Að eiga erindi í framboð Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 18. október 2018 15:02 Framundan eru kosningar til formanns og stjórnar Neytendasamtakanna. Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir hversu mikilvægar kosningar þetta eru og hve mikil áhrif þær geta haft á framtíð okkar allra hér á Íslandi. Við gerum okkur flest grein fyrir að það hverjir veljast til valda á hinu pólitíska sviði og hjá verkalýðshreyfingunni, skipti okkur máli, en lítum algjörlega framhjá mikilvægi sterkra samtaka og samstöðu neytenda. Það er ekkert skrýtið. Neytendabarátta hefur verið í molum hér á landi og það hafa stjórnmálamenn sem og alls kyns fyrirtæki, stór og smá, getað nýtt sér og gengið á lagið. Við erum því ekki að átta okkur á því valdi sem við eigum að geta haft í krafti fjölda og samstöðu. Í þessari grein ætla ég ekki að fjalla um einstök málefni sem sterk Neytendasamtök þurfa að takast á við, okkur öllum til heilla, heldur stöðuna sem nú er uppi og kosningarnar sem framundan eru.Persónuleg barátta og erindi til ÖSEÉg hef núna barist fyrir réttindum neytenda á fjármálamarkaði í 10 ár. Sú barátta hefur tekið á sig ýmsar myndir á þessum árum, var fyrst persónuleg og vægast sagt eins og fálm í myrkri, en varð með tímanum stöðugt markvissari. Á meðan við hjónin börðumst „á eigin vegum“ funduðum við með ráðamönnum og leituðum leiða til lausna, ekki einungis fyrir okkur sjálf, því við tókum alls staðar fram að málið snerist ekki bara um okkur, það væru þúsundir í sömu stöðu og við. Við báðum þannig aldrei um persónuleg inngrip, en notuðum okkar mál til að sýna fram á lögleysuna og óréttlætið sem við, ásamt þúsundum annarra stóðum frammi fyrir. Haustið 2016 steig ég fyrst opinberlega fram á Facebook með sögu okkar hjóna og í kjölfarið á því höfðu margir samband við mig. Margar þær frásagnir voru þannig að ég grét yfir þeim og margir spurðu „getum við ekki gert eitthvað?“ Um það leiti var okkur bent á að til væri stofnun sem héti „Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu“ (ÖSE/ODIHR) sem ætti að fjalla um mannréttindabrot stjórnvalda gagnvart eigin þegnum, og hvort ekki væri reynandi að leita til hennar. Það varð úr að ég safnaði saman 24 manna hópi sem skrifaði undir erindið sem fór frá okkur í byrjun maí 2017. Í þetta fór mikil vinna og erindið er sennilega það viðamesta sem hefur verið unnið um „sögu og stöðu“ gengislánamálanna hér á landi þó ég segi sjálf frá. Til að gera langa sögu stutta þá er þessi stofnun, ÖSE, enn ein gagnslausa silkihúfustofnunin sem skrifræðisbáknum finnst svo gaman að skapa, því viðbrögð voru lítil og vægast sagt ófagleg. Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var skipuð framkvæmdastjóri mannréttindahluta þessarar stofnunar í ágúst 2017, átti ég í nokkrum bréfaskiptum við hana vegna þessa máls, þá orðin formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, en ekkert kom út úr því. Kannski er ekki rétt að segja „ekkert“, því við fengum þær merkilegu upplýsingar að ÖSE, sem á að „hjálpa“ ríkisstjórnum til að brjóta ekki lög og mannréttindi á þegnum sínum, hefur ekki leyfi til að stíga inn og „hjálpa“ þeim, nema ríkisstjórnirnar sjálfar, eða nefndir skipaðar af þeim sjálfum, biðji ÖSE um að hjálpa sér að brjóta ekki á mannréttindum almennings. Við þetta vinna víst um 180 manns sem hljóta að hafa mjög mikið að gera.Hvar hafa hinir frambjóðendurnir verið?Þetta sem hér var rakið er undanfari þess að ég varð formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Ég vaknaði ekki bara einn morguninn og fékk þá „góðu“ hugmynd að bjóða mig fram til stjórnar HH, ég hafði ekki einu sinni velt því fyrir mér, en þegar ég var beðin um að bjóða mig fram til stjórnar þá var það eðlilegt næsta skref. Það kom heldur ekki úr einhverju „tómi“ að nýkjörin stjórn HH kysi mig sem formann á sínum fyrsta stjórnarfundi, heldur kom það til vegna þeirrar baráttu sem ég hafði þegar háð. Ég fagna þeim gífurlega áhuga á neytendamálum sem sá fjöldi framboða til formanns og stjórnar Neytendasamtakanna er til vitnis um. En hann vekur jafnframt furðu mína auk þess að vekja mér smá ugg. Ég fagna, því vonandi er þessi áhugi til vitnis um að almenningur sé að vakna til vitundar um mikilvægi neytendaréttinda. Þessi áhugi vekur furðu mína, því ég hef ekki séð neitt af því fólk sem býður sig fram til formanns sýna neytendamálum nokkurn áhuga fyrr en núna. Hann vekur mér ugg, því ég má ekki til þess hugsa að Neytendasamtökin verði áfram óvirk í réttindabaráttu neytenda og vil taka skýrt fram að þau eru EKKI vettvangurinn til að „æfa sig“ á. Ég kom nokkuð sjóuð inn í Hagsmunasamtök heimilanna en hef samt oft þurft að taka á honum stóra mínum í þeim málum sem við höfum verið að berjast í og hef svo sannarlega styrkst og vaxið í gegnum þau verkefni. Ég hef, bæði persónulega og sem formaður HH, tekist á við erfiðustu andstæðinga neytendaverndar á Íslandi og staðið í lappirnar. Öll önnur verkefni verða léttari en þau sem ég hef þegar tekist á við. En hvar hafa hinir frambjóðendurnir til formanns Neytendasamtakanna verið á meðan ég hef staðið í öllu þessu? Hvar hafa þau verið að berjast í Neytendamálum á meðan 10.000 fjölskyldur voru bornar af heimilum sínum? Hvar hafa þau staðið gegn því að neytendaréttur væri þverbrotinn á almenningi með jafn skelfilegum afleiðingum og raun ber vitni? Hvenær og hvar hafa þau hafið upp raust sína, í ræðu eða riti, um neytendamál eða neytendarétt? Við sem höfum barist hefðum svo sannarlega getað nýtt krafta þeirra, en við höfum ALDREI séð til þeirra eða hlotið nokkurn stuðning frá þeim í óvæginni baráttu okkar við ofurefli fjármagnsins í landinu? Ég skora á meðframbjóðendur mína að leggja fram „ferilskrá“ sína í þessum málum og jafnframt hvet ég kjósendur Neytendasamtakanna til að kynna sér málin með því t.d. að googla frambjóðendur eða skoða facebook síður okkar allra. Þar sést nokkuð skýrt fyrir hvað hjörtu okkar slá.„Gallarnir“ við migÞað er tvennt sem „andstæðingar“ mínir hafa haldið gegn mér í þessari baráttu. #1 að ég sé formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og #2 að ég hafi skráð mig í Framsóknarflokkinn vorið 2018FramsóknarflokkurinnÉg ætla að byrja á að svara fyrir veru mína í Framsóknarflokknum. ------------------------------------------------Viðvörun: Hér verða nokkrir jákvæðir hlutir sagðir um Framsóknarflokkinn. Viðkvæmum er bent á að „spóla yfir“ þennan kafla yfir í kaflann um Hagsmunasamtök heimilanna. ------------------------------------------------ Ef 10 ára barátta hefur kennt mér eitthvað þá er það það að ákvarðanir eru teknar af stjórnmálamönnum. Mín afstaða er því sú að það sé heimskulegt að afþakka það að fara inn á völlinn og spila með þar sem ákvarðanir eru teknar og kjósa þess í stað að standa áfram á hliðarlínunni og reyna að ná athygli leikmanna með því að hrópa á þá þaðan. Það er hins vegar ekki spurning að maður verður „skítugri“ á því að spila með en maður verður á hliðarlínunni, þar sem maður hefur engin áhrif á gang leiksins. Ég þurfti því ekki langan umhugsunarfrest þegar ég var beðin um að taka sæti á lista Framsóknar í borgarstjórnarkosningunum í vor. Ég spurði samt tveggja spurninga: Sú fyrri var, „Eruð þið viss um að þið viljið mig eftir allt sem ég er búin að skrifa um spillinguna í „kerfinu“ og Hæstarétti?“ Svarið við þessu var „Já, þetta er það sem hinn almenni Framsóknarmaður hugsar.“ Ok, þetta kom mér á óvart en þá kom næsta spurning og hún snerist um hömlurnar sem tenging við flokk myndi hugsanlega setja mér. „Hvað gerist næst þegar ég vil gagnrýna Hæstarétt eða „kerfið“ því það er ekki spurning hvort það gerist, heldur hvenær, mynduð þið reyna að stoppa mig?“ Svarið við því var ákveðið „Nei“. Þegar þetta var komið á hreint, tók það mig ekki langan tíma að segja já. Ég gerði mér fulla grein fyrir göllunum og því að bara með þessari ákvörðun, þó ég væri ekki kominn inn á, væri strax komin á mig skítur af vellinum. En það skiptir mig engu máli, ég veit hvar ég stend og mín baráttumál eru mikið stærri en „ég“ sem persóna og ég ætla mér að gera það sem þarf til að sjá réttlæti ná fram að ganga á Íslandi. En hefur vera mín í Framsóknarflokknum skilað einhverju? Því er fljótsvarað, já hún hefur svo sannarlega gert það. Nú er það svo í öllu svona starfi og allri svona baráttu að það getur enginn einn eignað sér allt, því alltaf er um samspil margra þátt að ræða. Það hefur komið mér ánægjulega á óvart að ég hef ekki þurft að berjast fyrir mínum málum innan flokksins. Þvert á móti hef ég ekkert fundið þar nema skilning og vilja til að gera eitthvað í þessum málum. Að því sögðu ganga hlutirnir heldur hægt fyrir sig á hinu pólitíska sviði og óánægja mín yfir því hefur ekki farið fram hjá Framsóknarfólki, sem hefur þurft að hlusta á og lesa ýmislegt sem það hefði sloppið við, ef mér hefði ekki verið „hleypt inn í“ flokkinn. Þegar þannig er þýðir hins vegar ekkert að fara í fýlu og gefast upp, heldur halda bara áfram að hamra. Í síðustu viku var svo lögð fram beiðni um skýrslu til samþykktar á Alþingi um að félags- og jafnréttismálaráðherra standi að „Úttekt á stöðu ólíkra hópa fólks með tilliti til eigna-, tekju- og atvinnustöðu tíu árum eftir hrun“. Hún var lögð fram að frumkvæði Framsóknarmanna. Ég er bæði þeim og öðrum alþingismönnum sem að þessu stóðu, innilega þakklát fyrir framtakið, því þetta er stærsta skref sem tekið hefur verið á Alþingi í átt að viðurkenningu á því að illa hafi verið farið með heimilin á árunum eftir hrun og að það þurfi að rannsaka. Ég held samt að ég sé ekki að stela heiðri frá neinum þegar ég segi að þessi beiðni hefði ekki komið fram á þessum tímapunkti, hvað svo sem síðar hefði gerst, ef ég væri ekki í Framsóknarflokknum, með þann aðgang sem því fylgir og ég hef að fullu nýtt mér. Viku síðar kom yfirlýsing frá landsstjórn og þingflokki Framsóknarflokksins þar sem aðalmálið var afnám verðtryggingar á lánum heimilanna, eitt stærsta baráttumál Hagsmunasamtaka heimilanna. Hvort tveggja sem hér er nefnt er í samþykktum Framsóknarmanna þannig að vilji flokksins var svo sannarlega fyrir hendi. En það er sótt að þingmönnum úr öllum áttum og mörg mál mikilvæg, þannig að stundum þarf að „ýta“ svo góður vilji nái fram að ganga. Ég tel að vera mín inni á þessum „velli“ hafi svo sannarlega gert það, þó margir fleiri hafi komið að málum því þarna, eins og í öðrum liðum, skipta allir leikmenn máli. Ákvörðun mín um að ganga í Framsóknarflokkinn hefur því sýnt sig vera rétt ákvörðun og til framdráttar þeirri baráttu sem ég hef staðið í frá hruni. Þau sem sitja með mér í stjórn Hagsmunasamtakanna geta vottað það að ég hef ekki komið með Framsóknarflokkinn inn í Hagsmunasamtökin heldur þvert á móti gefið Hagsmunasamtökunum rödd inni í Framsóknarflokknum. Ég hvet því allt áhugafólk um neytendarétt og neytendabaráttu að gera slíkt hið sama, að ganga í þann flokk sem stendur hjarta þeirra næst og láta rödd réttlætis heyrast þar. Hinn fullkomni og vammlausi flokkur, sem svo margir leita að, er því miður ekki til nema hann sé „nýfæddur“. Hið pólitíska svið er eins og það er og við breytum ekki leiknum nema með því að taka þátt í honum og fá á okkur smá „skít“ í leiðinni.Formennska í Hagsmunasamtökum heimilannaSvo ótrúlegt sem það er, þá er því haldið gegn mér að vera formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Ákveðnir aðilar, með Gunnar Smára Egilsson fremstan í flokki, hafa haldið því fram að um „yfirtöku“ Hagsmunasamtakanna á Neytendasamtökunum sé að ræða, og best færi á því að ég héldi mig á mínum eigin bás, í stað þess að skapa mér pláss til að víkka út baráttu mína fyrir neytendavernd á Íslandi. Við skulum aðeins ræða þetta með „yfirtökuna“. Ég mótmæli því í fyrsta lagi harðlega að um „yfirtöku“ sé að ræða, en ef svo er, þá er ekki hægt að segja að um „fjandsamlega yfirtöku“ sé að ræða, heldur eins vinsamlega og hugsast getur. Því er ekki að neita að ég vil koma með kraft og afköst Hagsmunasamtakanna inn í Neytendasamtökin og í þeim tilgangi hafa nokkrir stjórnarmenn Hagsmunasamtakanna boðið sig fram í stjórn Neytendasamtakanna. Hagsmunasamtökin munu halda áfram sinni baráttu fyrir réttindum neytenda á fjármálamarkaði og munu, verði ég kjörin formaður Neytendasamtakanna, í fyrsta skipti njóta stuðnings þeirra í þessu mikilvægasta hagsmunamáli neytenda sem til er, því ekkert hefur jafn mikil áhrif á afkomu okkar og kjörin sem okkur bjóðast við fasteignakaup. Það verður að segjast að það eru ekki margir sem hafa komið að hagsmunabaráttu neytenda á undanförnum árum, sem ekki tengjast Hagsmunasamtökum heimilanna með einhverjum hætti. En við sem það höfum gert vitum hversu víða pottur er brotinn og „klæjar í puttana“ að nýta reynslu okkar til að takast á við tryggingafélögin, olíufélögin, lyfjafyrirtækin og fjarskiptafélögin svo nokkuð sé nefnt. Ásamt svo að sjálfsögðu að takast á við stjórnvöld sem oft á tíðum gleyma fyrir hverja þau eiga að vinna og hafa gífurleg áhrif á afkomu heimilanna með mis-gáfulegum aðgerðum sínum. Neytendur á Íslandi, almenningur, fá enga betri í þær orrustur en þá sem þegar hafa sannað sig í baráttunni. Það sendir engin herforingi óreynda hermenn í fremstu víglínu, nema hann sé að leita að fallbyssufóðri til að tefja málin á meðan „elítan“ fer sínu fram.Formaður gerir ekkert einnÉg óska eftir umboði til að leiða Neytendasamtökin inn í nýja tíma og endurnýjaða baráttu. Framboð mitt kemur ekki út úr einhverju „tómi“. Ég vaknaði ekki einn morguninn og ákvað að þetta væri góður vettvangur að prófa sig áfram á, heldur er þetta skref eðlilegt framhald af þeim skrefum sem ég hef tekið í baráttunni hingað til, frá þeim stað sem sú barátta hefur leitt mig á. Ég get vísað í störf mín fyrir Hagsmunasamtök heimilanna sem og greinarskrif um málefni neytenda á fjármálamarkaði til marks um að ég er óhrædd við að berjast við sterkustu öfl samfélagsins, og það er nákvæmlega þar sem mestrar baráttu er þörf og hana getum við unnið ef við sameinumst. Formaður gerir hins vegar ekkert einn, með sér þarf hann öflugt fólk í stjórn og það er ekki nóg að neytendur „rísi upp“ þó það sé gott og gilt, því eftir „upprisuna“ þurfa þeir úthald til „að standa“ og það er ekki öllum gefið. Það eru 38 manns sem bjóða fram krafta sína í 12 manna stjórn, framboðið er því mun meira en eftirspurnin og fleiri sem munu sitja eftir en þeir sem komast inn. Ég þekki bara lítið brot af þessu ágæta fólki, mismikið þó, og get eingöngu mælt með þeim sem ég þekki, án þess ég vilji með því halla á aðra frambjóðendur. Meðal þeirra sem bjóða sig fram og ég mæli eindregið með, eru nokkrir sem komið hafa að stjórn HH. Ég þekki óbilandi baráttuþrek þeirra og veit að þeir munu standa í gegnum alla þá storma sem á okkur munu skella, auk þess sem þekking þeirra og reynsla munu nýtast vel í hverju því sem mætir okkur. En auk þeirra nefni ég nokkra aðra, en það eru þeir einu sem ég hef einhverjar forsendur til að „meta“ með fullri og mikilli virðingu fyrir öllum öðrum frambjóðendum. Samhent stjórn skiptir öllu máli í þeirri baráttu sem framundan er og hér eru þeir sem ég treysti mér til að mæla með, án þess þó að halla á aðra frambjóðendur: --------------------------------Björn Arnarsson Björn hefur staðið í baráttu í mörg ár og lýsti henni að nokkru leiti í þætti Lóu Pind „Nýja Ísland“ um daginn. Hann hefur í sinni baráttu safnað mikilli þekkingu, er haldinn óbilandi bjartsýni og hefur alltaf eitthvað til málanna að leggja. Er í stjórn HH.Einar Valur Ingimundarson Einar Valur er verkfræðingur og ráðgjafi í umhverfisverkfræði frá Oxford, en auk þess er hann mikill baráttujaxl sem hefur aldeilis upplifað á eigin skinni hvernig fer þegar neytendaréttur er fótum troðin. Hann hefur lýst baráttu sinni í fjölmiðlum og er einn af þeim sem hefur varið sig sjálfur fyrir dómi í máli gegn Landsbankanum. Er í stjórn HH.Guðrún Þórarinsdóttir Mér fannst ánægjulegt að sjá nafn Guðrúnar á listanum því við erum gamlar skólasystur. Hún hefur verið félagi Neytendasamtökunum í mörg ár og bauð sig fram því hana langar til leggja sitt af mörkum til að efla þau. Hún hefur víðtæka reynslu af félagsstörfum og stjórnarsetum, auk þess að reka bókhaldsþjónustu.Hafþór Ólafsson Hafþór er eiginmaður minn. Við höfum náttúrulega staðið saman í þessari baráttu frá upphafi og værum hvorugt þar sem við erum án hins. Haffi er algjörlega ómetanlegur þegar kemur að því að greina hluti og standa á því sem rétt er. Er í stjórn HH.Pálmey Gísladóttir Mikil baráttukona fyrir réttlæti sem hefur komið víða við. Hún hefur brennandi áhuga á neytendamálum og var ein af þeim sem bauð sig fram til formanns Neytendasamtakanna 2016. Hún er í stjórn Styrktar- og sjúkraráðs SFR og hefur átt sæti í stjórn og trúnaðarráði VR.Jóhann Rúnar Sigurðsson Verkalýðsleiðtogi að norðan en hann hefur verið Formaður félags járniðnaðarmanna á Akureyri frá 2012. Hann er mikill reynslubolti og ég get sagt það eftir kynni mín af honum að hann sé „rödd skynseminnar“ þegar leikar æsast og væri fengur fyrir Neytendasamtökin. Er í stjórn HH.Ragnar Unnarsson Hefur víða látið til sín taka, m.a. hjá Hraunvinum, Samtökum lífrænna neytenda og Hagsmunasamtökum heimilanna, auk þess sem hann er nú þegar í stjórn Neytendasamtakanna. Hann býr þannig yfir víðtækri þekkingu og reynslu og er einn af þeim sem gefst aldrei upp. Er í stjórn HH.Snæbjörn Brynjarsson Ég þekki Snæbjörn ekki mikið hef bara hitt hann í tengslum við þessa baráttu, en líst mjög vel á hann og málflutning hans. Hann hefur mikinn áhuga á að því að vernda friðhelgi neytenda á netinu og í öllu því sem þar er á seyði og ég tel að þetta sé rödd sem verði að heyrast innan stjórnar Neytendasamtakanna og að hún þurfi að að vera vakandi fyrir þessum málaflokki.Þórey Anna Matthíasdóttir Reynslubolti í félagsmálum sem hefur komið víða við í 30 ár. Hún sat m.a. sem formaður Ábyrgðasjóðs Launa í 4 ár eftir hrun og er settur formaður þar núna, auk þess sem hún situr í menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar, og er i trúnaðarráði Leiðsagnarfélags Leiðsögumanna og gjaldkeri stjórnar Landvarðafélags Íslands. Þetta er ekki tæmandi listi, en ljóst er að það væri fengur af henni í stjórn NS.Vilhjálmur Bjarnason (ekki fjárfestir)Síðast en síst, Vilhjálmur, fyrrverandi formaður HH og núverandi varaformaður HH. Það eru fáir sem hafa staðið jafn vel og lengi í baráttu fyrir neytendur. Þekking hans og reynsla er ómetanleg og að öðrum ólöstuðum, er enginn sem ég vil frekar hafa með mér á erfiða fundi eða þegar barátta harðnar og hugsa þarf nýjar leiðir. Er í stjórn HH. --------------------------------- Ég ítreka að það er mikið af góðu fólki að bjóða sig fram sem ég hef ekki haft tök á að kynnast. Þeim sem hér eru nefndir hef ég kynnst, sumum mjög vel en öðrum minna, og veit því hvers ég get vænst af þeim og það skiptir máli í þeim verkefnum sem framundan eru. Að lokum, skráningu í félagið og á þingið auk greiðslu félagsgjalds lýkur á laugardaginn, þann 20. október. Ég hvet þig til að skrá þig í samtökin OG á þingið til að hafa áhrif á stöðu neytenda, sem erum við öll, á Íslandi til næstu ára. Kærar þakkir til ykkar sem lásuð hingað,Ásthildur Lóa Þórsdóttirkennari og formaður Hagsmunsamtaka heimilanna ásamt því að vera frambjóðandi til formanns Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Framundan eru kosningar til formanns og stjórnar Neytendasamtakanna. Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir hversu mikilvægar kosningar þetta eru og hve mikil áhrif þær geta haft á framtíð okkar allra hér á Íslandi. Við gerum okkur flest grein fyrir að það hverjir veljast til valda á hinu pólitíska sviði og hjá verkalýðshreyfingunni, skipti okkur máli, en lítum algjörlega framhjá mikilvægi sterkra samtaka og samstöðu neytenda. Það er ekkert skrýtið. Neytendabarátta hefur verið í molum hér á landi og það hafa stjórnmálamenn sem og alls kyns fyrirtæki, stór og smá, getað nýtt sér og gengið á lagið. Við erum því ekki að átta okkur á því valdi sem við eigum að geta haft í krafti fjölda og samstöðu. Í þessari grein ætla ég ekki að fjalla um einstök málefni sem sterk Neytendasamtök þurfa að takast á við, okkur öllum til heilla, heldur stöðuna sem nú er uppi og kosningarnar sem framundan eru.Persónuleg barátta og erindi til ÖSEÉg hef núna barist fyrir réttindum neytenda á fjármálamarkaði í 10 ár. Sú barátta hefur tekið á sig ýmsar myndir á þessum árum, var fyrst persónuleg og vægast sagt eins og fálm í myrkri, en varð með tímanum stöðugt markvissari. Á meðan við hjónin börðumst „á eigin vegum“ funduðum við með ráðamönnum og leituðum leiða til lausna, ekki einungis fyrir okkur sjálf, því við tókum alls staðar fram að málið snerist ekki bara um okkur, það væru þúsundir í sömu stöðu og við. Við báðum þannig aldrei um persónuleg inngrip, en notuðum okkar mál til að sýna fram á lögleysuna og óréttlætið sem við, ásamt þúsundum annarra stóðum frammi fyrir. Haustið 2016 steig ég fyrst opinberlega fram á Facebook með sögu okkar hjóna og í kjölfarið á því höfðu margir samband við mig. Margar þær frásagnir voru þannig að ég grét yfir þeim og margir spurðu „getum við ekki gert eitthvað?“ Um það leiti var okkur bent á að til væri stofnun sem héti „Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu“ (ÖSE/ODIHR) sem ætti að fjalla um mannréttindabrot stjórnvalda gagnvart eigin þegnum, og hvort ekki væri reynandi að leita til hennar. Það varð úr að ég safnaði saman 24 manna hópi sem skrifaði undir erindið sem fór frá okkur í byrjun maí 2017. Í þetta fór mikil vinna og erindið er sennilega það viðamesta sem hefur verið unnið um „sögu og stöðu“ gengislánamálanna hér á landi þó ég segi sjálf frá. Til að gera langa sögu stutta þá er þessi stofnun, ÖSE, enn ein gagnslausa silkihúfustofnunin sem skrifræðisbáknum finnst svo gaman að skapa, því viðbrögð voru lítil og vægast sagt ófagleg. Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var skipuð framkvæmdastjóri mannréttindahluta þessarar stofnunar í ágúst 2017, átti ég í nokkrum bréfaskiptum við hana vegna þessa máls, þá orðin formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, en ekkert kom út úr því. Kannski er ekki rétt að segja „ekkert“, því við fengum þær merkilegu upplýsingar að ÖSE, sem á að „hjálpa“ ríkisstjórnum til að brjóta ekki lög og mannréttindi á þegnum sínum, hefur ekki leyfi til að stíga inn og „hjálpa“ þeim, nema ríkisstjórnirnar sjálfar, eða nefndir skipaðar af þeim sjálfum, biðji ÖSE um að hjálpa sér að brjóta ekki á mannréttindum almennings. Við þetta vinna víst um 180 manns sem hljóta að hafa mjög mikið að gera.Hvar hafa hinir frambjóðendurnir verið?Þetta sem hér var rakið er undanfari þess að ég varð formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Ég vaknaði ekki bara einn morguninn og fékk þá „góðu“ hugmynd að bjóða mig fram til stjórnar HH, ég hafði ekki einu sinni velt því fyrir mér, en þegar ég var beðin um að bjóða mig fram til stjórnar þá var það eðlilegt næsta skref. Það kom heldur ekki úr einhverju „tómi“ að nýkjörin stjórn HH kysi mig sem formann á sínum fyrsta stjórnarfundi, heldur kom það til vegna þeirrar baráttu sem ég hafði þegar háð. Ég fagna þeim gífurlega áhuga á neytendamálum sem sá fjöldi framboða til formanns og stjórnar Neytendasamtakanna er til vitnis um. En hann vekur jafnframt furðu mína auk þess að vekja mér smá ugg. Ég fagna, því vonandi er þessi áhugi til vitnis um að almenningur sé að vakna til vitundar um mikilvægi neytendaréttinda. Þessi áhugi vekur furðu mína, því ég hef ekki séð neitt af því fólk sem býður sig fram til formanns sýna neytendamálum nokkurn áhuga fyrr en núna. Hann vekur mér ugg, því ég má ekki til þess hugsa að Neytendasamtökin verði áfram óvirk í réttindabaráttu neytenda og vil taka skýrt fram að þau eru EKKI vettvangurinn til að „æfa sig“ á. Ég kom nokkuð sjóuð inn í Hagsmunasamtök heimilanna en hef samt oft þurft að taka á honum stóra mínum í þeim málum sem við höfum verið að berjast í og hef svo sannarlega styrkst og vaxið í gegnum þau verkefni. Ég hef, bæði persónulega og sem formaður HH, tekist á við erfiðustu andstæðinga neytendaverndar á Íslandi og staðið í lappirnar. Öll önnur verkefni verða léttari en þau sem ég hef þegar tekist á við. En hvar hafa hinir frambjóðendurnir til formanns Neytendasamtakanna verið á meðan ég hef staðið í öllu þessu? Hvar hafa þau verið að berjast í Neytendamálum á meðan 10.000 fjölskyldur voru bornar af heimilum sínum? Hvar hafa þau staðið gegn því að neytendaréttur væri þverbrotinn á almenningi með jafn skelfilegum afleiðingum og raun ber vitni? Hvenær og hvar hafa þau hafið upp raust sína, í ræðu eða riti, um neytendamál eða neytendarétt? Við sem höfum barist hefðum svo sannarlega getað nýtt krafta þeirra, en við höfum ALDREI séð til þeirra eða hlotið nokkurn stuðning frá þeim í óvæginni baráttu okkar við ofurefli fjármagnsins í landinu? Ég skora á meðframbjóðendur mína að leggja fram „ferilskrá“ sína í þessum málum og jafnframt hvet ég kjósendur Neytendasamtakanna til að kynna sér málin með því t.d. að googla frambjóðendur eða skoða facebook síður okkar allra. Þar sést nokkuð skýrt fyrir hvað hjörtu okkar slá.„Gallarnir“ við migÞað er tvennt sem „andstæðingar“ mínir hafa haldið gegn mér í þessari baráttu. #1 að ég sé formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og #2 að ég hafi skráð mig í Framsóknarflokkinn vorið 2018FramsóknarflokkurinnÉg ætla að byrja á að svara fyrir veru mína í Framsóknarflokknum. ------------------------------------------------Viðvörun: Hér verða nokkrir jákvæðir hlutir sagðir um Framsóknarflokkinn. Viðkvæmum er bent á að „spóla yfir“ þennan kafla yfir í kaflann um Hagsmunasamtök heimilanna. ------------------------------------------------ Ef 10 ára barátta hefur kennt mér eitthvað þá er það það að ákvarðanir eru teknar af stjórnmálamönnum. Mín afstaða er því sú að það sé heimskulegt að afþakka það að fara inn á völlinn og spila með þar sem ákvarðanir eru teknar og kjósa þess í stað að standa áfram á hliðarlínunni og reyna að ná athygli leikmanna með því að hrópa á þá þaðan. Það er hins vegar ekki spurning að maður verður „skítugri“ á því að spila með en maður verður á hliðarlínunni, þar sem maður hefur engin áhrif á gang leiksins. Ég þurfti því ekki langan umhugsunarfrest þegar ég var beðin um að taka sæti á lista Framsóknar í borgarstjórnarkosningunum í vor. Ég spurði samt tveggja spurninga: Sú fyrri var, „Eruð þið viss um að þið viljið mig eftir allt sem ég er búin að skrifa um spillinguna í „kerfinu“ og Hæstarétti?“ Svarið við þessu var „Já, þetta er það sem hinn almenni Framsóknarmaður hugsar.“ Ok, þetta kom mér á óvart en þá kom næsta spurning og hún snerist um hömlurnar sem tenging við flokk myndi hugsanlega setja mér. „Hvað gerist næst þegar ég vil gagnrýna Hæstarétt eða „kerfið“ því það er ekki spurning hvort það gerist, heldur hvenær, mynduð þið reyna að stoppa mig?“ Svarið við því var ákveðið „Nei“. Þegar þetta var komið á hreint, tók það mig ekki langan tíma að segja já. Ég gerði mér fulla grein fyrir göllunum og því að bara með þessari ákvörðun, þó ég væri ekki kominn inn á, væri strax komin á mig skítur af vellinum. En það skiptir mig engu máli, ég veit hvar ég stend og mín baráttumál eru mikið stærri en „ég“ sem persóna og ég ætla mér að gera það sem þarf til að sjá réttlæti ná fram að ganga á Íslandi. En hefur vera mín í Framsóknarflokknum skilað einhverju? Því er fljótsvarað, já hún hefur svo sannarlega gert það. Nú er það svo í öllu svona starfi og allri svona baráttu að það getur enginn einn eignað sér allt, því alltaf er um samspil margra þátt að ræða. Það hefur komið mér ánægjulega á óvart að ég hef ekki þurft að berjast fyrir mínum málum innan flokksins. Þvert á móti hef ég ekkert fundið þar nema skilning og vilja til að gera eitthvað í þessum málum. Að því sögðu ganga hlutirnir heldur hægt fyrir sig á hinu pólitíska sviði og óánægja mín yfir því hefur ekki farið fram hjá Framsóknarfólki, sem hefur þurft að hlusta á og lesa ýmislegt sem það hefði sloppið við, ef mér hefði ekki verið „hleypt inn í“ flokkinn. Þegar þannig er þýðir hins vegar ekkert að fara í fýlu og gefast upp, heldur halda bara áfram að hamra. Í síðustu viku var svo lögð fram beiðni um skýrslu til samþykktar á Alþingi um að félags- og jafnréttismálaráðherra standi að „Úttekt á stöðu ólíkra hópa fólks með tilliti til eigna-, tekju- og atvinnustöðu tíu árum eftir hrun“. Hún var lögð fram að frumkvæði Framsóknarmanna. Ég er bæði þeim og öðrum alþingismönnum sem að þessu stóðu, innilega þakklát fyrir framtakið, því þetta er stærsta skref sem tekið hefur verið á Alþingi í átt að viðurkenningu á því að illa hafi verið farið með heimilin á árunum eftir hrun og að það þurfi að rannsaka. Ég held samt að ég sé ekki að stela heiðri frá neinum þegar ég segi að þessi beiðni hefði ekki komið fram á þessum tímapunkti, hvað svo sem síðar hefði gerst, ef