Hæstiréttur ógilti sjálfskuldarábyrgð móður í prófmáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 18. október 2018 15:50 Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, sagði í samtali við fréttastofu í dag að starfsmenn sjóðsins myndu nú fara yfir niðurstöðu Hæstaréttar og skoða hvaða þýðingu hún hefði fyrir sjóðinn. vísir/hanna Hæstiréttur Íslands felld í dag úr gildi sjálfskuldarábyrgð móður vegna námslána dóttur hennar hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Það var niðurstaða Hæstaréttar að ógilda ætti sjálfskuldarábyrgðina á grundvelli ógildingarreglu 36. gr. samningalaga þar sem Lánasjóðurinn hafði látið hjá líða að framkvæma fullnægjandi greiðslumat áður en dóttirin tók lánið en hún var á vanskilaskrá. Um er að ræða prófmál en fimm dómarar dæmdu málinu og skilaði einn þeirra sératkvæði. Niðurstaða meirihluta Hæstaréttar er fordæmi í málum annarra lántaka hjá LÍN þar sem reynir á sjálfskuldarábyrgð við greiðslufall. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, sagði í samtali við fréttastofu í dag að starfsmenn sjóðsins myndu nú fara yfir niðurstöðu Hæstaréttar og skoða hvaða þýðingu hún hefði fyrir sjóðinn. Hún gat ekki svarað því að svo stöddu hvaða fjárhagslegu áhrif dómurinn myndi hafa á lánasjóðinn.Einn dómari við Hæstarétt skilaði sératkvæði í málinu.vísir/vilhelmVar á vanskilaskrá og gat ekki fengið lán vegna þess Í dómi Hæstaréttar kemur fram að í mars 2010 sendi dóttir konunnar umsókn til LÍN um námslán vegna fyrirhugaðs meistaranáms í viðskiptafræði. Ekki voru miklar upplýsingar um fjárhag og aðstæður dótturinnar í umsókninni en á meðal þess sem þó kom fram var að móðir hennar yrði umboðsmaður hennar gagnvart LÍN. Í maí 2010 ritaði LÍN bréf til móðurinnar sem umboðsmanns dótturinnar. Í bréfinu kom fram að þar sem nafn dótturinnar væri á tiltekinni vanskilaskrá væri að svo stöddu ekki unnt að veita henni námslán. „Bent var á að umsækjandi um lán í þessari aðstöðu ætti kost á að leita eftir undanþágu frá úthlutunarreglum að þessu leyti með því að leggja fram ábyrgð, sem áfrýjandi teldi viðunandi. Í tengslum við það sagði einnig: „Tekið skal fram að ábyrgðarmaður mun verða upplýstur um greiðslugetu þína skv. lögum nr. 32/2009. Þær upplýsingar verða í formi stöðu skv. vanskilaskrá“. Þetta ítrekaði áfrýjandi í öðru samsvarandi bréfi til stefndu 16. júlí 2010. Í málinu liggja ekki fyrir upplýsingar um hvað hafi nánar komið fram um [...] á vanskilaskrá, en áfrýjandi kveðst ekki varðveita gögn um slíkt með tilliti til persónuverndar,“ segir í dómi Hæstaréttar. Í framhaldinu hafi dóttirin sent bréf til LÍN þar sem hún grennslaðist fyrir um það hvort hún gæti fengið námslán, þrátt fyrir að vera á vanskilaskrá, ef hún skilaði inn nafni á ábyrgðarmanni. Tæpri viku síðar var henni svarað á þá leið að ef hún yrði komin af vanskilaskrá eða ef skráður hefði verið ábyrgðarmaður fyrir hana þá stæði henni til boða að taka lán. Síðar sama dag sendi dóttirin bréf til LÍN og sagði að móðir hennr yrði ábyrgðarmaður fyrir láninu.Lög um ábyrgðarmenn voru samþykkt á Alþingi árið 2009.vísir/vilhelmLÍN hafi ekki uppfyllt skyldu sína samkvæmt lögum um ábyrgðarmenn Að því er segir í dómi Hæstaréttar er ekki að finna heildstæðar upplýsingar í gögnum málsins um lánveitingar áfrýjanda til dótturinnar sem falla áttu undir skuldabréf hennar vegna lánsins. Þó liggja fyrir yfirlit um stöðu lánsins sem LÍN sendi móðurinni sem ábyrgðarmanni árlega frá 2012 til 2016. „Samkvæmt yfirliti 30. janúar 2012 var „upprunalegur höfuðstóll“ lánsins á þeim tíma 2.653.688 krónur, en í yfirliti 4. febrúar 2013 var sá höfuðstóll sagður nema 4.064.507 krónum. Var þess getið í báðum tilvikum að um væri að ræða „opið lán“, sem ætla verður að hafi merkt að María teldist ekki hafa lokið námi og skuldabréfið því ekki enn verið fyllt út að því er fjárhæð varðaði. Af yfirliti 13. febrúar 2014 virðist á hinn bóginn mega ráða að náminu hafi þá verið lokið og höfuðstóll skuldabréfsins orðinn 4.026.086 krónur með grunnvísitölu 398,2 stig, en lánið væri í vanskilum. Samkvæmt yfirlitum 23. febrúar 2015 og 29. mars 2016 var lánið í skilum á báðum dögum, en skuldin á þeim síðari sögð 3.872.789 krónur. Í málflutningi fyrir Hæstarétti kom fram að skuldin hafi nú verið í vanskilum frá hausti 2017 og gjaldfelld af þeim sökum,“ segir í dómi Hæstaréttar. Í niðurstöðukafla dómsins er vísað í það mat meirihluta Hæstaréttar að LÍN hafi ekki réttilega uppfyllt skyldu sína sem kveðið er á um í lögum um ábyrgðarmenn frá árinu 2009 þar sem segir að lánveitandi skuli „meta hæfi lántaka til að standa í skilum með lán þar sem ábyrgðarmaður gengst í ábyrgð til tryggingar efndum lántaka.“ Skal það greiðslumat byggt á viðurkenndum viðmiðum að því er segir í lögunum. Því er það niðurstaða meirihluta réttarins að sjálfskuldarábyrgð móðurinnar falli úr gildi, eins og áður segir, en dóminn í heild sinni má sjá hér. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Hæstiréttur Íslands felld í dag úr gildi sjálfskuldarábyrgð móður vegna námslána dóttur hennar hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Það var niðurstaða Hæstaréttar að ógilda ætti sjálfskuldarábyrgðina á grundvelli ógildingarreglu 36. gr. samningalaga þar sem Lánasjóðurinn hafði látið hjá líða að framkvæma fullnægjandi greiðslumat áður en dóttirin tók lánið en hún var á vanskilaskrá. Um er að ræða prófmál en fimm dómarar dæmdu málinu og skilaði einn þeirra sératkvæði. Niðurstaða meirihluta Hæstaréttar er fordæmi í málum annarra lántaka hjá LÍN þar sem reynir á sjálfskuldarábyrgð við greiðslufall. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, sagði í samtali við fréttastofu í dag að starfsmenn sjóðsins myndu nú fara yfir niðurstöðu Hæstaréttar og skoða hvaða þýðingu hún hefði fyrir sjóðinn. Hún gat ekki svarað því að svo stöddu hvaða fjárhagslegu áhrif dómurinn myndi hafa á lánasjóðinn.Einn dómari við Hæstarétt skilaði sératkvæði í málinu.vísir/vilhelmVar á vanskilaskrá og gat ekki fengið lán vegna þess Í dómi Hæstaréttar kemur fram að í mars 2010 sendi dóttir konunnar umsókn til LÍN um námslán vegna fyrirhugaðs meistaranáms í viðskiptafræði. Ekki voru miklar upplýsingar um fjárhag og aðstæður dótturinnar í umsókninni en á meðal þess sem þó kom fram var að móðir hennar yrði umboðsmaður hennar gagnvart LÍN. Í maí 2010 ritaði LÍN bréf til móðurinnar sem umboðsmanns dótturinnar. Í bréfinu kom fram að þar sem nafn dótturinnar væri á tiltekinni vanskilaskrá væri að svo stöddu ekki unnt að veita henni námslán. „Bent var á að umsækjandi um lán í þessari aðstöðu ætti kost á að leita eftir undanþágu frá úthlutunarreglum að þessu leyti með því að leggja fram ábyrgð, sem áfrýjandi teldi viðunandi. Í tengslum við það sagði einnig: „Tekið skal fram að ábyrgðarmaður mun verða upplýstur um greiðslugetu þína skv. lögum nr. 32/2009. Þær upplýsingar verða í formi stöðu skv. vanskilaskrá“. Þetta ítrekaði áfrýjandi í öðru samsvarandi bréfi til stefndu 16. júlí 2010. Í málinu liggja ekki fyrir upplýsingar um hvað hafi nánar komið fram um [...] á vanskilaskrá, en áfrýjandi kveðst ekki varðveita gögn um slíkt með tilliti til persónuverndar,“ segir í dómi Hæstaréttar. Í framhaldinu hafi dóttirin sent bréf til LÍN þar sem hún grennslaðist fyrir um það hvort hún gæti fengið námslán, þrátt fyrir að vera á vanskilaskrá, ef hún skilaði inn nafni á ábyrgðarmanni. Tæpri viku síðar var henni svarað á þá leið að ef hún yrði komin af vanskilaskrá eða ef skráður hefði verið ábyrgðarmaður fyrir hana þá stæði henni til boða að taka lán. Síðar sama dag sendi dóttirin bréf til LÍN og sagði að móðir hennr yrði ábyrgðarmaður fyrir láninu.Lög um ábyrgðarmenn voru samþykkt á Alþingi árið 2009.vísir/vilhelmLÍN hafi ekki uppfyllt skyldu sína samkvæmt lögum um ábyrgðarmenn Að því er segir í dómi Hæstaréttar er ekki að finna heildstæðar upplýsingar í gögnum málsins um lánveitingar áfrýjanda til dótturinnar sem falla áttu undir skuldabréf hennar vegna lánsins. Þó liggja fyrir yfirlit um stöðu lánsins sem LÍN sendi móðurinni sem ábyrgðarmanni árlega frá 2012 til 2016. „Samkvæmt yfirliti 30. janúar 2012 var „upprunalegur höfuðstóll“ lánsins á þeim tíma 2.653.688 krónur, en í yfirliti 4. febrúar 2013 var sá höfuðstóll sagður nema 4.064.507 krónum. Var þess getið í báðum tilvikum að um væri að ræða „opið lán“, sem ætla verður að hafi merkt að María teldist ekki hafa lokið námi og skuldabréfið því ekki enn verið fyllt út að því er fjárhæð varðaði. Af yfirliti 13. febrúar 2014 virðist á hinn bóginn mega ráða að náminu hafi þá verið lokið og höfuðstóll skuldabréfsins orðinn 4.026.086 krónur með grunnvísitölu 398,2 stig, en lánið væri í vanskilum. Samkvæmt yfirlitum 23. febrúar 2015 og 29. mars 2016 var lánið í skilum á báðum dögum, en skuldin á þeim síðari sögð 3.872.789 krónur. Í málflutningi fyrir Hæstarétti kom fram að skuldin hafi nú verið í vanskilum frá hausti 2017 og gjaldfelld af þeim sökum,“ segir í dómi Hæstaréttar. Í niðurstöðukafla dómsins er vísað í það mat meirihluta Hæstaréttar að LÍN hafi ekki réttilega uppfyllt skyldu sína sem kveðið er á um í lögum um ábyrgðarmenn frá árinu 2009 þar sem segir að lánveitandi skuli „meta hæfi lántaka til að standa í skilum með lán þar sem ábyrgðarmaður gengst í ábyrgð til tryggingar efndum lántaka.“ Skal það greiðslumat byggt á viðurkenndum viðmiðum að því er segir í lögunum. Því er það niðurstaða meirihluta réttarins að sjálfskuldarábyrgð móðurinnar falli úr gildi, eins og áður segir, en dóminn í heild sinni má sjá hér.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira