Lögreglustjóri vill fá Aldísi aftur til vinnu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2018 20:00 Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar að færa hana til í starfi. Lögreglustjóri vill fá Aldísi aftur til starfa.Sigríður Björk færði Aldísi til í starfi árið 2016 þegar yfirstjórn lögreglunnar taldi þörf á að breytingum innan fíkniefnadeildar vegna vanda sem þar var til staðar. Héraðsdómur hafði áður sýknað ríkið af kröfum Aldísar sem fór fram á 126 milljónir í skaðabætur vegna ólögmætrar brottvikningar úr starfi en skaðabótakröfunni var vísað frá hjá Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar er viðurkennt að lögreglustjóri hafi heimild til að færa fólk til í starfi, Aldís fær miskabætur upp á 1,5 milljónir vegna skaða sem dómurinn telur að hún hafi orðið fyrir með breytingum og málsmeðferð lögreglustjóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglusjórinn á höfuðborgarsvæðinu.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRKemur þessi dómur til með að hafa áhrif á þig og þín störf? „Ég á ekki vona á því. Þetta er lærdómsferli. Við erum að læra af þessum dómi,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þegar hún er innt eftir viðbrögðum eftir að dómurinn féll í dag. Sigríður segir að sá lærdómur sem sé dreginn með dómnum sé að skrá samtímaheimildir. „Það er það sem er fundið að í dómnum að það hafi ekki verið til skráðar heimildir um ástandið í deildinni. Það má ekki gleyma því að við vorum að bregðast við mjög brýnum vanda í fíkniefnadeildinni. Það voru tveir menn grunaðir um spillingu og annar hefur verið sakfelldur fyrir spillingu. Hinn var ekki ákærður og hefur fengið bætur,“ segir Sigríður.Aldís HilmarsdóttirFréttablaðið/EyþórLögreglustjóri segir að Aldís Hilmarsdóttir, sem nú sé horfin til annarra starfa, sé velkominn aftur til lögreglunnar og vonar að hún komi til baka. „það stendur enn, Aldís á starfið sitt hér. Ég var búinn að fela henni aukna ábyrgð og búin að skipa hana sem aðstoðaryfirlögregluþjón, þannig að við viljum gjarnan fá hana aftur til starfa. Hún er velkomin,“ segir Sigríður Björk.Kemur hún aftur? Hafið þið heyrt í henni?„Ekki heyrt í henni enn, en dómurinn var að falla,“ segir Sigríður.Ætlar þú að taka upp símann og hringja í hana?„Það þykir mér mjög líklegt,“ segir Sigríður Björk. Lögreglan Tengdar fréttir Aldís áfrýjar til Hæstaréttar Aldís Hilmarsdóttir mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi hafi verið réttmæt. 28. desember 2017 15:43 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Lögreglustjóri vó að æru og persónu Aldísar sem fær miskabætur Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar lögreglustjóra að færa hana til í starfi. 11. október 2018 14:57 Aldís fær engar bætur frá ríkinu Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Aldís ætti ekki rétt á skaðabótum vegna tilfærslu í starfi. Aldís krafðist 126 milljóna í bætur. 13. desember 2017 15:30 Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar að færa hana til í starfi. Lögreglustjóri vill fá Aldísi aftur til starfa.Sigríður Björk færði Aldísi til í starfi árið 2016 þegar yfirstjórn lögreglunnar taldi þörf á að breytingum innan fíkniefnadeildar vegna vanda sem þar var til staðar. Héraðsdómur hafði áður sýknað ríkið af kröfum Aldísar sem fór fram á 126 milljónir í skaðabætur vegna ólögmætrar brottvikningar úr starfi en skaðabótakröfunni var vísað frá hjá Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar er viðurkennt að lögreglustjóri hafi heimild til að færa fólk til í starfi, Aldís fær miskabætur upp á 1,5 milljónir vegna skaða sem dómurinn telur að hún hafi orðið fyrir með breytingum og málsmeðferð lögreglustjóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglusjórinn á höfuðborgarsvæðinu.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRKemur þessi dómur til með að hafa áhrif á þig og þín störf? „Ég á ekki vona á því. Þetta er lærdómsferli. Við erum að læra af þessum dómi,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þegar hún er innt eftir viðbrögðum eftir að dómurinn féll í dag. Sigríður segir að sá lærdómur sem sé dreginn með dómnum sé að skrá samtímaheimildir. „Það er það sem er fundið að í dómnum að það hafi ekki verið til skráðar heimildir um ástandið í deildinni. Það má ekki gleyma því að við vorum að bregðast við mjög brýnum vanda í fíkniefnadeildinni. Það voru tveir menn grunaðir um spillingu og annar hefur verið sakfelldur fyrir spillingu. Hinn var ekki ákærður og hefur fengið bætur,“ segir Sigríður.Aldís HilmarsdóttirFréttablaðið/EyþórLögreglustjóri segir að Aldís Hilmarsdóttir, sem nú sé horfin til annarra starfa, sé velkominn aftur til lögreglunnar og vonar að hún komi til baka. „það stendur enn, Aldís á starfið sitt hér. Ég var búinn að fela henni aukna ábyrgð og búin að skipa hana sem aðstoðaryfirlögregluþjón, þannig að við viljum gjarnan fá hana aftur til starfa. Hún er velkomin,“ segir Sigríður Björk.Kemur hún aftur? Hafið þið heyrt í henni?„Ekki heyrt í henni enn, en dómurinn var að falla,“ segir Sigríður.Ætlar þú að taka upp símann og hringja í hana?„Það þykir mér mjög líklegt,“ segir Sigríður Björk.
Lögreglan Tengdar fréttir Aldís áfrýjar til Hæstaréttar Aldís Hilmarsdóttir mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi hafi verið réttmæt. 28. desember 2017 15:43 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Lögreglustjóri vó að æru og persónu Aldísar sem fær miskabætur Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar lögreglustjóra að færa hana til í starfi. 11. október 2018 14:57 Aldís fær engar bætur frá ríkinu Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Aldís ætti ekki rétt á skaðabótum vegna tilfærslu í starfi. Aldís krafðist 126 milljóna í bætur. 13. desember 2017 15:30 Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Aldís áfrýjar til Hæstaréttar Aldís Hilmarsdóttir mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi hafi verið réttmæt. 28. desember 2017 15:43
Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00
Lögreglustjóri vó að æru og persónu Aldísar sem fær miskabætur Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar lögreglustjóra að færa hana til í starfi. 11. október 2018 14:57
Aldís fær engar bætur frá ríkinu Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Aldís ætti ekki rétt á skaðabótum vegna tilfærslu í starfi. Aldís krafðist 126 milljóna í bætur. 13. desember 2017 15:30
Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45
Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent