæta lífskjör almennings. Þau eru samsett úr fleiri þáttum en aðeins launahækkunum og við teljum að nú sé rétti tíminn til að beina sjónum okkar að þeim hlutum sem við teljum upp í bréfinu. Markmið okkar er að standa vörð um þann lífskjarabata sem við höfum náð fram á undanförnum árum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Í bréfinu er reifað hvernig launahækkanir undanfarin ár hafi haft neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs og við því þurfi að bregðast. Tryggja þurfi að verðbólga fari ekki á flug og að breytingar á launum nú verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. Lífskjör og starfsánægju megi bæta með öðru en eingöngu launahækkunum. Meðal þess sem nefnt er í því samhengi er aukið framboð á húsnæði bæði til leigu og eignar. Launahækkanir leysi þann vanda ekki og geti í raun haft þau áhrif að húsnæðisverð hækki. SA vill einnig skoða þann möguleika að breyta skilgreindu dagvinnutímabili, uppgjörstímabili yfirvinnu og álagsgreiðslum en hlutfall síðastnefndu þáttanna í heildarlaunum er með hæsta móti hér á landi. Þá vilja SA ræða breytt skipulag og sveigjanleika vinnutíma. „Það eru fleiri mál sem sameina atvinnurekendur og launþegahreyfinguna heldur en sundra. Við komum með þessi mál að borðinu og bjóðum verkalýðshreyfingunni að leggja fleiri mál í púkkið. Þegar þau hafa verið leyst þá er hægt að meta rýmið til breytinga á launum,“ segir Halldór og bætir því við að umrætt svigrúm sé afar takmarkað. Nokkur atriði á lista SA eru þess eðlis að aðkomu ríkis og sveitarfélaga gæti verið þörf á einhverjum stigum málsins. Halldór segir innihaldi bréfsins ekki beint til þeirra. „Þetta snýst um að ná sátt við verkalýðshreyfinguna. Kjarasamningar eru fyrst og fremst okkar á milli og þeim mun meira sem við getum leyst í sameiningu því betra,“ segir Halldór. „Það er mikil vinna fram undan en vonandi næst að afgreiða málið þannig að samningar taki strax við þegar núverandi samningar renna út.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Aukið framboð húsnæðis, aukið hlutfall dagvinnulauna í heildarlaunum og upptaka „virks vinnutíma“ er meðal þess sem Samtök atvinnulífsins (SA) leggja áherslu á í komandi kjarasamningaviðræðum. Samtökin sendu viðsemjendum sínum bréf í gær þar sem útlistuð eru atriði sem þau telja mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins hugi að. Um áramótin renna núgildandi kjarasamningar SA og aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands (ASÍ) út en þeir ná til ríflega 100 þúsund starfsmanna á almennum vinnumarkaði. „Með þessu bréfi stíga SA skref til viðsemjenda sinna og bjóða þeim upp í dans með það að marki að bæta lífskjör almennings. Þau eru samsett úr fleiri þáttum en aðeins launahækkunum og við teljum að nú sé rétti tíminn til að beina sjónum okkar að þeim hlutum sem við teljum upp í bréfinu. Markmið okkar er að standa vörð um þann lífskjarabata sem við höfum náð fram á undanförnum árum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Í bréfinu er reifað hvernig launahækkanir undanfarin ár hafi haft neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs og við því þurfi að bregðast. Tryggja þurfi að verðbólga fari ekki á flug og að breytingar á launum nú verði í samræmi við markmið um stöðugt verðlag og lækkun vaxta. Lífskjör og starfsánægju megi bæta með öðru en eingöngu launahækkunum. Meðal þess sem nefnt er í því samhengi er aukið framboð á húsnæði bæði til leigu og eignar. Launahækkanir leysi þann vanda ekki og geti í raun haft þau áhrif að húsnæðisverð hækki. SA vill einnig skoða þann möguleika að breyta skilgreindu dagvinnutímabili, uppgjörstímabili yfirvinnu og álagsgreiðslum en hlutfall síðastnefndu þáttanna í heildarlaunum er með hæsta móti hér á landi. Þá vilja SA ræða breytt skipulag og sveigjanleika vinnutíma. „Það eru fleiri mál sem sameina atvinnurekendur og launþegahreyfinguna heldur en sundra. Við komum með þessi mál að borðinu og bjóðum verkalýðshreyfingunni að leggja fleiri mál í púkkið. Þegar þau hafa verið leyst þá er hægt að meta rýmið til breytinga á launum,“ segir Halldór og bætir því við að umrætt svigrúm sé afar takmarkað. Nokkur atriði á lista SA eru þess eðlis að aðkomu ríkis og sveitarfélaga gæti verið þörf á einhverjum stigum málsins. Halldór segir innihaldi bréfsins ekki beint til þeirra. „Þetta snýst um að ná sátt við verkalýðshreyfinguna. Kjarasamningar eru fyrst og fremst okkar á milli og þeim mun meira sem við getum leyst í sameiningu því betra,“ segir Halldór. „Það er mikil vinna fram undan en vonandi næst að afgreiða málið þannig að samningar taki strax við þegar núverandi samningar renna út.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira