Kynjastríð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. október 2018 06:00 Á dögunum kvartaði karlmaður undan því á lokaðri Facebook-síðu hversu erfitt væri að vinna með konum. Fyrir vikið missti hann vinnuna. Ekki löngu síðar, einnig á lokaðri Facebook-síðu, deildu femínistar um það hvort karlmenn væru rusl. Þar lögðu einhverjar konur sem kenna í háskólum sitt til málanna, galvaskar í þeirri vissu að þær muni ekki missa vinnuna þótt þær haldi því fram að oft framkalli það þjáningar að vera innan um og þurfa að starfa með körlum. Þeir sem hafa annað við tíma sinn að gera en að blaðra vitleysu á Facebook, vilja til dæmis sinna vinnu sinni, kunna að furða sig á því af hverju svokallaðar lokaðar Facebook-síður eru ekki meira lokaðar en svo að umræður þar rata auðveldlega í fjölmiðla. Facebook virðist útvarpa öllu sem þar er sagt, sem er vitanlega afar óþægilegt fyrir þá sem tjá sig, sérstaklega þegar skoðanirnar sem þar er lýst eru svo öfgakenndar að þær ofbjóða meirihluta fólks. Skrækir um að konur séu ómögulegar eða að karlar séu rusl og hver og einn þeirra sé ábyrgur fyrir afbrotum kynbræðra sinna gera enga lukku meðal almennings. Sæmilega skynsamt fólk nennir ekki að taka afstöðu í óþörfu kynjastríði, sem á lokuðum Facebook-síðum hefur greinilega leiðst út í ótrúlegan subbuskap. Konum og körlum semur yfirleitt alveg ágætlega í þessu þjóðfélagi. Þar tíðkast ekki að kynin mæti andvarpandi til vinnu hvern dag, þjökuð af þeirri skyldu að þurfa að starfa saman og eiga samskipti. Þau eru bara ósköp kát með það. Það er ekki eins og kona sem á samskipti við karlmann, hvort sem er í vinnu eða annars staðar, virði hann fyrir sér með hryllingi, sjái hann sem holdgerving hins illa feðraveldis og umgangist hann því af tortryggni. Það er heldur ekki eins og karlmaðurinn sjái konuna sem auðvelda bráð sem mögulegt sé að svína á við hvert tækifæri. Í hinu raunverulega lífi ganga hlutirnir ekki þannig fyrir sig – nema í undantekningartilvikum. Þar er um að ræða algjörar undantekningar, ekki reglu og því er þreytandi þegar alhæft er um annað. Í nútímasamfélagi eiga konur og karlar auðvelt með að mætast sem jafningjar. Þegar þau mætast einnig sem vinir þá er það mikið lán fyrir þau bæði. Það er sérlega gefandi og þroskandi að eignast trausta vini af hinu kyninu. Einstaklingur sem býr að því láni getur ekki annað en litið á kynjastríð sem algjöra tímaeyðslu. Með því er hann ekki að hafna því að hallað hafi á konur í gegnum aldirnar og er heldur ekki að neita því að það gerist enn. Hann er einfaldlega að benda á að skætingur milli kynjanna skilar engu uppbyggilegu. Þetta veit þorri fólks. Enda fer svo að þegar blásið er til kynjastríðs þá hvarflar ekki að því að mæta. Það vill sinna uppbyggilegri hlutum, eins og til dæmis þeim að koma fram við aðra af virðingu og hlýju, og um leið skiptir engu af hvoru kyninu þær manneskjur eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum kvartaði karlmaður undan því á lokaðri Facebook-síðu hversu erfitt væri að vinna með konum. Fyrir vikið missti hann vinnuna. Ekki löngu síðar, einnig á lokaðri Facebook-síðu, deildu femínistar um það hvort karlmenn væru rusl. Þar lögðu einhverjar konur sem kenna í háskólum sitt til málanna, galvaskar í þeirri vissu að þær muni ekki missa vinnuna þótt þær haldi því fram að oft framkalli það þjáningar að vera innan um og þurfa að starfa með körlum. Þeir sem hafa annað við tíma sinn að gera en að blaðra vitleysu á Facebook, vilja til dæmis sinna vinnu sinni, kunna að furða sig á því af hverju svokallaðar lokaðar Facebook-síður eru ekki meira lokaðar en svo að umræður þar rata auðveldlega í fjölmiðla. Facebook virðist útvarpa öllu sem þar er sagt, sem er vitanlega afar óþægilegt fyrir þá sem tjá sig, sérstaklega þegar skoðanirnar sem þar er lýst eru svo öfgakenndar að þær ofbjóða meirihluta fólks. Skrækir um að konur séu ómögulegar eða að karlar séu rusl og hver og einn þeirra sé ábyrgur fyrir afbrotum kynbræðra sinna gera enga lukku meðal almennings. Sæmilega skynsamt fólk nennir ekki að taka afstöðu í óþörfu kynjastríði, sem á lokuðum Facebook-síðum hefur greinilega leiðst út í ótrúlegan subbuskap. Konum og körlum semur yfirleitt alveg ágætlega í þessu þjóðfélagi. Þar tíðkast ekki að kynin mæti andvarpandi til vinnu hvern dag, þjökuð af þeirri skyldu að þurfa að starfa saman og eiga samskipti. Þau eru bara ósköp kát með það. Það er ekki eins og kona sem á samskipti við karlmann, hvort sem er í vinnu eða annars staðar, virði hann fyrir sér með hryllingi, sjái hann sem holdgerving hins illa feðraveldis og umgangist hann því af tortryggni. Það er heldur ekki eins og karlmaðurinn sjái konuna sem auðvelda bráð sem mögulegt sé að svína á við hvert tækifæri. Í hinu raunverulega lífi ganga hlutirnir ekki þannig fyrir sig – nema í undantekningartilvikum. Þar er um að ræða algjörar undantekningar, ekki reglu og því er þreytandi þegar alhæft er um annað. Í nútímasamfélagi eiga konur og karlar auðvelt með að mætast sem jafningjar. Þegar þau mætast einnig sem vinir þá er það mikið lán fyrir þau bæði. Það er sérlega gefandi og þroskandi að eignast trausta vini af hinu kyninu. Einstaklingur sem býr að því láni getur ekki annað en litið á kynjastríð sem algjöra tímaeyðslu. Með því er hann ekki að hafna því að hallað hafi á konur í gegnum aldirnar og er heldur ekki að neita því að það gerist enn. Hann er einfaldlega að benda á að skætingur milli kynjanna skilar engu uppbyggilegu. Þetta veit þorri fólks. Enda fer svo að þegar blásið er til kynjastríðs þá hvarflar ekki að því að mæta. Það vill sinna uppbyggilegri hlutum, eins og til dæmis þeim að koma fram við aðra af virðingu og hlýju, og um leið skiptir engu af hvoru kyninu þær manneskjur eru.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar