Breskur milljarðamæringur með Íslandstengsl sakaður um kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2018 15:29 Green hefur áður verið sakaður um eineltistilburði gegn starfsmönnum, sérstaklega konum. Vísir/EPA Breskur þingmaður fullyrti í dag að Philip Green, milljarðamæringur á smásölumarkaði, væri kaupsýslumaðurinn sem sakaður er um kynferðisofbeldi og kynþáttaníð í garð starfsmanna sinna. Dagblaðið sem birti ásakanirnar hefur ekki mátt birta nafn hans vegna lögbanns. Telegraph sagði frá meintum brotum ónefnds kaupsýslumanns á þriðjudag. Hann hafi lagt starfsfólk sitt í einelti, hótað því og áreitt kynferðislega. Lögbann sem dómstóll lagði á að kröfu kaupsýslumannsins meinar blaðinu hins vegar að birta nafn mannsins og frekari upplýsingar um meint brot hans. Peter Hain, þingmaður í lávarðadeild breska þingsins, fullyrðir hins vegar að ónefndi kaupsýslumaðurinn væri Green, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sagði Hain að honum hafi borið skylda til að upplýsa um nafn Green í ljósi alvarleika ásakananna. Green er stjórnarformaður Arcadia-hópsins, verslunarveldis sem á meðal annars verslanir eins og Topshop, Topman, Wallis, Evans, Miss Selfridge og Dorothy Perkins. Breski kaupsýslumaðurinn hefur verið félagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um árabil. Um tíma stóð jafnvel til að Jón Ásgeir fjárfesti í Arcadia. Eftir bankahrunið á Íslandi var Green sagður hafa lýst yfir áhuga á að kaupa skuldir Baugs með allt að 95 prósenta afslætti af skilanefndum Kaupþings og Landsbankans eftir fall viðskiptabankanna á haustdögum 2008. Ekkert varð hins vegar af því. MeToo Tengdar fréttir Nálægt því að eignast Marks & Spencer Sir Philip Green er í nýrri bók sagður hafa verið nálægt því að eignast bresku verslanakeðjuna Marks & Spencer árið 2004. Hann féll frá tilboði sínu þar sem hann taldi sig ekki eiga stuðning stjórnarinnar vísan. 27. júní 2018 08:00 Philip Green vill selja Topshop Eignasafn Arcadia telur um 2.800 verslanir um heiminn. 19. febrúar 2018 06:00 Íslandsvinur ráðleggur breskum stjórnvöldum í ríkisfjármálum Íslandsvinurinn Philip Green mun í næsta mánuði skila breskum stjórnvöldum niðurskurðartillögum sem teymi á hans vegum hefur unnið fyrir hið opinbera í Bretlandi. 26. september 2010 21:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Breskur þingmaður fullyrti í dag að Philip Green, milljarðamæringur á smásölumarkaði, væri kaupsýslumaðurinn sem sakaður er um kynferðisofbeldi og kynþáttaníð í garð starfsmanna sinna. Dagblaðið sem birti ásakanirnar hefur ekki mátt birta nafn hans vegna lögbanns. Telegraph sagði frá meintum brotum ónefnds kaupsýslumanns á þriðjudag. Hann hafi lagt starfsfólk sitt í einelti, hótað því og áreitt kynferðislega. Lögbann sem dómstóll lagði á að kröfu kaupsýslumannsins meinar blaðinu hins vegar að birta nafn mannsins og frekari upplýsingar um meint brot hans. Peter Hain, þingmaður í lávarðadeild breska þingsins, fullyrðir hins vegar að ónefndi kaupsýslumaðurinn væri Green, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sagði Hain að honum hafi borið skylda til að upplýsa um nafn Green í ljósi alvarleika ásakananna. Green er stjórnarformaður Arcadia-hópsins, verslunarveldis sem á meðal annars verslanir eins og Topshop, Topman, Wallis, Evans, Miss Selfridge og Dorothy Perkins. Breski kaupsýslumaðurinn hefur verið félagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um árabil. Um tíma stóð jafnvel til að Jón Ásgeir fjárfesti í Arcadia. Eftir bankahrunið á Íslandi var Green sagður hafa lýst yfir áhuga á að kaupa skuldir Baugs með allt að 95 prósenta afslætti af skilanefndum Kaupþings og Landsbankans eftir fall viðskiptabankanna á haustdögum 2008. Ekkert varð hins vegar af því.
MeToo Tengdar fréttir Nálægt því að eignast Marks & Spencer Sir Philip Green er í nýrri bók sagður hafa verið nálægt því að eignast bresku verslanakeðjuna Marks & Spencer árið 2004. Hann féll frá tilboði sínu þar sem hann taldi sig ekki eiga stuðning stjórnarinnar vísan. 27. júní 2018 08:00 Philip Green vill selja Topshop Eignasafn Arcadia telur um 2.800 verslanir um heiminn. 19. febrúar 2018 06:00 Íslandsvinur ráðleggur breskum stjórnvöldum í ríkisfjármálum Íslandsvinurinn Philip Green mun í næsta mánuði skila breskum stjórnvöldum niðurskurðartillögum sem teymi á hans vegum hefur unnið fyrir hið opinbera í Bretlandi. 26. september 2010 21:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Nálægt því að eignast Marks & Spencer Sir Philip Green er í nýrri bók sagður hafa verið nálægt því að eignast bresku verslanakeðjuna Marks & Spencer árið 2004. Hann féll frá tilboði sínu þar sem hann taldi sig ekki eiga stuðning stjórnarinnar vísan. 27. júní 2018 08:00
Philip Green vill selja Topshop Eignasafn Arcadia telur um 2.800 verslanir um heiminn. 19. febrúar 2018 06:00
Íslandsvinur ráðleggur breskum stjórnvöldum í ríkisfjármálum Íslandsvinurinn Philip Green mun í næsta mánuði skila breskum stjórnvöldum niðurskurðartillögum sem teymi á hans vegum hefur unnið fyrir hið opinbera í Bretlandi. 26. september 2010 21:00