Hrækt og hótað Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 15. október 2018 06:00 Til er nokkuð sem heitir almenn kurteisi og hana ber að hafa í heiðri. Stundum brenglast viðmiðin eins og gerist á netinu þar sem fólk segir iðulega ýmislegt við aðra sem það myndi ekki hafa hugmyndaflug til að láta flakka stæði það frammi fyrir viðkomandi. Við skulum samt ekki vera svo einfaldar sálir að ímynda okkur að í hinu daglega lífi þar sem fólk hittist augliti til auglitis fari samskipti ætíð kurteislega fram. Þar verður fólk sem er einungis að sinna daglegri vinnu sinni oft fyrir aðkasti og jafnvel hótunum þeirra sem leyfa reiðinni að hertaka hugann. Um síðustu helgi var viðtal í Fréttablaðinu við nokkra einstaklinga sem verða fyrir miklu aðkasti í starfi. Hér er um að ræða stöðumælaverði, sem nú gegna því flatneskjulega heiti stöðuverðir – heiti sem ekki þykir ástæða til að nota hér. Stöðumælaverðirnir lýstu því hvernig þeir hafa í störfum sínum orðið að þola að hrækt sé á þá, hrópað að þeim fúkyrðum, þeim ógnað og jafnvel hótað lífláti. Óneitanlega minna þessar lýsingar nokkuð á það sem lögreglumenn urðu að þola á upplausnartímum í hruninu, þegar mótmæli fóru gjörsamlega úr böndum. Ekki hefur verið haft fyrir því að biðja lögregluna afsökunar á þeim skrílslátum. Í áðurnefndu viðtali komu stöðumælaverðirnir ekki fram undir nafni og á myndum voru andlit þeirra ekki sýnd. Yfirmaður þeirra óskaði eftir þessu og var þar með öryggi starfsmanna sinna í huga. Það er dapurlegt þegar fólk sem gegnir nauðsynlegum störfum í þjóðfélaginu getur ekki, öryggis síns vegna, sýnt sig í mynd og talað undir nafni. Því stafar ógn af samborgurum sínum, alls ekki mörgum, en samt nægilegum fjölda til að það hafi ástæðu til að hafa áhyggjur. Einn viðmælenda blaðsins segist þjást af kvíða í kjölfar hótana og áreitni og hefur leitað til sálfræðings. Allir ættu að geta sett sig í spor einstaklings sem þarf að mæta í vinnu og hafa áhyggjur af því hvernig viðmóti hann muni mæta þann dag, hvort einhver muni hella sér yfir hann og jafnvel hóta honum. Skapgerð fólks er vissulega mismunandi og það á sömuleiðis misauðvelt með að sýna sjálfstjórn. Auðvitað er best að sem flestir kunni sig, sem þýðir ekki að þeir megi ekki fyllast réttlátri reiði og láta í sér heyra. Það er allt annað en að taka æðiskast. Hins vegar er ekki öllum gefið að taka lífinu með ró og þeir sem eiga einna erfiðast með það eru einstaklingar sem láta sér á sama standa um líðan annarra og setja eigin þarfir ætíð í forgrunn. Þeir hafa einstakt lag á að leiða hjá sér viðteknar kurteisisvenjur, taka sín reglulegu frekjuköst og telja sig hafa fullan rétt á því. Þeim er nákvæmlega sama þótt þeir hafi sært aðra með framkomu sinni. Vilji menn lifa í þokkalegri sátt í samfélagi við aðra verða þeir að geta sett sig í spor annarra. Framkoma eins og stöðumælaverðirnir lýstu í Fréttablaðinu er dapurlegt vitni um að of margir eru alls ófærir um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir pennar Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Til er nokkuð sem heitir almenn kurteisi og hana ber að hafa í heiðri. Stundum brenglast viðmiðin eins og gerist á netinu þar sem fólk segir iðulega ýmislegt við aðra sem það myndi ekki hafa hugmyndaflug til að láta flakka stæði það frammi fyrir viðkomandi. Við skulum samt ekki vera svo einfaldar sálir að ímynda okkur að í hinu daglega lífi þar sem fólk hittist augliti til auglitis fari samskipti ætíð kurteislega fram. Þar verður fólk sem er einungis að sinna daglegri vinnu sinni oft fyrir aðkasti og jafnvel hótunum þeirra sem leyfa reiðinni að hertaka hugann. Um síðustu helgi var viðtal í Fréttablaðinu við nokkra einstaklinga sem verða fyrir miklu aðkasti í starfi. Hér er um að ræða stöðumælaverði, sem nú gegna því flatneskjulega heiti stöðuverðir – heiti sem ekki þykir ástæða til að nota hér. Stöðumælaverðirnir lýstu því hvernig þeir hafa í störfum sínum orðið að þola að hrækt sé á þá, hrópað að þeim fúkyrðum, þeim ógnað og jafnvel hótað lífláti. Óneitanlega minna þessar lýsingar nokkuð á það sem lögreglumenn urðu að þola á upplausnartímum í hruninu, þegar mótmæli fóru gjörsamlega úr böndum. Ekki hefur verið haft fyrir því að biðja lögregluna afsökunar á þeim skrílslátum. Í áðurnefndu viðtali komu stöðumælaverðirnir ekki fram undir nafni og á myndum voru andlit þeirra ekki sýnd. Yfirmaður þeirra óskaði eftir þessu og var þar með öryggi starfsmanna sinna í huga. Það er dapurlegt þegar fólk sem gegnir nauðsynlegum störfum í þjóðfélaginu getur ekki, öryggis síns vegna, sýnt sig í mynd og talað undir nafni. Því stafar ógn af samborgurum sínum, alls ekki mörgum, en samt nægilegum fjölda til að það hafi ástæðu til að hafa áhyggjur. Einn viðmælenda blaðsins segist þjást af kvíða í kjölfar hótana og áreitni og hefur leitað til sálfræðings. Allir ættu að geta sett sig í spor einstaklings sem þarf að mæta í vinnu og hafa áhyggjur af því hvernig viðmóti hann muni mæta þann dag, hvort einhver muni hella sér yfir hann og jafnvel hóta honum. Skapgerð fólks er vissulega mismunandi og það á sömuleiðis misauðvelt með að sýna sjálfstjórn. Auðvitað er best að sem flestir kunni sig, sem þýðir ekki að þeir megi ekki fyllast réttlátri reiði og láta í sér heyra. Það er allt annað en að taka æðiskast. Hins vegar er ekki öllum gefið að taka lífinu með ró og þeir sem eiga einna erfiðast með það eru einstaklingar sem láta sér á sama standa um líðan annarra og setja eigin þarfir ætíð í forgrunn. Þeir hafa einstakt lag á að leiða hjá sér viðteknar kurteisisvenjur, taka sín reglulegu frekjuköst og telja sig hafa fullan rétt á því. Þeim er nákvæmlega sama þótt þeir hafi sært aðra með framkomu sinni. Vilji menn lifa í þokkalegri sátt í samfélagi við aðra verða þeir að geta sett sig í spor annarra. Framkoma eins og stöðumælaverðirnir lýstu í Fréttablaðinu er dapurlegt vitni um að of margir eru alls ófærir um það.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun