Gerir við flugsöguna í bílskúrnum heima Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2018 19:30 Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt horf. Flugvélin sem nefið var hluti af var keypt til landsins af flugfélaginu Iscargo árið 1974 og var af gerðinni Douglas DC-6A, vöruflutningaútgáfu DC-6B sem báru þungan af millilandaflugi íslensku flugfélaganna á sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar vélin var tekin úr umferð og söguð í sundur var nefið gefið Íslenska flugsögufélaginu. Fyrst um sinn stóð það á Reykjavíkurflugvelli en undanfarin sautján ár hefur það staðið á Akureyrarflugvelli og er nú hluti af Flugsafni Íslands. Þar hafa forsvarsmenn safnsins hug á því að koma nefinu í fyrra horf svo hægt verði að hafa stjórnklefann til sýnis. „Það var málað í sumar og gert svona smekklegt og þegar ég fór inn í það þá sá maður að það er svona heldur illa fyrir því komið að innan þannig að ég fór að rífa innan úr því panela sem voru heilir og skrifa upp það sem vantar inn í vélina. Þetta er mikið tært orðið og búið að ganga illa um þetta,“ segir Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands. Nefið góða.Vísir/Tryggvi. Það sem var nokkuð heillegt og til staðar í flugvélinni hefur Hörður farið með heim í bílskúr þar sem hann hefur komið ýmsum stjórntækjum í fyrra horf. Um þessar mundir eiga flugmannastólarnir athygli Harðar sem hefur tekið annan þeirra alveg í sundur svo hægt sé að þrífa og mála hann. Hinn stóllinn bíður á meðan. Tíminn hefur hins vegar ekki farið mjúkum höndum um nefið og það er ýmislegt sem vantar. Vonir standa hins vegar til að hægt sé að finna varahluti eða fyrirmyndir af því sem vanti svo hægt sé að koma stjórnklefanum í fyrra horf. Þar horfa menn til flugfélags í Alaska sem reiðir sig enn á samskonar vélar. „Þeir hafa safnað saman flökum af ónýtum vélum og þar erum við að vonast til að hægt sé að finna panelana sem vantar. Við sjáum að fyrir framan flugmennina vantar alla panelana og mælana í það. Það er spennandi að sjá framundan hvort að okkur tekst að finna eitthvað í þetta,“ segir Hörður. En hvað er það sem drífur Hörð áfram í verkefninu? „Mig vantaði svona þokkalegt hobbý á veturna. Mér fannst svo gaman að eftir að hafa gert nefið svona fallegt að utan, þá væri nú allt í lagi að fara að kíkja hérna inn og byrja en þetta tekur langan tíma.“ Þetta er mikil vinna? „Og gaman.“ Fréttir af flugi Söfn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt horf. Flugvélin sem nefið var hluti af var keypt til landsins af flugfélaginu Iscargo árið 1974 og var af gerðinni Douglas DC-6A, vöruflutningaútgáfu DC-6B sem báru þungan af millilandaflugi íslensku flugfélaganna á sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar vélin var tekin úr umferð og söguð í sundur var nefið gefið Íslenska flugsögufélaginu. Fyrst um sinn stóð það á Reykjavíkurflugvelli en undanfarin sautján ár hefur það staðið á Akureyrarflugvelli og er nú hluti af Flugsafni Íslands. Þar hafa forsvarsmenn safnsins hug á því að koma nefinu í fyrra horf svo hægt verði að hafa stjórnklefann til sýnis. „Það var málað í sumar og gert svona smekklegt og þegar ég fór inn í það þá sá maður að það er svona heldur illa fyrir því komið að innan þannig að ég fór að rífa innan úr því panela sem voru heilir og skrifa upp það sem vantar inn í vélina. Þetta er mikið tært orðið og búið að ganga illa um þetta,“ segir Hörður Geirsson, stjórnarformaður Flugsafns Íslands. Nefið góða.Vísir/Tryggvi. Það sem var nokkuð heillegt og til staðar í flugvélinni hefur Hörður farið með heim í bílskúr þar sem hann hefur komið ýmsum stjórntækjum í fyrra horf. Um þessar mundir eiga flugmannastólarnir athygli Harðar sem hefur tekið annan þeirra alveg í sundur svo hægt sé að þrífa og mála hann. Hinn stóllinn bíður á meðan. Tíminn hefur hins vegar ekki farið mjúkum höndum um nefið og það er ýmislegt sem vantar. Vonir standa hins vegar til að hægt sé að finna varahluti eða fyrirmyndir af því sem vanti svo hægt sé að koma stjórnklefanum í fyrra horf. Þar horfa menn til flugfélags í Alaska sem reiðir sig enn á samskonar vélar. „Þeir hafa safnað saman flökum af ónýtum vélum og þar erum við að vonast til að hægt sé að finna panelana sem vantar. Við sjáum að fyrir framan flugmennina vantar alla panelana og mælana í það. Það er spennandi að sjá framundan hvort að okkur tekst að finna eitthvað í þetta,“ segir Hörður. En hvað er það sem drífur Hörð áfram í verkefninu? „Mig vantaði svona þokkalegt hobbý á veturna. Mér fannst svo gaman að eftir að hafa gert nefið svona fallegt að utan, þá væri nú allt í lagi að fara að kíkja hérna inn og byrja en þetta tekur langan tíma.“ Þetta er mikil vinna? „Og gaman.“
Fréttir af flugi Söfn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira