Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2018 12:41 Úrskurðinum hefur verið mótmælt víða í Pakistan AP/Shakil Adil Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. Bibi, sem er kristin, var dæmd til dauða árið 2010. Málið er rakið til ársins 2009 þegar Bibi sótti vatn fyrir sig og samstarfsmenn hennar á bóndabæ í Pakistan. Tvær samstarfskonu hennar neituðu að drekka úr sama íláti og hún, vegna þess að hún væri kristin. Hún á að hafa brugðist reið við og á hún að hafa framið guðlast. Bibi sjálf segist aldrei hafa framið guðlast.Asia Bibi var fangelsuð árið 2010.Vísir/APNokkrum dögum síðar sakaði æstur múgur hana um guðlast. Í kjölfarið var hún ákærð, sakfelld og dæmd til dauða. AP fréttaveitan segir að hópar æsts fólks komi reglulega saman í Pakistan og myrði jafnvel fólk sem sakað hefur verið um guðlast. Harðlínumenn í Pakistan noti slík tilvik til að stappa stáli í stuðningsmenn sína.Ríkisstjóri Punjab-héraðs, Salman Taseer, var skotinn til bana af einum af lífvörðum sínum árið 2011, vegna þess að hann hafði stutt Bibi og gagnrýnt lög Pakistan varðandi guðlast. Harðlínumenn hafa fagnað morðingja hans, Mumtaz Qadri, sem píslarvotti eftir að hann var hengdur fyrir morðið. Milljónir hafa heimsótt skríni sem sett var upp honum til heiðurs nærri Islamabad, höfuðborg Pakistan. Klerkurinn Khadim Hussain Rizvi hefur í aðdraganda úrskurðarins kallað eftir því að stuðningsmenn hans komi saman víða um landið og mótmæli ef Bibi yrði sleppt. Yfirvöld Pakistan hafa aukið öryggi við kirkjur í landinu vegna úrskurðarins. Bibi hefur verið haldið á leynilegum stað í öryggisskyni. Búist er við því að hún muni fara úr landi. Hæstiréttur felldi lögin sem varða guðlast í rauninni ekki niður heldur úrskurðaði að saksóknurum hefði mistekist að sanna að Bibi hefði framið guðlast. Eiginmaður hennar hefur fagnað úrskurðinum. „Eiginkona mín hefur varið mörgum árum í fangelsi og við vonumst til þess að verða saman aftur sem fyrst á friðsömum stað.“ Asía Pakistan Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. Bibi, sem er kristin, var dæmd til dauða árið 2010. Málið er rakið til ársins 2009 þegar Bibi sótti vatn fyrir sig og samstarfsmenn hennar á bóndabæ í Pakistan. Tvær samstarfskonu hennar neituðu að drekka úr sama íláti og hún, vegna þess að hún væri kristin. Hún á að hafa brugðist reið við og á hún að hafa framið guðlast. Bibi sjálf segist aldrei hafa framið guðlast.Asia Bibi var fangelsuð árið 2010.Vísir/APNokkrum dögum síðar sakaði æstur múgur hana um guðlast. Í kjölfarið var hún ákærð, sakfelld og dæmd til dauða. AP fréttaveitan segir að hópar æsts fólks komi reglulega saman í Pakistan og myrði jafnvel fólk sem sakað hefur verið um guðlast. Harðlínumenn í Pakistan noti slík tilvik til að stappa stáli í stuðningsmenn sína.Ríkisstjóri Punjab-héraðs, Salman Taseer, var skotinn til bana af einum af lífvörðum sínum árið 2011, vegna þess að hann hafði stutt Bibi og gagnrýnt lög Pakistan varðandi guðlast. Harðlínumenn hafa fagnað morðingja hans, Mumtaz Qadri, sem píslarvotti eftir að hann var hengdur fyrir morðið. Milljónir hafa heimsótt skríni sem sett var upp honum til heiðurs nærri Islamabad, höfuðborg Pakistan. Klerkurinn Khadim Hussain Rizvi hefur í aðdraganda úrskurðarins kallað eftir því að stuðningsmenn hans komi saman víða um landið og mótmæli ef Bibi yrði sleppt. Yfirvöld Pakistan hafa aukið öryggi við kirkjur í landinu vegna úrskurðarins. Bibi hefur verið haldið á leynilegum stað í öryggisskyni. Búist er við því að hún muni fara úr landi. Hæstiréttur felldi lögin sem varða guðlast í rauninni ekki niður heldur úrskurðaði að saksóknurum hefði mistekist að sanna að Bibi hefði framið guðlast. Eiginmaður hennar hefur fagnað úrskurðinum. „Eiginkona mín hefur varið mörgum árum í fangelsi og við vonumst til þess að verða saman aftur sem fyrst á friðsömum stað.“
Asía Pakistan Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira