Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2018 12:10 Skútan við bryggju í Rifi. Vísir Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. Hafnarstjóri á Ísafirði, þar sem skútan lá við höfn, segir höfnina vel útbúna myndavélum. Hann furðar sig á því af hverju umrædd skúta varð fyrir valinu þar sem erfitt hafi verið að ná til hennar. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar fann skútuna úr lofti í gærkvöldi. Bátnum var snúið við og honum siglt til Rifs á Snæfellsnesi þar sem lögreglan á Vesturlandi tók á móti henni. Skipstjórinn var handtekinn og er grunaður um að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi. Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar átti áhöfn þyrlunnar í samskiptum við skútuna í gegnum talstöð.Kanna hvort maðurinn tengist eigandanum Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, segir í samtali við Vísi að maðurinn sem handtekinn var í gær og er grunaður um þjófnaðinn sé erlendur. Ekki er þó hægt að greina nánar frá þjóðerni hans að svo stöddu. Þá hafi hann verið einn um borð í bátnum en rannsókn málsins beinist nú m.a. að því að kanna hvort fleiri hafi verið að verki. Að sögn Hlyns skoðar lögregla jafnframt af hverju maðurinn valdi þessa tilteknu skútu, hvert förinni var heitið og hvort maðurinn tengist frönskum eiganda skútunnar. Hlynur vildi ekki tjá sig um það hvort þjófnaðurinn hefði náðst á upptökur öryggismyndavéla við höfnina. Ekki er heldur hægt að segja til um hvort lagt hafi verið hald á eitthvað um borð í skútunni en Hlynur segir lögreglu hafa innsiglað bátinn á Rifi. Allir möguleikar séu nú kannaðir. Aðspurður segir Hlynur að augljóst sé að maðurinn hafi þekkingu á siglingum þar sem hann hafi komið skútunni út úr höfninni og siglt henni út á Breiðafjörð. „Það er augljóst að það er enginn byrjandi sem siglir skútu.“ Yfirheyrslur yfir manninum stóðu enn yfir þegar Vísir náði tali af lögreglu um hádegisbil.Frá höfninni á Ísafirði. Skútunni var stolið þaðan aðfaranótt sunnudags.Vísir/Hafþór GunnarssonÞurfti að hafa fyrir því að stela nákvæmlega þessari skútu Guðmundur Magnús Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir í samtali við Vísi að hafnarstarfsmenn hafi orðið varir við að bátinn vantaði í gærmorgun, en eins og áður segir var honum stolið þá um nóttina. Aðspurður segir Guðmundur málið hið dularfyllsta og að þjófurinn hafi þurft að hafa mjög fyrir því að stela einmitt þessari skútu. „Það hefur væntanlega verið brotist um borð í skútuna og vélar settar í gang. Seglin eru í geymslu hér hjá okkur. Það hefur þurft að hafa svolítið fyrir þessu því báturinn var bundinn hérna innan um aðra báta. Þess vegna vekur það furðu af hverju hann valdi þennan bát en ekki einhvern annan sem var auðveldara að stela.“ Inntur eftir því hvort myndavélar hafi mögulega náð þjófnaðinum á myndband segist Guðmundur bjartsýnn á að svo sé. „Við erum mjög vel myndavélavæddir á höfninni. Lögreglan vann í því í gær, tóku afrit af myndum.“ Þá hefur áður komið fram að eigandi Inook er franskur. Guðmundur segist hafa verið í sambandi við manninn í morgun en hann er jafnframt á leiðinni til Íslands að vitja skútunnar. Aðeins eru nokkrir dagar síðan eigandinn var síðast á Íslandi en hann hélt af landi brott daginn áður en skútunni var stolið. „Já, hann kvaddi mig hérna á föstudagsmorgun, eigandinn, og fór út til Frakklands á laugardaginn,“ segir Guðmundur. Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Skútan komin til hafnar í Rifi Skipstjóri skútunnar var handtekinn í Rifi en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn um borð. 14. október 2018 21:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. Hafnarstjóri á Ísafirði, þar sem skútan lá við höfn, segir höfnina vel útbúna myndavélum. Hann furðar sig á því af hverju umrædd skúta varð fyrir valinu þar sem erfitt hafi verið að ná til hennar. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar fann skútuna úr lofti í gærkvöldi. Bátnum var snúið við og honum siglt til Rifs á Snæfellsnesi þar sem lögreglan á Vesturlandi tók á móti henni. Skipstjórinn var handtekinn og er grunaður um að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi. Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar átti áhöfn þyrlunnar í samskiptum við skútuna í gegnum talstöð.Kanna hvort maðurinn tengist eigandanum Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, segir í samtali við Vísi að maðurinn sem handtekinn var í gær og er grunaður um þjófnaðinn sé erlendur. Ekki er þó hægt að greina nánar frá þjóðerni hans að svo stöddu. Þá hafi hann verið einn um borð í bátnum en rannsókn málsins beinist nú m.a. að því að kanna hvort fleiri hafi verið að verki. Að sögn Hlyns skoðar lögregla jafnframt af hverju maðurinn valdi þessa tilteknu skútu, hvert förinni var heitið og hvort maðurinn tengist frönskum eiganda skútunnar. Hlynur vildi ekki tjá sig um það hvort þjófnaðurinn hefði náðst á upptökur öryggismyndavéla við höfnina. Ekki er heldur hægt að segja til um hvort lagt hafi verið hald á eitthvað um borð í skútunni en Hlynur segir lögreglu hafa innsiglað bátinn á Rifi. Allir möguleikar séu nú kannaðir. Aðspurður segir Hlynur að augljóst sé að maðurinn hafi þekkingu á siglingum þar sem hann hafi komið skútunni út úr höfninni og siglt henni út á Breiðafjörð. „Það er augljóst að það er enginn byrjandi sem siglir skútu.“ Yfirheyrslur yfir manninum stóðu enn yfir þegar Vísir náði tali af lögreglu um hádegisbil.Frá höfninni á Ísafirði. Skútunni var stolið þaðan aðfaranótt sunnudags.Vísir/Hafþór GunnarssonÞurfti að hafa fyrir því að stela nákvæmlega þessari skútu Guðmundur Magnús Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir í samtali við Vísi að hafnarstarfsmenn hafi orðið varir við að bátinn vantaði í gærmorgun, en eins og áður segir var honum stolið þá um nóttina. Aðspurður segir Guðmundur málið hið dularfyllsta og að þjófurinn hafi þurft að hafa mjög fyrir því að stela einmitt þessari skútu. „Það hefur væntanlega verið brotist um borð í skútuna og vélar settar í gang. Seglin eru í geymslu hér hjá okkur. Það hefur þurft að hafa svolítið fyrir þessu því báturinn var bundinn hérna innan um aðra báta. Þess vegna vekur það furðu af hverju hann valdi þennan bát en ekki einhvern annan sem var auðveldara að stela.“ Inntur eftir því hvort myndavélar hafi mögulega náð þjófnaðinum á myndband segist Guðmundur bjartsýnn á að svo sé. „Við erum mjög vel myndavélavæddir á höfninni. Lögreglan vann í því í gær, tóku afrit af myndum.“ Þá hefur áður komið fram að eigandi Inook er franskur. Guðmundur segist hafa verið í sambandi við manninn í morgun en hann er jafnframt á leiðinni til Íslands að vitja skútunnar. Aðeins eru nokkrir dagar síðan eigandinn var síðast á Íslandi en hann hélt af landi brott daginn áður en skútunni var stolið. „Já, hann kvaddi mig hérna á föstudagsmorgun, eigandinn, og fór út til Frakklands á laugardaginn,“ segir Guðmundur.
Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Skútan komin til hafnar í Rifi Skipstjóri skútunnar var handtekinn í Rifi en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn um borð. 14. október 2018 21:30 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Skútan komin til hafnar í Rifi Skipstjóri skútunnar var handtekinn í Rifi en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn um borð. 14. október 2018 21:30