Vilhjálmur H. Vilhjálmsson talsmaður Tekna punktur is Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2018 10:17 Vilhjálmur var kallaður til eftir að fyrir lá að látið yrði reyna á lögmæti vefsíðunnar hjá þar til bærum stofnunum. Hinn mjög svo umdeildi vefur tekjur.is, hvar fletta má upp launa- og fjármagnstekjum einstaklinga á Íslandi ársins 2016, hefur þegar valdið nokkrum usla. Nú liggur fyrir að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hinn kunni lögmaður sem meðal annars hefur látið til sín taka í meiðyrðamálum, muni verja vefinn og svara fyrir hann.Vísir greindi frá því í gær að Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hafi í hádeginu í gær gert kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. Þá hefur Björgvin Guðmundsson, almannatengill hjá KOM og fyrrverandi formaður Heimdallar, kært tiltækið til Persónuverndar. Á móti kemur að verkalýðshreyfingin hefur fagnað þessu. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, hefur lýst því yfir að í þessum gögnum komi fram sú misskipting og það „óréttlæti sem þrífst í íslensku samfélagi og því gríðarlega mikilvægt að þessum vef verði ekki lokað.“ Í sama streng tekur Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, sem nú er í framboði til forseta ASÍ, sem segir að í leyndinni hvíli misréttið. „Ég hef aldrei skilið af hverju tekjur eiga að vera leyndamál og fagna þessu frumkvæði.“ Þannig hefur vefurinn óvænt orðið einskonar birtingarmynd skoðanaágreinings milli verkalýðshreyfingarinnar og svo þeirra sem aðhyllast frjálshyggju. Ákvörðun um að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson yrði sérlegur talsmaður tekjur.is og myndi annast lagaleg atriði var tekin eftir að fyrir lá að látið yrði reyna á lögmæti vefsíðunnar hjá þar til bærum stofnunum. Samkvæmt tekjur.is var Vilhjálmur með 938.458 krónur í mánaðartekjur árið 2016 en engar fjármagnstekjur.Uppfært klukkan 14 Í fyrirsögn sagði áður að Vilhjálmur væri verjandi Tekna.is. Nákvæmara er að segja að hann sé talsmaður fyrirtækisins. Viðskipti Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin fagnar tekjuvefnum Vilhjálmur Birgisson segir vefinn gríðarlega mikilvægan meðan frjálshyggjumenn vilja fá honum lokað. 15. október 2018 12:03 Krefst lögbanns á Tekjur.is Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði í hádeginu kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. 15. október 2018 13:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Hinn mjög svo umdeildi vefur tekjur.is, hvar fletta má upp launa- og fjármagnstekjum einstaklinga á Íslandi ársins 2016, hefur þegar valdið nokkrum usla. Nú liggur fyrir að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hinn kunni lögmaður sem meðal annars hefur látið til sín taka í meiðyrðamálum, muni verja vefinn og svara fyrir hann.Vísir greindi frá því í gær að Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hafi í hádeginu í gær gert kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. Þá hefur Björgvin Guðmundsson, almannatengill hjá KOM og fyrrverandi formaður Heimdallar, kært tiltækið til Persónuverndar. Á móti kemur að verkalýðshreyfingin hefur fagnað þessu. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, hefur lýst því yfir að í þessum gögnum komi fram sú misskipting og það „óréttlæti sem þrífst í íslensku samfélagi og því gríðarlega mikilvægt að þessum vef verði ekki lokað.“ Í sama streng tekur Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, sem nú er í framboði til forseta ASÍ, sem segir að í leyndinni hvíli misréttið. „Ég hef aldrei skilið af hverju tekjur eiga að vera leyndamál og fagna þessu frumkvæði.“ Þannig hefur vefurinn óvænt orðið einskonar birtingarmynd skoðanaágreinings milli verkalýðshreyfingarinnar og svo þeirra sem aðhyllast frjálshyggju. Ákvörðun um að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson yrði sérlegur talsmaður tekjur.is og myndi annast lagaleg atriði var tekin eftir að fyrir lá að látið yrði reyna á lögmæti vefsíðunnar hjá þar til bærum stofnunum. Samkvæmt tekjur.is var Vilhjálmur með 938.458 krónur í mánaðartekjur árið 2016 en engar fjármagnstekjur.Uppfært klukkan 14 Í fyrirsögn sagði áður að Vilhjálmur væri verjandi Tekna.is. Nákvæmara er að segja að hann sé talsmaður fyrirtækisins.
Viðskipti Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin fagnar tekjuvefnum Vilhjálmur Birgisson segir vefinn gríðarlega mikilvægan meðan frjálshyggjumenn vilja fá honum lokað. 15. október 2018 12:03 Krefst lögbanns á Tekjur.is Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði í hádeginu kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. 15. október 2018 13:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Verkalýðshreyfingin fagnar tekjuvefnum Vilhjálmur Birgisson segir vefinn gríðarlega mikilvægan meðan frjálshyggjumenn vilja fá honum lokað. 15. október 2018 12:03
Krefst lögbanns á Tekjur.is Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði í hádeginu kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. 15. október 2018 13:30