Vonda skoðunin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. október 2018 07:15 Við lifum í samfélagi þar sem fólk er stöðugt að tjá sig, ekki einungis á mannamótum heldur einnig á samfélagsmiðlum. Sumir hafa óneitanlega meiri þörf fyrir að viðra skoðanir sínar en aðrir og leita uppi miðla þar sem mögulegt er að rödd þeirra fái að heyrast. Þeir finna sér sinn stað og koma sér þar þægilega fyrir og útvarpa hæstánægðir skoðunum sínum, oft meira af kappi en forsjá. Á dögunum viðraði lektor, karlmaður, skoðanir sínar á konum í svokölluðu Karlmennskuspjalli á Facebook. Í anda þess sem hann hefur sjálfsagt talið sanna karlmennsku andvarpaði hann þar yfir því að konur væru alltaf að reyna að troða sér þar sem karlmenn vinna og eyðilegðu vinnustaðinn. Af skrifum hans mátti jafnvel skilja að það væri mikið mein að konur hefðu ekki nægilegan smekk fyrir klámbröndurum, allavega sýndu þær ekki mikið umburðarlyndi væri slíkur brandari sagður. Um þetta er það að segja að vitanlega væri þessum karlmanni fyrir bestu að vera víðsýnni en hann er. Eins og hann talar sýnist hann vera holdgervingur úreltra karlrembuviðhorfa. Það er hans ógæfa, en hann er örugglega ekki einn á báti. Karlrembur finnast víða og blaðra oft ansi mikla vitleysu. Það gera líka svo miklu fleiri og má þar til dæmis nefna öfgafyllstu femínista sem tala of oft eins og þeim sé gjörsamlega um megn að þola tilvist karla. Ekki mikil víðsýni þar á ferð. Já, það verður ekki horft fram hjá því að furðulegar skoðanir eru víða á kreiki. Blessunarlega er skoðana- og tjáningarfrelsi á Íslandi og það ber að virða. Slíkt frelsi er ætlað öllum en sívaxandi hneigð er til þess að þrengja það svo mjög að það er nánast eins og það sé einungis ætlað þeim sem hafa „réttar“ skoðanir. Skoðana- og tjáningarfrelsi hinna skal ekki virða, þar sem þeir tala heimskulega og sýna sig í því að vera illa upplýstir. Fyrir það skal refsað. Reyndar er ómögulegt að þefa uppi alla þá sem þykja hafa óæskilegar eða vitleysislegar skoðanir, en einhverjum er þó alltaf hægt að ná. Karlmaðurinn, sem hér er vitnað í, var einmitt klófestur af vinnuveitanda sínum og sagt upp vinnu við Háskólann í Reykjavík þar sem hann hafði lengi starfað sem lektor. Skoðanir hans, sem hann reifaði utan skólastofunnar, enduróma ekki viðteknar skoðanir þar innan dyra. Í þessum háskóla er akademíska frelsið greinilega talsverðum takmörkunum háð. Ef við teljum skoðana- og tjáningarfrelsi vera raunverulega mikilvægt þá sláum við skjaldborg um það en sveigjum það ekki eftir ríkjandi straumum og stefnum hverju sinni. Þetta frelsi er lítils virði ef það á einungis við þá sem eru okkur sammála en alls ekki hina sem við erum hjartanlega ósammála og teljum vera á algjörum villigötum í skoðunum sínum. Ef við ætlum ótrauð að ganga þá braut að reka fólk úr vinnu vegna þess að okkur líkar ekki skoðanir þess þá erum við um leið orðin verstu óvinir tjáningarfrelsisins. Samfélag sem virðir ekki rétt einstaklingsins til að tjá skoðanir sínar er mannfjandsamlegt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Við lifum í samfélagi þar sem fólk er stöðugt að tjá sig, ekki einungis á mannamótum heldur einnig á samfélagsmiðlum. Sumir hafa óneitanlega meiri þörf fyrir að viðra skoðanir sínar en aðrir og leita uppi miðla þar sem mögulegt er að rödd þeirra fái að heyrast. Þeir finna sér sinn stað og koma sér þar þægilega fyrir og útvarpa hæstánægðir skoðunum sínum, oft meira af kappi en forsjá. Á dögunum viðraði lektor, karlmaður, skoðanir sínar á konum í svokölluðu Karlmennskuspjalli á Facebook. Í anda þess sem hann hefur sjálfsagt talið sanna karlmennsku andvarpaði hann þar yfir því að konur væru alltaf að reyna að troða sér þar sem karlmenn vinna og eyðilegðu vinnustaðinn. Af skrifum hans mátti jafnvel skilja að það væri mikið mein að konur hefðu ekki nægilegan smekk fyrir klámbröndurum, allavega sýndu þær ekki mikið umburðarlyndi væri slíkur brandari sagður. Um þetta er það að segja að vitanlega væri þessum karlmanni fyrir bestu að vera víðsýnni en hann er. Eins og hann talar sýnist hann vera holdgervingur úreltra karlrembuviðhorfa. Það er hans ógæfa, en hann er örugglega ekki einn á báti. Karlrembur finnast víða og blaðra oft ansi mikla vitleysu. Það gera líka svo miklu fleiri og má þar til dæmis nefna öfgafyllstu femínista sem tala of oft eins og þeim sé gjörsamlega um megn að þola tilvist karla. Ekki mikil víðsýni þar á ferð. Já, það verður ekki horft fram hjá því að furðulegar skoðanir eru víða á kreiki. Blessunarlega er skoðana- og tjáningarfrelsi á Íslandi og það ber að virða. Slíkt frelsi er ætlað öllum en sívaxandi hneigð er til þess að þrengja það svo mjög að það er nánast eins og það sé einungis ætlað þeim sem hafa „réttar“ skoðanir. Skoðana- og tjáningarfrelsi hinna skal ekki virða, þar sem þeir tala heimskulega og sýna sig í því að vera illa upplýstir. Fyrir það skal refsað. Reyndar er ómögulegt að þefa uppi alla þá sem þykja hafa óæskilegar eða vitleysislegar skoðanir, en einhverjum er þó alltaf hægt að ná. Karlmaðurinn, sem hér er vitnað í, var einmitt klófestur af vinnuveitanda sínum og sagt upp vinnu við Háskólann í Reykjavík þar sem hann hafði lengi starfað sem lektor. Skoðanir hans, sem hann reifaði utan skólastofunnar, enduróma ekki viðteknar skoðanir þar innan dyra. Í þessum háskóla er akademíska frelsið greinilega talsverðum takmörkunum háð. Ef við teljum skoðana- og tjáningarfrelsi vera raunverulega mikilvægt þá sláum við skjaldborg um það en sveigjum það ekki eftir ríkjandi straumum og stefnum hverju sinni. Þetta frelsi er lítils virði ef það á einungis við þá sem eru okkur sammála en alls ekki hina sem við erum hjartanlega ósammála og teljum vera á algjörum villigötum í skoðunum sínum. Ef við ætlum ótrauð að ganga þá braut að reka fólk úr vinnu vegna þess að okkur líkar ekki skoðanir þess þá erum við um leið orðin verstu óvinir tjáningarfrelsisins. Samfélag sem virðir ekki rétt einstaklingsins til að tjá skoðanir sínar er mannfjandsamlegt samfélag.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun