Vonar að hin frjálslyndari öfl á Alþingi þori að taka sig saman Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. október 2018 07:00 Mjólkuriðnaðurinn er undanskilinn ákvæðum samkeppnislaga hvað varðar samráð. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Ég er sannfærð um að með eðlilegum leikreglum munum við sjá markaðinn blómstra og verða sterkari með aukinni nýsköpun og fjölbreytni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún hefur ásamt þingflokki sínum og tveimur þingmönnum Pírata lagt fram frumvarp á Alþingi um viðamiklar breytingar á búvörulögum. Er í frumvarpinu lagt til að undanþágur mjólkuriðnaðar frá samkeppnislögum verði afnumdar og að verðlagsnefnd búvara verði lögð niður. Markmið flutningsmanna er að auka frelsi og sjálfræði framleiðenda til markaðssetningar á afurðum sínum á innlendum og erlendum mörkuðum. „Þetta eru mjög eðlilegar breytingar að gera á 21. öldinni, það er með ólíkindum að það ríki ekki full samkeppni í mjólkuriðnaði. Ég bind nú ekki miklar vonir við að Framsóknarflokkarnir þrír í ríkisstjórn breyti miklu. Þeir hafa allir mikil tengsl við mjólkuriðnaðinn og ég hef fundið það á skömmum tíma í stjórnarandstöðu að það er lítill vilji til að breyta þessu,“ segir Þorgerður. Hún vonast þó til að frjálslynd öfl á Alþingi þori að taka sig saman. „Þeir flokkar sem kenna sig við frelsi og frjálsa samkeppni þurfa sérstaklega að útskýra það af hverju þeir vilji ekki breyta kerfinu.“ Þá segir Þorgerður að ítrekuð álit Samkeppniseftirlitsins um mjólkuriðnaðinn þurfi að taka alvarlega. „Álit Samkeppniseftirlitsins eru ekki einhver konfektkassi fyrir stjórnvöld að velja úr.“ Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, segir ekki óeðlilegt að þessir flokkar leggi fram svona frumvarp í nafni frelsis og frjálshyggju. „Það þarf samt að hafa í huga að landbúnaður býr hvergi við algert viðskiptafrelsi. Allar þjóðir styðja við landbúnað á einhvern hátt, hvort sem það er með tollum eða einhvers konar takmörkunum á innflutningi.“ Þannig gangi það ekki upp að gera viðskipti með landbúnaðarvörur alveg frjáls hér meðan það sé ekki gert annars staðar. „Við bændur sláum ekki hendinni á móti samkeppni og endurskoðun á starfsumhverfi okkar. Það eina sem við förum fram á er að sanngirni sé gætt og að ekki verði teknar ákvarðanir í fljótfærni. Ég held að bændur séu almennt sáttir við kerfið en landbúnaðarkerfi eiga að vera í sífelldri endurskoðun.“ Þá bendir hann á að sjálfræði bænda til markaðssetningar séu engin takmörk sett. „Það er algengur misskilningur í umræðunni að mönnum séu settar skorður við framleiðslu og markaðssetningu. Það eru engar skorður á því.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Ég er sannfærð um að með eðlilegum leikreglum munum við sjá markaðinn blómstra og verða sterkari með aukinni nýsköpun og fjölbreytni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún hefur ásamt þingflokki sínum og tveimur þingmönnum Pírata lagt fram frumvarp á Alþingi um viðamiklar breytingar á búvörulögum. Er í frumvarpinu lagt til að undanþágur mjólkuriðnaðar frá samkeppnislögum verði afnumdar og að verðlagsnefnd búvara verði lögð niður. Markmið flutningsmanna er að auka frelsi og sjálfræði framleiðenda til markaðssetningar á afurðum sínum á innlendum og erlendum mörkuðum. „Þetta eru mjög eðlilegar breytingar að gera á 21. öldinni, það er með ólíkindum að það ríki ekki full samkeppni í mjólkuriðnaði. Ég bind nú ekki miklar vonir við að Framsóknarflokkarnir þrír í ríkisstjórn breyti miklu. Þeir hafa allir mikil tengsl við mjólkuriðnaðinn og ég hef fundið það á skömmum tíma í stjórnarandstöðu að það er lítill vilji til að breyta þessu,“ segir Þorgerður. Hún vonast þó til að frjálslynd öfl á Alþingi þori að taka sig saman. „Þeir flokkar sem kenna sig við frelsi og frjálsa samkeppni þurfa sérstaklega að útskýra það af hverju þeir vilji ekki breyta kerfinu.“ Þá segir Þorgerður að ítrekuð álit Samkeppniseftirlitsins um mjólkuriðnaðinn þurfi að taka alvarlega. „Álit Samkeppniseftirlitsins eru ekki einhver konfektkassi fyrir stjórnvöld að velja úr.“ Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, segir ekki óeðlilegt að þessir flokkar leggi fram svona frumvarp í nafni frelsis og frjálshyggju. „Það þarf samt að hafa í huga að landbúnaður býr hvergi við algert viðskiptafrelsi. Allar þjóðir styðja við landbúnað á einhvern hátt, hvort sem það er með tollum eða einhvers konar takmörkunum á innflutningi.“ Þannig gangi það ekki upp að gera viðskipti með landbúnaðarvörur alveg frjáls hér meðan það sé ekki gert annars staðar. „Við bændur sláum ekki hendinni á móti samkeppni og endurskoðun á starfsumhverfi okkar. Það eina sem við förum fram á er að sanngirni sé gætt og að ekki verði teknar ákvarðanir í fljótfærni. Ég held að bændur séu almennt sáttir við kerfið en landbúnaðarkerfi eiga að vera í sífelldri endurskoðun.“ Þá bendir hann á að sjálfræði bænda til markaðssetningar séu engin takmörk sett. „Það er algengur misskilningur í umræðunni að mönnum séu settar skorður við framleiðslu og markaðssetningu. Það eru engar skorður á því.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira