Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2018 18:38 Myllusetur, útgáfufélag Viðskiptablaðsins, keypti viðskiptatímaritið Frjálsa verslun í október í fyrra. Vísir/atli Persónuvernd vísaði frá kvörtunum tveggja einstaklinga sem kvörtuðu undan birtingu tekna sinna í tekjublöðum Frjálsrar verslunar og DV í fyrra. Úrskurðir í málunum tveimur voru birtir í dag á vef Persónuverndar. Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd.Sagði upplýsingar um tekjur sínar rangar Persónuvernd bárust tvær kvartanir frá tveimur einstaklingum í júlí í fyrra. Kvartanirnar sneru báðar að vinnslu persónuupplýsinga um kvörtunaraðila hjá Heimi hf., þáverandi útgefanda Frjálsrar verslunar sem gefur út tekjublað ár hvert. Önnur kvörtunin varðaði einnig birtingu sambærilegra upplýsinga hjá útgefanda DV, sem gefur út Tekjublað DV. Í þeirri kvörtun sem beindist bæði gegn Frjálsri verslun og DV segir að kvörtunaraðili telji birtingu tekjutímaritanna óheimila. Þá séu áætlaðar tekjur blaðanna í mörgum tilvikum rangar auk þess sem kvartandi hafi ekki verið upplýstur um vinnsluna í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.Forsíða tekjublaðs Frjálsrar verslunar árið 2017.Mynd/SkjáskotÍ hinni kvörtuninni finnur kvartandi að því að í tekjublaði Frjálsrar verslunar hafi verið gefið í skyn að hann hafi haft tekjur af vinnu sinni sem forsvarsmaður félags á Íslandi. Hann hafi hins vegar engar tekjur haft af þeirri vinnu og hafi sínar tekjur annars staðar frá. Taldi kvartandi það brot á persónuvernd sinni „að þriðji aðili upplýsi um tekjur hans í sínum miðli og það á röngum forsendum.“Sjá einnig: Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Segja birtinguna stuðla að umræðu um skattamál Í svari útgáfufélagsins Heimis hf. segir m.a. að samkvæmt lögum um tekjuskatt sé opinber birting á upplýsingum um álagða skatta úr skattskrá heimil, svo og útgáfa þeirra upplýsinga. Notkun umræddra upplýsinga stuðli einnig að umræðu um skattamál. Í því samhengi er vísað til þess að margar af mest lesnu fréttum á vefmiðlunum Vísi og Mbl daginn sem tekjublaðið kom út hafi verið um skattamál og stór hluti þeirra hafi vísað til blaðsins. Í svari DV er einnig vísað til þess að samkvæmt lögum sé opinber birting og útgáfa á álagningar- og skattskrá heimiluð. Málin talin heyra undir dómstóla Ákvörðun Persónuverndar í málunum tveimur byggði svo á því að samkvæmt persónuverndarlögum falli vinnsla, sem einvörðungu fer fram í þágu fréttamennsku eða bókmenntalegrar eða listrænnar starfsemi, utan ramma flestra ákvæða laga um verkefni Persónuvernd. Þannig væri ekki litið svo á að Persónuvernd hefði vald til að taka bindandi ákvörðun í málunum, heldur yrði slíkt talið heyra undir dómstóla. Í ljósi þess var kvörtununum vísað frá. Í báðum úrskurðunum var einnig tekið fram að meðferð málanna hafi dregist vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. Í dag var greint frá því að Persónuvernd hafi þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. Persónuverndar komst svo að þeirri niðurstöðu í úrskurði árið 2013 að Creditinfo lánstrausti væri óheimilt að miðla upplýsinga úr skattskrá til áskrifenda sinna í viðskiptalegum tilgangi. Í úrskurðinum er rakið að briting Creditinfo Lánstrauts á upplýsingum hafi ekki verið í þágu aðhalds með gjaldendum og skattyfirvöldum eða til að stuðla að umræðu um skattamál. Persónuvernd Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Tekjur Íslendinga: Stjórnarmenn í Glitni HoldCo með tugi milljóna í tekjur á mánuði Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun. 1. júní 2018 10:17 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Persónuvernd vísaði frá kvörtunum tveggja einstaklinga sem kvörtuðu undan birtingu tekna sinna í tekjublöðum Frjálsrar verslunar og DV í fyrra. Úrskurðir í málunum tveimur voru birtir í dag á vef Persónuverndar. Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd.Sagði upplýsingar um tekjur sínar rangar Persónuvernd bárust tvær kvartanir frá tveimur einstaklingum í júlí í fyrra. Kvartanirnar sneru báðar að vinnslu persónuupplýsinga um kvörtunaraðila hjá Heimi hf., þáverandi útgefanda Frjálsrar verslunar sem gefur út tekjublað ár hvert. Önnur kvörtunin varðaði einnig birtingu sambærilegra upplýsinga hjá útgefanda DV, sem gefur út Tekjublað DV. Í þeirri kvörtun sem beindist bæði gegn Frjálsri verslun og DV segir að kvörtunaraðili telji birtingu tekjutímaritanna óheimila. Þá séu áætlaðar tekjur blaðanna í mörgum tilvikum rangar auk þess sem kvartandi hafi ekki verið upplýstur um vinnsluna í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.Forsíða tekjublaðs Frjálsrar verslunar árið 2017.Mynd/SkjáskotÍ hinni kvörtuninni finnur kvartandi að því að í tekjublaði Frjálsrar verslunar hafi verið gefið í skyn að hann hafi haft tekjur af vinnu sinni sem forsvarsmaður félags á Íslandi. Hann hafi hins vegar engar tekjur haft af þeirri vinnu og hafi sínar tekjur annars staðar frá. Taldi kvartandi það brot á persónuvernd sinni „að þriðji aðili upplýsi um tekjur hans í sínum miðli og það á röngum forsendum.“Sjá einnig: Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Segja birtinguna stuðla að umræðu um skattamál Í svari útgáfufélagsins Heimis hf. segir m.a. að samkvæmt lögum um tekjuskatt sé opinber birting á upplýsingum um álagða skatta úr skattskrá heimil, svo og útgáfa þeirra upplýsinga. Notkun umræddra upplýsinga stuðli einnig að umræðu um skattamál. Í því samhengi er vísað til þess að margar af mest lesnu fréttum á vefmiðlunum Vísi og Mbl daginn sem tekjublaðið kom út hafi verið um skattamál og stór hluti þeirra hafi vísað til blaðsins. Í svari DV er einnig vísað til þess að samkvæmt lögum sé opinber birting og útgáfa á álagningar- og skattskrá heimiluð. Málin talin heyra undir dómstóla Ákvörðun Persónuverndar í málunum tveimur byggði svo á því að samkvæmt persónuverndarlögum falli vinnsla, sem einvörðungu fer fram í þágu fréttamennsku eða bókmenntalegrar eða listrænnar starfsemi, utan ramma flestra ákvæða laga um verkefni Persónuvernd. Þannig væri ekki litið svo á að Persónuvernd hefði vald til að taka bindandi ákvörðun í málunum, heldur yrði slíkt talið heyra undir dómstóla. Í ljósi þess var kvörtununum vísað frá. Í báðum úrskurðunum var einnig tekið fram að meðferð málanna hafi dregist vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. Í dag var greint frá því að Persónuvernd hafi þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. Persónuverndar komst svo að þeirri niðurstöðu í úrskurði árið 2013 að Creditinfo lánstrausti væri óheimilt að miðla upplýsinga úr skattskrá til áskrifenda sinna í viðskiptalegum tilgangi. Í úrskurðinum er rakið að briting Creditinfo Lánstrauts á upplýsingum hafi ekki verið í þágu aðhalds með gjaldendum og skattyfirvöldum eða til að stuðla að umræðu um skattamál.
Persónuvernd Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Tekjur Íslendinga: Stjórnarmenn í Glitni HoldCo með tugi milljóna í tekjur á mánuði Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun. 1. júní 2018 10:17 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30
Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41
Tekjur Íslendinga: Stjórnarmenn í Glitni HoldCo með tugi milljóna í tekjur á mánuði Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun. 1. júní 2018 10:17