ég væri ekki í Framsóknarflokknum, með þann aðgang sem því fylgir og ég hef að fullu nýtt mér. Viku síðar kom yfirlýsing frá landsstjórn og þingflokki Framsóknarflokksins þar sem aðalmálið var afnám verðtryggingar á lánum heimilanna, eitt stærsta baráttumál Hagsmunasamtaka heimilanna. Hvort tveggja sem hér er nefnt er í samþykktum Framsóknarmanna þannig að vilji flokksins var svo sannarlega fyrir hendi. En það er sótt að þingmönnum úr öllum áttum og mörg mál mikilvæg, þannig að stundum þarf að „ýta“ svo góður vilji nái fram að ganga. Ég tel að vera mín inni á þessum „velli“ hafi svo sannarlega gert það, þó margir fleiri hafi komið að málum því þarna, eins og í öðrum liðum, skipta allir leikmenn máli. Ákvörðun mín um að ganga í Framsóknarflokkinn hefur því sýnt sig vera rétt ákvörðun og til framdráttar þeirri baráttu sem ég hef staðið í frá hruni. Þau sem sitja með mér í stjórn Hagsmunasamtakanna geta vottað það að ég hef ekki komið með Framsóknarflokkinn inn í Hagsmunasamtökin heldur þvert á móti gefið Hagsmunasamtökunum rödd inni í Framsóknarflokknum. Ég hvet því allt áhugafólk um neytendarétt og neytendabaráttu að gera slíkt hið sama, að ganga í þann flokk sem stendur hjarta þeirra næst og láta rödd réttlætis heyrast þar. Hinn fullkomni og vammlausi flokkur, sem svo margir leita að, er því miður ekki til nema hann sé „nýfæddur“. Hið pólitíska svið er eins og það er og við breytum ekki leiknum nema með því að taka þátt í honum og fá á okkur smá „skít“ í leiðinni.Formennska í Hagsmunasamtökum heimilannaSvo ótrúlegt sem það er, þá er því haldið gegn mér að vera formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Ákveðnir aðilar, með Gunnar Smára Egilsson fremstan í flokki, hafa haldið því fram að um „yfirtöku“ Hagsmunasamtakanna á Neytendasamtökunum sé að ræða, og best færi á því að ég héldi mig á mínum eigin bás, í stað þess að skapa mér pláss til að víkka út baráttu mína fyrir neytendavernd á Íslandi. Við skulum aðeins ræða þetta með „yfirtökuna“. Ég mótmæli því í fyrsta lagi harðlega að um „yfirtöku“ sé að ræða, en ef svo er, þá er ekki hægt að segja að um „fjandsamlega yfirtöku“ sé að ræða, heldur eins vinsamlega og hugsast getur. Því er ekki að neita að ég vil koma með kraft og afköst Hagsmunasamtakanna inn í Neytendasamtökin og í þeim tilgangi hafa nokkrir stjórnarmenn Hagsmunasamtakanna boðið sig fram í stjórn Neytendasamtakanna. Hagsmunasamtökin munu halda áfram sinni baráttu fyrir réttindum neytenda á fjármálamarkaði og munu, verði ég kjörin formaður Neytendasamtakanna, í fyrsta skipti njóta stuðnings þeirra í þessu mikilvægasta hagsmunamáli neytenda sem til er, því ekkert hefur jafn mikil áhrif á afkomu okkar og kjörin sem okkur bjóðast við fasteignakaup. Það verður að segjast að það eru ekki margir sem hafa komið að hagsmunabaráttu neytenda á undanförnum árum, sem ekki tengjast Hagsmunasamtökum heimilanna með einhverjum hætti. En við sem það höfum gert vitum hversu víða pottur er brotinn og „klæjar í puttana“ að nýta reynslu okkar til að takast á við tryggingafélögin, olíufélögin, lyfjafyrirtækin og fjarskiptafélögin svo nokkuð sé nefnt. Ásamt svo að sjálfsögðu að takast á við stjórnvöld sem oft á tíðum gleyma fyrir hverja þau eiga að vinna og hafa gífurleg áhrif á afkomu heimilanna með mis-gáfulegum aðgerðum sínum. Neytendur á Íslandi, almenningur, fá enga betri í þær orrustur en þá sem þegar hafa sannað sig í baráttunni. Það sendir engin herforingi óreynda hermenn í fremstu víglínu, nema hann sé að leita að fallbyssufóðri til að tefja málin á meðan „elítan“ fer sínu fram.Formaður gerir ekkert einnÉg óska eftir umboði til að leiða Neytendasamtökin inn í nýja tíma og endurnýjaða baráttu. Framboð mitt kemur ekki út úr einhverju „tómi“. Ég vaknaði ekki einn morguninn og ákvað að þetta væri góður vettvangur að prófa sig áfram á, heldur er þetta skref eðlilegt framhald af þeim skrefum sem ég hef tekið í baráttunni hingað til, frá þeim stað sem sú barátta hefur leitt mig á. Ég get vísað í störf mín fyrir Hagsmunasamtök heimilanna sem og greinarskrif um málefni neytenda á fjármálamarkaði til marks um að ég er óhrædd við að berjast við sterkustu öfl samfélagsins, og það er nákvæmlega þar sem mestrar baráttu er þörf og hana getum við unnið ef við sameinumst. Formaður gerir hins vegar ekkert einn, með sér þarf hann öflugt fólk í stjórn og það er ekki nóg að neytendur „rísi upp“ þó það sé gott og gilt, því eftir „upprisuna“ þurfa þeir úthald til „að standa“ og það er ekki öllum gefið. Það eru 38 manns sem bjóða fram krafta sína í 12 manna stjórn, framboðið er því mun meira en eftirspurnin og fleiri sem munu sitja eftir en þeir sem komast inn. Ég þekki bara lítið brot af þessu ágæta fólki, mismikið þó, og get eingöngu mælt með þeim sem ég þekki, án þess ég vilji með því halla á aðra frambjóðendur. Meðal þeirra sem bjóða sig fram og ég mæli eindregið með, eru nokkrir sem komið hafa að stjórn HH. Ég þekki óbilandi baráttuþrek þeirra og veit að þeir munu standa í gegnum alla þá storma sem á okkur munu skella, auk þess sem þekking þeirra og reynsla munu nýtast vel í hverju því sem mætir okkur. En auk þeirra nefni ég nokkra aðra, en það eru þeir einu sem ég hef einhverjar forsendur til að „meta“ með fullri og mikilli virðingu fyrir öllum öðrum frambjóðendum. Samhent stjórn skiptir öllu máli í þeirri baráttu sem framundan er og hér eru þeir sem ég treysti mér til að mæla með, án þess þó að halla á aðra frambjóðendur: --------------------------------Björn Arnarsson Björn hefur staðið í baráttu í mörg ár og lýsti henni að nokkru leiti í þætti Lóu Pind „Nýja Ísland“ um daginn. Hann hefur í sinni baráttu safnað mikilli þekkingu, er haldinn óbilandi bjartsýni og hefur alltaf eitthvað til málanna að leggja. Er í stjórn HH.Einar Valur Ingimundarson Einar Valur er verkfræðingur og ráðgjafi í umhverfisverkfræði frá Oxford, en auk þess er hann mikill baráttujaxl sem hefur aldeilis upplifað á eigin skinni hvernig fer þegar neytendaréttur er fótum troðin. Hann hefur lýst baráttu sinni í fjölmiðlum og er einn af þeim sem hefur varið sig sjálfur fyrir dómi í máli gegn Landsbankanum. Er í stjórn HH.Guðrún Þórarinsdóttir Mér fannst ánægjulegt að sjá nafn Guðrúnar á listanum því við erum gamlar skólasystur. Hún hefur verið félagi Neytendasamtökunum í mörg ár og bauð sig fram því hana langar til leggja sitt af mörkum til að efla þau. Hún hefur víðtæka reynslu af félagsstörfum og stjórnarsetum, auk þess að reka bókhaldsþjónustu.Hafþór Ólafsson Hafþór er eiginmaður minn. Við höfum náttúrulega staðið saman í þessari baráttu frá upphafi og værum hvorugt þar sem við erum án hins. Haffi er algjörlega ómetanlegur þegar kemur að því að greina hluti og standa á því sem rétt er. Er í stjórn HH.Pálmey Gísladóttir Mikil baráttukona fyrir réttlæti sem hefur komið víða við. Hún hefur brennandi áhuga á neytendamálum og var ein af þeim sem bauð sig fram til formanns Neytendasamtakanna 2016. Hún er í stjórn Styrktar- og sjúkraráðs SFR og hefur átt sæti í stjórn og trúnaðarráði VR.Jóhann Rúnar Sigurðsson Verkalýðsleiðtogi að norðan en hann hefur verið Formaður félags járniðnaðarmanna á Akureyri frá 2012. Hann er mikill reynslubolti og ég get sagt það eftir kynni mín af honum að hann sé „rödd skynseminnar“ þegar leikar æsast og væri fengur fyrir Neytendasamtökin. Er í stjórn HH.Ragnar Unnarsson Hefur víða látið til sín taka, m.a. hjá Hraunvinum, Samtökum lífrænna neytenda og Hagsmunasamtökum heimilanna, auk þess sem hann er nú þegar í stjórn Neytendasamtakanna. Hann býr þannig yfir víðtækri þekkingu og reynslu og er einn af þeim sem gefst aldrei upp. Er í stjórn HH.Snæbjörn Brynjarsson Ég þekki Snæbjörn ekki mikið hef bara hitt hann í tengslum við þessa baráttu, en líst mjög vel á hann og málflutning hans. Hann hefur mikinn áhuga á að því að vernda friðhelgi neytenda á netinu og í öllu því sem þar er á seyði og ég tel að þetta sé rödd sem verði að heyrast innan stjórnar Neytendasamtakanna og að hún þurfi að að vera vakandi fyrir þessum málaflokki.Þórey Anna Matthíasdóttir Reynslubolti í félagsmálum sem hefur komið víða við í 30 ár. Hún sat m.a. sem formaður Ábyrgðasjóðs Launa í 4 ár eftir hrun og er settur formaður þar núna, auk þess sem hún situr í menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar, og er i trúnaðarráði Leiðsagnarfélags Leiðsögumanna og gjaldkeri stjórnar Landvarðafélags Íslands. Þetta er ekki tæmandi listi, en ljóst er að það væri fengur af henni í stjórn NS.Vilhjálmur Bjarnason (ekki fjárfestir)Síðast en síst, Vilhjálmur, fyrrverandi formaður HH og núverandi varaformaður HH. Það eru fáir sem hafa staðið jafn vel og lengi í baráttu fyrir neytendur. Þekking hans og reynsla er ómetanleg og að öðrum ólöstuðum, er enginn sem ég vil frekar hafa með mér á erfiða fundi eða þegar barátta harðnar og hugsa þarf nýjar leiðir. Er í stjórn HH. --------------------------------- Ég ítreka að það er mikið af góðu fólki að bjóða sig fram sem ég hef ekki haft tök á að kynnast. Þeim sem hér eru nefndir hef ég kynnst, sumum mjög vel en öðrum minna, og veit því hvers ég get vænst af þeim og það skiptir máli í þeim verkefnum sem framundan eru. Að lokum, skráningu í félagið og á þingið auk greiðslu félagsgjalds lýkur á laugardaginn, þann 20. október. Ég hvet þig til að skrá þig í samtökin OG á þingið til að hafa áhrif á stöðu neytenda, sem erum við öll, á Íslandi til næstu ára. Kærar þakkir til ykkar sem lásuð hingað,Ásthildur Lóa Þórsdóttirkennari og formaður Hagsmunsamtaka heimilanna ásamt því að vera frambjóðandi til formanns Neytendasamtakanna.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun