„Hvernig hefðir þú viljað stoppa trylltan mann sem er nakinn?“ Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2018 13:16 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri. Fulltrúi lögreglunnar á Twitter er ekki ánægður með viðbrögð við myndbandsupptöku af handtöku í Kópavogi. „Sæll Ísak. Við erum alltaf til í nýjar hugmyndir. Hvernig hefðir þú viljað stoppa trylltan mann sem er nakinn og búinn að vera að reyna að brjótast inn hjá fólki?“ Þannig hljóðar svar á Twitter-reikningi lögreglunnar við spurningu Twitternotanda, Ísaks Hinrikssonar, sem hann beinir til lögreglunnar. Þar tengir hann við frétt Vísis af hinum nakta manni sem lögreglan handtók í nótt.Lögegla hafði verið kölluð út vegna mannsins rétt eftir miðnætti en hann var sagður hafa reynt að brjótast inn í hús í Kópavogi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang réðst maðurinn, sem þá var orðinn nakinn, að þeim. Beitti lögregla piparúða og kylfum til að hafa hemil á manninum.Á samfélagsmiðlum skiptast menn mjög í tvö horn, meðan ýmsir telja lögregluna ekki hafa átt neinn kost í stöðunni telja aðrir að lögreglan hafi verið of harkaleg í aðgerðum sínum. Góðan dag, @logreglan Er þetta ekki aðeins of mikið?https://t.co/kJ36QRFp7a — Ísak Hinriksson (@isakhinriksson) October 29, 2018 Ísak spyr áfram: Það er alveg augljóst að á sekúndu 0:21 þegar maðurinn hefur fengið piparúða í augun að það hefði verið hægt að handsama hann í stað þess að berja hann stanslaust með kylfum. Finnst ykkur þetta í alvöru ekkert athugavert?Ekkert grín að standa fyrir framan trylltan einstakling Sá sem er fyrir svörum á Twittermiðli lögreglunnar segir piparúða virka seint á tryllt fólk. „Það er ekkert augljóst við það, piparúði virkar seint á tryllt fólk. Okkar fólk stendur frammi fyrir gífurlega erfiðum ákvörðunum á augnabliki og það að sitja í hægindastól og gagnrýna er ekki sanngjarnt eða uppbyggilegt.“ Ísak lætur þetta gott heita og lögreglan bætir því við að afar erfitt sé að sjá fólk vera að „gagnrýna okkar frábæra starfsfólk fyrir að sinna erfiðum störfum og taka ákvarðanir sem aðrir þurfa aldrei að taka. Það er ekkert grín að standa fyrir framan trylltan einstakling sem er búin að ráðast að þér og mega ekki hlaupast á brott.“ Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur í morgun leitað viðbragða hjá lögreglu og hefur verið tjáð að vænta megi yfirlýsingar frá henni, vegna málsins.Uppfært klukkan 14 Skömmu eftir að fréttin fór í loftið barst eftirfarandi tilkynning frá lögreglu.Vegna myndbandsupptöku af handtöku karlmanns í umdæminu um helgina, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í dag, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að verklag við slíkar aðstæður er að beita fyrst skipunum og síðan aðvörun. Því var fylgt eftir, en þegar varnarúði hafði ekki tilætluð áhrif beittu lögreglumenn kylfum. Áður en til valdbeitingar kom hafði maðurinn, sem var mjög ógnandi allan tímann, hótað og ráðist að lögreglumönnum á vettvangi. Eftir handtökuna var hann síðan fluttur rakleiðis á slysadeild til skoðunar, en ekki þótti ástæða til að hafa viðkomandi undir læknishendi að henni lokinni. Í framhaldinu var maðurinn færður á lögreglustöð og vistaður í fangageymslu. Lögreglumál Tengdar fréttir Beita kylfum og piparúða á nakinn mann Myndband sýnir hvernig lögreglan handtekur nakinn mann í Kópavogi. 29. október 2018 10:14 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
„Sæll Ísak. Við erum alltaf til í nýjar hugmyndir. Hvernig hefðir þú viljað stoppa trylltan mann sem er nakinn og búinn að vera að reyna að brjótast inn hjá fólki?“ Þannig hljóðar svar á Twitter-reikningi lögreglunnar við spurningu Twitternotanda, Ísaks Hinrikssonar, sem hann beinir til lögreglunnar. Þar tengir hann við frétt Vísis af hinum nakta manni sem lögreglan handtók í nótt.Lögegla hafði verið kölluð út vegna mannsins rétt eftir miðnætti en hann var sagður hafa reynt að brjótast inn í hús í Kópavogi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang réðst maðurinn, sem þá var orðinn nakinn, að þeim. Beitti lögregla piparúða og kylfum til að hafa hemil á manninum.Á samfélagsmiðlum skiptast menn mjög í tvö horn, meðan ýmsir telja lögregluna ekki hafa átt neinn kost í stöðunni telja aðrir að lögreglan hafi verið of harkaleg í aðgerðum sínum. Góðan dag, @logreglan Er þetta ekki aðeins of mikið?https://t.co/kJ36QRFp7a — Ísak Hinriksson (@isakhinriksson) October 29, 2018 Ísak spyr áfram: Það er alveg augljóst að á sekúndu 0:21 þegar maðurinn hefur fengið piparúða í augun að það hefði verið hægt að handsama hann í stað þess að berja hann stanslaust með kylfum. Finnst ykkur þetta í alvöru ekkert athugavert?Ekkert grín að standa fyrir framan trylltan einstakling Sá sem er fyrir svörum á Twittermiðli lögreglunnar segir piparúða virka seint á tryllt fólk. „Það er ekkert augljóst við það, piparúði virkar seint á tryllt fólk. Okkar fólk stendur frammi fyrir gífurlega erfiðum ákvörðunum á augnabliki og það að sitja í hægindastól og gagnrýna er ekki sanngjarnt eða uppbyggilegt.“ Ísak lætur þetta gott heita og lögreglan bætir því við að afar erfitt sé að sjá fólk vera að „gagnrýna okkar frábæra starfsfólk fyrir að sinna erfiðum störfum og taka ákvarðanir sem aðrir þurfa aldrei að taka. Það er ekkert grín að standa fyrir framan trylltan einstakling sem er búin að ráðast að þér og mega ekki hlaupast á brott.“ Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 hefur í morgun leitað viðbragða hjá lögreglu og hefur verið tjáð að vænta megi yfirlýsingar frá henni, vegna málsins.Uppfært klukkan 14 Skömmu eftir að fréttin fór í loftið barst eftirfarandi tilkynning frá lögreglu.Vegna myndbandsupptöku af handtöku karlmanns í umdæminu um helgina, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í dag, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að verklag við slíkar aðstæður er að beita fyrst skipunum og síðan aðvörun. Því var fylgt eftir, en þegar varnarúði hafði ekki tilætluð áhrif beittu lögreglumenn kylfum. Áður en til valdbeitingar kom hafði maðurinn, sem var mjög ógnandi allan tímann, hótað og ráðist að lögreglumönnum á vettvangi. Eftir handtökuna var hann síðan fluttur rakleiðis á slysadeild til skoðunar, en ekki þótti ástæða til að hafa viðkomandi undir læknishendi að henni lokinni. Í framhaldinu var maðurinn færður á lögreglustöð og vistaður í fangageymslu.
Lögreglumál Tengdar fréttir Beita kylfum og piparúða á nakinn mann Myndband sýnir hvernig lögreglan handtekur nakinn mann í Kópavogi. 29. október 2018 10:14 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Beita kylfum og piparúða á nakinn mann Myndband sýnir hvernig lögreglan handtekur nakinn mann í Kópavogi. 29. október 2018 10:14