Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag og vísað í svar Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns Tekjur.is, við fyrirspurn blaðsins.
Vefsíðan Tekjur.is opnaði á föstudag en á síðunni eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. Viskubrunnur ehf. er rekstraraðili síðunnar en Jón R. Arnarson er stjórnarformaður þess félags. Hægt er að fletta upp á síðunni gegn greiðslu áskriftargjalds.

Þannig hefur Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, krafist lögbanns á síðuna en krafan byggir á því að Tekjur.is brjóti á friðhelgi einkalífs, lögum um persónuvernd og hvernig eigi að vinna með persónuupplýsingar. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki tekið afstöðu til kröfunnar.
Að því er fram kemur í Morgunblaðinu vill Vilhjálmur ekki gefa það upp hversu margir hafa keypt áskrift að síðunni og sagði það vera trúnaðarmál.