Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2018 23:07 Trump ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið. AP/Pablo Martinez Monsivais Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni byggja upp kjarnorkuvopnabúr sitt. Það verði gert til að beita Rússland og Kína þrýstingi. Þegar Trump ræddi við blaðamenn í kvöld sagðist hann viss um að Rússar hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulagi ríkjanna og anda þess. Því er ætlað að útrýma meðaldrægum elflaugum búnum kjarnaoddum og var undirritað af Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseta, og Mikhail Gorbachev árið 1987. Forsetinn hefur sagt að ríkisstjórn hans ætli að rifta samkomulaginu. Þá sagði hann að Bandaríkin myndu byggja upp vopnabúr sitt og þar sem Bandaríkin ættu mun meiri peninga en allir aðrir gætu þeir haldið uppbyggingunni áfram „þar til fólk nær áttum,“ án þess að fara nánar út í hvað hann ætti við. Kínverjar eru ekki aðilar að samkomulaginu og geta því þróað meðaldrægar eldflaugar að vild.Hann sagði að uppbyggingunni ætlað að setja þrýsting á Kína, Rússland og alla aðra sem vildu „spila þann leik,“ eins og forsetinn orðaði það. Áður hafði hann sagt að hann vildi að bæði Rússland og Kína myndu skrifa undir samning um að banna þróun og varðveislu slíkra eldflauga.Segjast vilja bjarga samkomulaginuRússar hafa varað við því að þeir muni sömuleiðis byggja upp sín vopnabúr. Þeir segjast þar að auki vera tilbúnir til frekari viðræðna til að halda samkomulaginu virku. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, er nú staddur í Moskvu þar sem hann á í viðræðum við rússneska embættismenn um samkomulagið. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið segja Rússa hafa þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar sem geri þeim kleift að gera kjarnorkuárásir á Evrópu með mjög skömmum fyrirvara. Eldflaugarnar sem kallast Novator 9M729 eða SSC-8, brjóti gegn samkomulaginu og eru forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins sammála. Bandaríkin Donald Trump Rússland Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins. 21. október 2018 18:09 Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga "mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. 21. október 2018 14:45 Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni byggja upp kjarnorkuvopnabúr sitt. Það verði gert til að beita Rússland og Kína þrýstingi. Þegar Trump ræddi við blaðamenn í kvöld sagðist hann viss um að Rússar hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulagi ríkjanna og anda þess. Því er ætlað að útrýma meðaldrægum elflaugum búnum kjarnaoddum og var undirritað af Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseta, og Mikhail Gorbachev árið 1987. Forsetinn hefur sagt að ríkisstjórn hans ætli að rifta samkomulaginu. Þá sagði hann að Bandaríkin myndu byggja upp vopnabúr sitt og þar sem Bandaríkin ættu mun meiri peninga en allir aðrir gætu þeir haldið uppbyggingunni áfram „þar til fólk nær áttum,“ án þess að fara nánar út í hvað hann ætti við. Kínverjar eru ekki aðilar að samkomulaginu og geta því þróað meðaldrægar eldflaugar að vild.Hann sagði að uppbyggingunni ætlað að setja þrýsting á Kína, Rússland og alla aðra sem vildu „spila þann leik,“ eins og forsetinn orðaði það. Áður hafði hann sagt að hann vildi að bæði Rússland og Kína myndu skrifa undir samning um að banna þróun og varðveislu slíkra eldflauga.Segjast vilja bjarga samkomulaginuRússar hafa varað við því að þeir muni sömuleiðis byggja upp sín vopnabúr. Þeir segjast þar að auki vera tilbúnir til frekari viðræðna til að halda samkomulaginu virku. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, er nú staddur í Moskvu þar sem hann á í viðræðum við rússneska embættismenn um samkomulagið. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið segja Rússa hafa þróað nýjar meðaldrægar eldflaugar sem geri þeim kleift að gera kjarnorkuárásir á Evrópu með mjög skömmum fyrirvara. Eldflaugarnar sem kallast Novator 9M729 eða SSC-8, brjóti gegn samkomulaginu og eru forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins sammála.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins. 21. október 2018 18:09 Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga "mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. 21. október 2018 14:45 Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins. 21. október 2018 18:09
Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga "mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. 21. október 2018 14:45
Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45