Hagnaður hjá bílaleigum dregst saman Helgi Vífill Júlíusson skrifar 11. október 2018 07:00 Forsvarsmenn bílaleiga telja að árið 2018 verði að líkindum ekki betra en í fyrra. Yfir helmingur ferðamanna tekur bílaleigubíla. Fréttablaðið/Eyþór Hagnaður bílaleiga dróst verulega saman árið 2017 og skiluðu þrjár af sex í úrtaki Fréttablaðsins tapi á árinu, eins og sjá má í töflu. Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds sem er stærsta bílaleiga landsins, segir að rekstrarumhverfið sé erfitt um þessar mundir. Það megi rekja til of sterkrar krónu og aukins rekstrarkostnaðar; laun hafi hækkað sem og tryggingar og rekstur bílanna. Tjón á vegum séu algengari hérlendis en erlendis vegna þess hve vegakerfið sé orðið lélegt. „Auk þess er mikil samkeppni á markaðnum og í sumar var offramboð á bílaleigubílum.“ Hendrik Berndsen, framkvæmdastjóri hjá Hertz, segir að á sama tíma og kreppi að hjá bílaleigum sé ríkisvaldið að gera starfseminni erfitt fyrir. Bílaleigur séu eina atvinnugreinin sem greiði vörugjöld af atvinnutækjum og nú um áramótin eigi endanlega að taka af þeim þau sérvörugjöld sem þær hafa búið við síðan árið 2000. Gjöldin hafi farið hækkandi síðustu ár sem hafi gert bílaleigunum erfitt fyrir. „Á sama tíma eru stjórnvöld að þrýsta á að bílaleigur stuðli að bættu umferðaröryggi ferðamanna og fækki slysum. En hið gagnstæða verður reyndin ef bílaleigur geta ekki keypt eins og áður nýja bíla sem eru með bestu tækni varðandi umferðaröryggi. Það er ljóst að með þessum aðgerðum stjórnvalda munu bílaleigubílar eldast sem er slæmt fyrir alla. Stjórnmálamenn tala margir fyrir mikilvægi þess að dreifa ferðamönnum um landið. Um 55 prósent allra ferðamanna taka bílaleigubíla. Án bílaleiga færu fáir ferðamenn út á land. Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Við bætist að bílaleigur eru eina atvinnugreinin í ferðamennsku sem greiðir fullan virðisaukaskatt.“Reksturinn ekki betri í ár Steingrímur og Hendrik eru sammála um að árið í ár verði að líkindum ekki betra en í fyrra. Steingrímur bendir á að þegar vörugjöld falla á bílaleigur af fullum þunga verði Ísland enn síður samkeppnishæft við okkar helstu samkeppnissvæði. Hendrik segir að samsetning ferðamanna hafi breyst. „Bandaríkjamenn eru að sækja landið heim í meiri mæli en þeir leigja bílana skemur. Við erum því að gera meira fyrir minna. Í hvert skipti sem bíll fer um Keflavíkurflugvöll greiðum við þóknun til Isavia. Sá kostnaður fer vaxandi á milli ára og verðin hafa ekki stigið í samræmi við það. Evrópubúar, sem voru áður hlutfallslega fleiri af okkar viðskiptavinum, fóru áður í lengri ferðir, óku til dæmis hringveginn og stoppuðu víða. Nú keyra ferðamenn meira en stoppa minna og sjá því minna af landinu.“ Tekjur Hölds jukust einungis um tvö prósent á milli ára og námu 6,4 milljörðum króna árið 2017. „Við töldum okkur vita að árið 2017 yrði erfitt. Sömu sögu var að segja af árinu 2018. Af þeim sökum höfum við haldið að okkur höndum bæði árin og dregið úr bílakaupum. Það er til lítils að vaxa ef við erum að leigja út bíla á verðum sem standa illa undir sér. Við beinum því kröftunum að hagræðingu í rekstri,“ segir Steingrímur. Steingrímur nefnir að til hagræðingar hafi verið unnið að því að kaupa færri bíla, bæta upplýsingakerfi félagsins og auka sjálfvirkni, breyta opnunartíma og fleira. „Við höfum ekki farið í aðrar stórar aðgerðir en að kaupa færri bíla. Við drógum saman kaup á nýjum bílum í fyrra um tæplega 20 prósent.“ Bókfært eiginfjárhlutfall Hölds var einungis þrjú prósent við árslok. „Það er dulið eigið fé í bókum okkar. Raunveruleg staða fyrirtækisins er því mun betri. Við höfum ekki endurverðmetið eignir félagsins, hvorki fasteignir né bíla og ljóst að markaðsverðmæti þeirra er töluvert umfram bókfært verð og staðan hvað það varðar því ágæt. Við höfum gengið í gegnum svona dali áður og notum þá til tiltektar,“ segir Steingrímur. Birtist í Fréttablaðinu Bílaleigur Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Hagnaður bílaleiga dróst verulega saman árið 2017 og skiluðu þrjár af sex í úrtaki Fréttablaðsins tapi á árinu, eins og sjá má í töflu. Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds sem er stærsta bílaleiga landsins, segir að rekstrarumhverfið sé erfitt um þessar mundir. Það megi rekja til of sterkrar krónu og aukins rekstrarkostnaðar; laun hafi hækkað sem og tryggingar og rekstur bílanna. Tjón á vegum séu algengari hérlendis en erlendis vegna þess hve vegakerfið sé orðið lélegt. „Auk þess er mikil samkeppni á markaðnum og í sumar var offramboð á bílaleigubílum.“ Hendrik Berndsen, framkvæmdastjóri hjá Hertz, segir að á sama tíma og kreppi að hjá bílaleigum sé ríkisvaldið að gera starfseminni erfitt fyrir. Bílaleigur séu eina atvinnugreinin sem greiði vörugjöld af atvinnutækjum og nú um áramótin eigi endanlega að taka af þeim þau sérvörugjöld sem þær hafa búið við síðan árið 2000. Gjöldin hafi farið hækkandi síðustu ár sem hafi gert bílaleigunum erfitt fyrir. „Á sama tíma eru stjórnvöld að þrýsta á að bílaleigur stuðli að bættu umferðaröryggi ferðamanna og fækki slysum. En hið gagnstæða verður reyndin ef bílaleigur geta ekki keypt eins og áður nýja bíla sem eru með bestu tækni varðandi umferðaröryggi. Það er ljóst að með þessum aðgerðum stjórnvalda munu bílaleigubílar eldast sem er slæmt fyrir alla. Stjórnmálamenn tala margir fyrir mikilvægi þess að dreifa ferðamönnum um landið. Um 55 prósent allra ferðamanna taka bílaleigubíla. Án bílaleiga færu fáir ferðamenn út á land. Hér fer ekki saman hljóð og mynd. Við bætist að bílaleigur eru eina atvinnugreinin í ferðamennsku sem greiðir fullan virðisaukaskatt.“Reksturinn ekki betri í ár Steingrímur og Hendrik eru sammála um að árið í ár verði að líkindum ekki betra en í fyrra. Steingrímur bendir á að þegar vörugjöld falla á bílaleigur af fullum þunga verði Ísland enn síður samkeppnishæft við okkar helstu samkeppnissvæði. Hendrik segir að samsetning ferðamanna hafi breyst. „Bandaríkjamenn eru að sækja landið heim í meiri mæli en þeir leigja bílana skemur. Við erum því að gera meira fyrir minna. Í hvert skipti sem bíll fer um Keflavíkurflugvöll greiðum við þóknun til Isavia. Sá kostnaður fer vaxandi á milli ára og verðin hafa ekki stigið í samræmi við það. Evrópubúar, sem voru áður hlutfallslega fleiri af okkar viðskiptavinum, fóru áður í lengri ferðir, óku til dæmis hringveginn og stoppuðu víða. Nú keyra ferðamenn meira en stoppa minna og sjá því minna af landinu.“ Tekjur Hölds jukust einungis um tvö prósent á milli ára og námu 6,4 milljörðum króna árið 2017. „Við töldum okkur vita að árið 2017 yrði erfitt. Sömu sögu var að segja af árinu 2018. Af þeim sökum höfum við haldið að okkur höndum bæði árin og dregið úr bílakaupum. Það er til lítils að vaxa ef við erum að leigja út bíla á verðum sem standa illa undir sér. Við beinum því kröftunum að hagræðingu í rekstri,“ segir Steingrímur. Steingrímur nefnir að til hagræðingar hafi verið unnið að því að kaupa færri bíla, bæta upplýsingakerfi félagsins og auka sjálfvirkni, breyta opnunartíma og fleira. „Við höfum ekki farið í aðrar stórar aðgerðir en að kaupa færri bíla. Við drógum saman kaup á nýjum bílum í fyrra um tæplega 20 prósent.“ Bókfært eiginfjárhlutfall Hölds var einungis þrjú prósent við árslok. „Það er dulið eigið fé í bókum okkar. Raunveruleg staða fyrirtækisins er því mun betri. Við höfum ekki endurverðmetið eignir félagsins, hvorki fasteignir né bíla og ljóst að markaðsverðmæti þeirra er töluvert umfram bókfært verð og staðan hvað það varðar því ágæt. Við höfum gengið í gegnum svona dali áður og notum þá til tiltektar,“ segir Steingrímur.
Birtist í Fréttablaðinu Bílaleigur Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira