Þau eru líklegust til að taka við af Merkel Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2018 23:30 Annegret Kramp-Karrenbauer og Angela Merkel ræða málin. Getty Angela Merkel Þýskalandskanslari greindi frá því fyrr í dag að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Kristilegra demókrata (CDU) á landsfundi flokksins í Hamborg í byrjun desembermánaðar. Merkel hefur gegnt embættinu frá árinu 2000, en tók við kanslaraembættinu fimm árum síðar. Ljóst má vera að samflokksmenn Merkel hafa ólíkar skoðanir á því hver skuli taka við af „Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði. Merkel sagði í dag að þó að hún ætli sér að láta af formennsku í flokknum ætli hún sér að sitja sem kanslari til ársins 2021.Annegret Kramp-Karrenbauer.GettyAKK líkleg Sú sem oftast hefur verið nefnd sem líklegur arftaki Merkel er Annegret Kramp-Karrenbauer, einnig þekkt sem AKK, en hún lýsti yfir framboði sínu fyrr í dag. Merkel skipaði hina 56 ára AKK framkvæmdastjóra CDU í febrúar síðastliðinn, og var það af mörgum talið skýrt merki þess að Merkel vonist til að hún muni leiða flokkinn þegar hún stígur sjálf til hliðar. Merkel sagðist í dag ekki ætla að taka opinbera afstöðu í formannskjörinu, þar sem hún vilji ekki hafa áhrif á kosningarnar. AKK kemur frá sambandsríkinu Saarlandi, stýrði þar stjórn, og tilheyrir hófsamari armi flokksins, líkt og Merkel sjálf. Hún hefur sagst vilja berjast fyrir aukinni stjórnmálaþátttöku kvenna og tilkomu hátekjuskatts. AKK segist eiga rætur sínar í því sem hún kallar „klassíska Rínar-kaþólska CDU“, sem gerir það að verkum að hún nýtur einnig talsverðra vinsælda meðal íhaldssamari flokksmanna.Friedrich Merz.GettyÍhaldsmaðurinn Merz Friedrich Merz, 62 ára lögfræðingur, hyggst bjóða sig fram til formanns flokksins, að sögn heimildarmanna Reuters. Merz var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á árunum 2000 til 2002. Hann hefur ekki verið áberandi síðustu árin og urðu margir undrandi þegar fréttir bárust af því að hann hugði á endurkomu í stjórnmálin. Hann hefur áður starfað í fjármálageiranum og tilheyrir íhaldssamari armi flokksins. Hann kemur frá Norðurrín-Vestfalíu. Að undanförnu hefur hann unnið að verkefni sem nefnist Atlantshafsbrúin sem gengur út á að auka samstarf Bandaríkjanna og Þýskalands á sviði viðskipta og hernaðar. Þá á hann sæti í stjórn nokkurra fyrirtækja.Peter Altmaier.GettyViðskiptaráðherrann Altmaier Sextugur viðskiptaráðherra Þýskalands, Peter Altmaier, er reynslumikill stjórnmálamaður og hefur verið náinn samstarfsmaður Merkel. Hann hefur verið virkur í flokknum frá árinu 1976 og setið á þýska þinginu frá 1994. Á árunum 2013 til 2018 var hann yfirmaður kanslaraskrifstofunnar sem er lykilstaða í þýsku ríkisstjórninni. Altmaier nýtur vinsælda, þykir lausnamiðaður, en segir sjálfur að stjórnunarstíll hans sé of grófur til að hann geti gegnt embætti kanslara.Jens Spahn.GettyHeilbrigðisráðherrann Spahn Heilbrigðisráðherrann Jens Spahn, 38 ára og frá Norðurrín-Vestfalíu, hefur verið iðinn við að gagnrýna Merkel síðustu ár og tilheyrir hann íhaldssamari armi flokksins. Spahn tók sæti í ríkisstjórninni í vor en hefur gagnrýnt stefnu Merkel í innflytjendamálum og lýst yfir efasemdum með tilgang þess að heimila tvöfalt ríkisfang. Hann hefur áður starfað í fjármálaráðuneytinu. Ungur aldur hans kann að tala gegn því að hann verði næsti formaður flokksins, en hann hefyr nú þegar lýst yfir framboði til formanns.Armin Laschet.GettyAðrir sem hafa verið nefndir líklegir Fimmtugur þingflokksformaður Kristilegra demókrata, Ralph Brinkhaus, hefur einnig verið nefndur til sögunnar sem mögulegur arftaki. Armin Laschet, forseti sambandsstjórnar Norðurrín-Vestfalíu, vann ákveðinn sigur á síðasta ári þegar CDU náði völdum í sambandsríkinu þar sem Jafnaðarmenn hafa vanalega verið við völd. Hinn 57 ára Laschet stendur nálægt Merkel í mörgum málum. Julia Klöckner, landbúnaðarráðherra og leiðtogi CDU í Rínarlandi-Pfalz, hefur einnig verið nefnd til sögunnar. Hún tilheyrir íhaldssamari armi flokksins og vill færa hann til hægri. Þýskaland Tengdar fréttir Angela Merkel hættir eftir átján ára formennsku Angela Merkel hefur ákveðið að hætta sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi eftir átján ár í sæti formanns. 29. október 2018 09:32 Angela Merkel hættir sem kanslari árið 2021 Ætlar að hætta sem formaður Kristilegra demókrata á næstu dögum. 29. október 2018 12:58 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari greindi frá því fyrr í dag að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Kristilegra demókrata (CDU) á landsfundi flokksins í Hamborg í byrjun desembermánaðar. Merkel hefur gegnt embættinu frá árinu 2000, en tók við kanslaraembættinu fimm árum síðar. Ljóst má vera að samflokksmenn Merkel hafa ólíkar skoðanir á því hver skuli taka við af „Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði. Merkel sagði í dag að þó að hún ætli sér að láta af formennsku í flokknum ætli hún sér að sitja sem kanslari til ársins 2021.Annegret Kramp-Karrenbauer.GettyAKK líkleg Sú sem oftast hefur verið nefnd sem líklegur arftaki Merkel er Annegret Kramp-Karrenbauer, einnig þekkt sem AKK, en hún lýsti yfir framboði sínu fyrr í dag. Merkel skipaði hina 56 ára AKK framkvæmdastjóra CDU í febrúar síðastliðinn, og var það af mörgum talið skýrt merki þess að Merkel vonist til að hún muni leiða flokkinn þegar hún stígur sjálf til hliðar. Merkel sagðist í dag ekki ætla að taka opinbera afstöðu í formannskjörinu, þar sem hún vilji ekki hafa áhrif á kosningarnar. AKK kemur frá sambandsríkinu Saarlandi, stýrði þar stjórn, og tilheyrir hófsamari armi flokksins, líkt og Merkel sjálf. Hún hefur sagst vilja berjast fyrir aukinni stjórnmálaþátttöku kvenna og tilkomu hátekjuskatts. AKK segist eiga rætur sínar í því sem hún kallar „klassíska Rínar-kaþólska CDU“, sem gerir það að verkum að hún nýtur einnig talsverðra vinsælda meðal íhaldssamari flokksmanna.Friedrich Merz.GettyÍhaldsmaðurinn Merz Friedrich Merz, 62 ára lögfræðingur, hyggst bjóða sig fram til formanns flokksins, að sögn heimildarmanna Reuters. Merz var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á árunum 2000 til 2002. Hann hefur ekki verið áberandi síðustu árin og urðu margir undrandi þegar fréttir bárust af því að hann hugði á endurkomu í stjórnmálin. Hann hefur áður starfað í fjármálageiranum og tilheyrir íhaldssamari armi flokksins. Hann kemur frá Norðurrín-Vestfalíu. Að undanförnu hefur hann unnið að verkefni sem nefnist Atlantshafsbrúin sem gengur út á að auka samstarf Bandaríkjanna og Þýskalands á sviði viðskipta og hernaðar. Þá á hann sæti í stjórn nokkurra fyrirtækja.Peter Altmaier.GettyViðskiptaráðherrann Altmaier Sextugur viðskiptaráðherra Þýskalands, Peter Altmaier, er reynslumikill stjórnmálamaður og hefur verið náinn samstarfsmaður Merkel. Hann hefur verið virkur í flokknum frá árinu 1976 og setið á þýska þinginu frá 1994. Á árunum 2013 til 2018 var hann yfirmaður kanslaraskrifstofunnar sem er lykilstaða í þýsku ríkisstjórninni. Altmaier nýtur vinsælda, þykir lausnamiðaður, en segir sjálfur að stjórnunarstíll hans sé of grófur til að hann geti gegnt embætti kanslara.Jens Spahn.GettyHeilbrigðisráðherrann Spahn Heilbrigðisráðherrann Jens Spahn, 38 ára og frá Norðurrín-Vestfalíu, hefur verið iðinn við að gagnrýna Merkel síðustu ár og tilheyrir hann íhaldssamari armi flokksins. Spahn tók sæti í ríkisstjórninni í vor en hefur gagnrýnt stefnu Merkel í innflytjendamálum og lýst yfir efasemdum með tilgang þess að heimila tvöfalt ríkisfang. Hann hefur áður starfað í fjármálaráðuneytinu. Ungur aldur hans kann að tala gegn því að hann verði næsti formaður flokksins, en hann hefyr nú þegar lýst yfir framboði til formanns.Armin Laschet.GettyAðrir sem hafa verið nefndir líklegir Fimmtugur þingflokksformaður Kristilegra demókrata, Ralph Brinkhaus, hefur einnig verið nefndur til sögunnar sem mögulegur arftaki. Armin Laschet, forseti sambandsstjórnar Norðurrín-Vestfalíu, vann ákveðinn sigur á síðasta ári þegar CDU náði völdum í sambandsríkinu þar sem Jafnaðarmenn hafa vanalega verið við völd. Hinn 57 ára Laschet stendur nálægt Merkel í mörgum málum. Julia Klöckner, landbúnaðarráðherra og leiðtogi CDU í Rínarlandi-Pfalz, hefur einnig verið nefnd til sögunnar. Hún tilheyrir íhaldssamari armi flokksins og vill færa hann til hægri.
Þýskaland Tengdar fréttir Angela Merkel hættir eftir átján ára formennsku Angela Merkel hefur ákveðið að hætta sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi eftir átján ár í sæti formanns. 29. október 2018 09:32 Angela Merkel hættir sem kanslari árið 2021 Ætlar að hætta sem formaður Kristilegra demókrata á næstu dögum. 29. október 2018 12:58 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Angela Merkel hættir eftir átján ára formennsku Angela Merkel hefur ákveðið að hætta sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi eftir átján ár í sæti formanns. 29. október 2018 09:32
Angela Merkel hættir sem kanslari árið 2021 Ætlar að hætta sem formaður Kristilegra demókrata á næstu dögum. 29. október 2018 12:58