Veiking því einhverjir Íslendingar hafa komið sparnaði í skjól Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. október 2018 20:15 Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Íslenska krónan er búin að veikjast um tæplega tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Útlendingar hafa ekki misst trú á Íslandi heldur skýrist veikingin meðal annars af því að Íslendingar hafa fært krónueignir sínar í gjaldeyri að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. Gengisvísitala krónunnar er vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu. Hækkun vísitölunnar táknar lækkun á verðmæti krónunnar. Gengisvísitalan hefur hækkað um 10 prósent á síðustu þremur mánuðum. Hún stóð í 162,6 stigum hinn 18. júlí en var komin í 180 stig við lokun markaða í gær. Þetta þýðir að krónan hefur veikst um 10 prósent á þessu tímabili. Og á síðastliðnum mánuði hefur hún veikst um sjö og hálft prósent.Gengisvísitala krónunnar er vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu. Hækkun vísitölunnar táknar lækkun á verðmæti krónunnar. Gengisvísitalan hefur hækkað um 10 prósent á síðustu þremur mánuðum sem jafngildir samsvarandi lækkun krónunnar.Engin einhlít skýring Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að engin einhlít skýring sé á þessari veikingu krónunnar. Hún sé þó ekki afleiðing þess að útlendingar séu að missa trúna á Íslandi og flytja fjármuni úr landi. „Þetta skýrist ekki af óróa útlendinga heldur eru þetta frekar innlendir aðilar sem hafa verið að flytja hluta af sparnaðinum sínum í erlenda mynt. Áhugi erlendra aðila að koma inn á skuldabréfamarkaðinn er mikill en innflæðishöftin draga úr honum því þau flækja ferlið mikið,“ segir Daníel. Hann segir raunar að engin þörf sé á innflæðishöftunum eins og sakir standa en Seðlabankinn hafi greinilega meðvitað tekið ákvörðun um að afnema þau ekki eða slaka ekki á þeim en gjaldeyrisinnflæði af því tagi hefði án nokkurs vafa spornað við veikingunni. Daníel segir að ekkert í hagtölum skýri veikinguna á þessum tímapunkti. „Útflutningur er ennþá að vaxa og við erum frekar að sjá það hægi á innflutningi ef eitthvað er. Skýringin virðist frekar liggja í einhverri neikvæðni á markaðnum.“ Útstreymi á gjaldeyrisreikninga Íslendinga sé vísbending um að margir Íslendingar telji að teikn séu á lofti í hagkerfinu. „Þessi aukning á gjaldeyrisreikningum virðist svolítið ýta undir þá kenningu þar sem það var töluvert mikil neikvæð umræða um ferðaþjónustuna í kringum stöðu annars flugfélagsins. Það virðist vera búið að leysa úr því en þessi órói situr eftir og menn finna sér nýja ástæðu til að vera órólegir. Þá beinast augu manna að vinnumarkaðnum eftir að kröfur verkalýðsfélaga voru settar fram,“ segir Daníel. Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Íslenska krónan er búin að veikjast um tæplega tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Útlendingar hafa ekki misst trú á Íslandi heldur skýrist veikingin meðal annars af því að Íslendingar hafa fært krónueignir sínar í gjaldeyri að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. Gengisvísitala krónunnar er vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu. Hækkun vísitölunnar táknar lækkun á verðmæti krónunnar. Gengisvísitalan hefur hækkað um 10 prósent á síðustu þremur mánuðum. Hún stóð í 162,6 stigum hinn 18. júlí en var komin í 180 stig við lokun markaða í gær. Þetta þýðir að krónan hefur veikst um 10 prósent á þessu tímabili. Og á síðastliðnum mánuði hefur hún veikst um sjö og hálft prósent.Gengisvísitala krónunnar er vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu. Hækkun vísitölunnar táknar lækkun á verðmæti krónunnar. Gengisvísitalan hefur hækkað um 10 prósent á síðustu þremur mánuðum sem jafngildir samsvarandi lækkun krónunnar.Engin einhlít skýring Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að engin einhlít skýring sé á þessari veikingu krónunnar. Hún sé þó ekki afleiðing þess að útlendingar séu að missa trúna á Íslandi og flytja fjármuni úr landi. „Þetta skýrist ekki af óróa útlendinga heldur eru þetta frekar innlendir aðilar sem hafa verið að flytja hluta af sparnaðinum sínum í erlenda mynt. Áhugi erlendra aðila að koma inn á skuldabréfamarkaðinn er mikill en innflæðishöftin draga úr honum því þau flækja ferlið mikið,“ segir Daníel. Hann segir raunar að engin þörf sé á innflæðishöftunum eins og sakir standa en Seðlabankinn hafi greinilega meðvitað tekið ákvörðun um að afnema þau ekki eða slaka ekki á þeim en gjaldeyrisinnflæði af því tagi hefði án nokkurs vafa spornað við veikingunni. Daníel segir að ekkert í hagtölum skýri veikinguna á þessum tímapunkti. „Útflutningur er ennþá að vaxa og við erum frekar að sjá það hægi á innflutningi ef eitthvað er. Skýringin virðist frekar liggja í einhverri neikvæðni á markaðnum.“ Útstreymi á gjaldeyrisreikninga Íslendinga sé vísbending um að margir Íslendingar telji að teikn séu á lofti í hagkerfinu. „Þessi aukning á gjaldeyrisreikningum virðist svolítið ýta undir þá kenningu þar sem það var töluvert mikil neikvæð umræða um ferðaþjónustuna í kringum stöðu annars flugfélagsins. Það virðist vera búið að leysa úr því en þessi órói situr eftir og menn finna sér nýja ástæðu til að vera órólegir. Þá beinast augu manna að vinnumarkaðnum eftir að kröfur verkalýðsfélaga voru settar fram,“ segir Daníel.
Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira