Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2018 16:09 Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. Jónas Garðarsson er formaður félagsins en það er varaformaður þess sem ritar undir yfirlýsinguna. Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem spjótum er sérstaklega beint að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem gefið hefur það út að hún muni bjóða fram lista á næsta aðalfundi til stjórnar. Aldrei áður hefur verið kosið um stjórn heldur hefur hún verið einróma samþykkt að tillögu uppstillinganefndar. Í yfirlýsingunni, sem sjá má í heild hér neðar, er meðal annars vísað til viðtals Vísis við Heiðveigu Maríu: „Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar hinar alvarlegu ásakanir í garð félagsins. Sjómannafélagið hefur alla tíð unnið af heillindum að hagsmunum og kjaramálum sjómanna. Innan raða þess er starfsfólk með áratugareynslu af málefnum sjómanna. Með ásökunum sínum á hendur starfsmönnum Sjómannafélags Íslands vegur Heiðveig María að æru félagsins og allra þeirra sem koma að stjórn og rekstri félagsins.“Gagnrýni frambjóðandans Heiðveig María hefur gagnrýnt félagið harðlega fyrir skort á upplýsingagjöf sem og það að nýlega var sett fram tilkynning á vefnum sem í raun kemur í veg fyrir framboð hennar; þeir einir eru kjörgengir sem greitt hafa félagsgjöld í þrjú ár. Vísað er til samþykktar þar að lútandi frá á síðasta aðalfundi. Það útilokar Heiðveigu Maríu. Þá telur hún og lögmaður hennar að hugsanlega hafi verið átt við fundagerðarbækur. Undir yfirlýsinguna skrifar Helgi Kristinsson varaformaður en ekki Jónas Garðarsson formaður. Snurða á þráðinn í samningaviðræðum Vísir hefur greint frá því að Jónas muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs, en samkvæmt reglum félagsins mun hann sitja út árið 2019 en þá fyrst mun nýr formaður og ný stjórn taka við. Nú eru yfirstandandi viðræður sem Jónas leiðir milli ýmissa samtaka og félaga sjómanna þar sem stefnt er að því að sameina þau og fá aukinn slagkraft í kjara- og réttindabaráttu stéttarinnar. Ef það gengur eftir þýðir það í raun að næstu kosningar til stjórnar, sem fyrirhugað er að fram fari í desember, eru málamyndakosningar; ný stjórn mun aldrei taka við ef sameining í nýtt félag takast. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ólga innan Sjómannafélags Íslands hins vegar orðið til þess ýmsir sem að þeim viðræðum koma eru orðnir tvístígandi og vilja jafnvel gera á þeim hlé þar til Sjómannafélag Íslands hefur gert upp sín innanbúðarmál. Sem svo rekja má til gagnrýni Heiðveigar Maríu. Yfirlýsing stjórnar Sjómannafélags ÍslandsÁ aðalfundi Sjómannafélags Íslands 28. desember 2017 voru lagðar fram nokkrar tillögur til lagabreytinga sem höfðu verið bornar undir Trúnaðarmannaráð, sem samþykkti að leggja þær fyrir aðalfund. Þá var lögð fram tillaga á aðalfundinum um breytingu á 16. grein laga um kjörgengi. Tillagan var svohljóðandi: „Kjörgengir eru þeir félagar sem greitt hafa í félagið sl. þrjú ár.“ Tillögurnar voru lagðar fyrir aðalfund sem samþykkti þær með öllum greiddum atkvæðum.Undanfarna daga hefur Sjómannafélag Íslands legið undir ámæli frá Heiðveigu Maríu Einarsdóttur sjómanni vegna þessara lagabreytinga og hefur hún sakað forystu Sjómannafélagins um að falsa lagabreytingu um kjörgengi til stjórnar Sjómannafélagsins til þess að koma í veg fyrir framboð sitt en Heiðveg María hefur lýst áhuga á því að bjóða sig fram til formanns í félaginu.Á visir.is síðasta fimmtudag og viðtali á Bylgjunni síðasta föstudag fór Heiðveig fram með órökstuddum staðhæfingum um að félagið hafi „brotið gegn félagsmönnum“. Aðspurð í útvarpsviðtalinu viðurkennir Heiðveig það hins vegar að umræddar lagabreytingar hafi verið bornar upp og samþykktar á aðalfundi félagsins. Með öðrum orðum að farið hafi verið að lögum félagsins.Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar hinar alvarlegu ásakanir í garð félagsins. Sjómannafélagið hefur alla tíð unnið af heillindum að hagsmunum og kjaramálum sjómanna. Innan raða þess er starfsfólk með áratugareynslu af málefnum sjómanna. Með ásökunum sínum á hendur starfsmönnum Sjómannafélags Íslands vegur Heiðveig María að æru félagsins og allra þeirra sem koma að stjórn og rekstri félagsins.Reykjavík 17.10 2018.Helgi Kristinsson, varaformaður Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. 6. október 2018 20:00 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem spjótum er sérstaklega beint að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem gefið hefur það út að hún muni bjóða fram lista á næsta aðalfundi til stjórnar. Aldrei áður hefur verið kosið um stjórn heldur hefur hún verið einróma samþykkt að tillögu uppstillinganefndar. Í yfirlýsingunni, sem sjá má í heild hér neðar, er meðal annars vísað til viðtals Vísis við Heiðveigu Maríu: „Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar hinar alvarlegu ásakanir í garð félagsins. Sjómannafélagið hefur alla tíð unnið af heillindum að hagsmunum og kjaramálum sjómanna. Innan raða þess er starfsfólk með áratugareynslu af málefnum sjómanna. Með ásökunum sínum á hendur starfsmönnum Sjómannafélags Íslands vegur Heiðveig María að æru félagsins og allra þeirra sem koma að stjórn og rekstri félagsins.“Gagnrýni frambjóðandans Heiðveig María hefur gagnrýnt félagið harðlega fyrir skort á upplýsingagjöf sem og það að nýlega var sett fram tilkynning á vefnum sem í raun kemur í veg fyrir framboð hennar; þeir einir eru kjörgengir sem greitt hafa félagsgjöld í þrjú ár. Vísað er til samþykktar þar að lútandi frá á síðasta aðalfundi. Það útilokar Heiðveigu Maríu. Þá telur hún og lögmaður hennar að hugsanlega hafi verið átt við fundagerðarbækur. Undir yfirlýsinguna skrifar Helgi Kristinsson varaformaður en ekki Jónas Garðarsson formaður. Snurða á þráðinn í samningaviðræðum Vísir hefur greint frá því að Jónas muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs, en samkvæmt reglum félagsins mun hann sitja út árið 2019 en þá fyrst mun nýr formaður og ný stjórn taka við. Nú eru yfirstandandi viðræður sem Jónas leiðir milli ýmissa samtaka og félaga sjómanna þar sem stefnt er að því að sameina þau og fá aukinn slagkraft í kjara- og réttindabaráttu stéttarinnar. Ef það gengur eftir þýðir það í raun að næstu kosningar til stjórnar, sem fyrirhugað er að fram fari í desember, eru málamyndakosningar; ný stjórn mun aldrei taka við ef sameining í nýtt félag takast. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ólga innan Sjómannafélags Íslands hins vegar orðið til þess ýmsir sem að þeim viðræðum koma eru orðnir tvístígandi og vilja jafnvel gera á þeim hlé þar til Sjómannafélag Íslands hefur gert upp sín innanbúðarmál. Sem svo rekja má til gagnrýni Heiðveigar Maríu. Yfirlýsing stjórnar Sjómannafélags ÍslandsÁ aðalfundi Sjómannafélags Íslands 28. desember 2017 voru lagðar fram nokkrar tillögur til lagabreytinga sem höfðu verið bornar undir Trúnaðarmannaráð, sem samþykkti að leggja þær fyrir aðalfund. Þá var lögð fram tillaga á aðalfundinum um breytingu á 16. grein laga um kjörgengi. Tillagan var svohljóðandi: „Kjörgengir eru þeir félagar sem greitt hafa í félagið sl. þrjú ár.“ Tillögurnar voru lagðar fyrir aðalfund sem samþykkti þær með öllum greiddum atkvæðum.Undanfarna daga hefur Sjómannafélag Íslands legið undir ámæli frá Heiðveigu Maríu Einarsdóttur sjómanni vegna þessara lagabreytinga og hefur hún sakað forystu Sjómannafélagins um að falsa lagabreytingu um kjörgengi til stjórnar Sjómannafélagsins til þess að koma í veg fyrir framboð sitt en Heiðveg María hefur lýst áhuga á því að bjóða sig fram til formanns í félaginu.Á visir.is síðasta fimmtudag og viðtali á Bylgjunni síðasta föstudag fór Heiðveig fram með órökstuddum staðhæfingum um að félagið hafi „brotið gegn félagsmönnum“. Aðspurð í útvarpsviðtalinu viðurkennir Heiðveig það hins vegar að umræddar lagabreytingar hafi verið bornar upp og samþykktar á aðalfundi félagsins. Með öðrum orðum að farið hafi verið að lögum félagsins.Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar hinar alvarlegu ásakanir í garð félagsins. Sjómannafélagið hefur alla tíð unnið af heillindum að hagsmunum og kjaramálum sjómanna. Innan raða þess er starfsfólk með áratugareynslu af málefnum sjómanna. Með ásökunum sínum á hendur starfsmönnum Sjómannafélags Íslands vegur Heiðveig María að æru félagsins og allra þeirra sem koma að stjórn og rekstri félagsins.Reykjavík 17.10 2018.Helgi Kristinsson, varaformaður
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. 6. október 2018 20:00 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48
Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna. 6. október 2018 20:00
Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19