Landlæknir kallar á eftirlit með óhefðbundnum lækningum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 31. október 2018 07:00 Formaður Bandalags íslenskra græðara segir bandalagið fagna samvinnu við landlækni. NordicPhotos/Getty Mál meðhöndlarans sem Fréttablaðið greindi frá á dögunum hefur undið upp á sig. Konur sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu mannsins og leitað sér lögfræðiaðstoðar eru nú orðnar tæplega 30 talsins. Ekkert eftirlit er með aðilum sem starfa utan löggiltra heilbrigðisstétta og telur Alma Dagbjört Möller landlæknir þörf fyrir að endurskoða lagaumhverfi slíkrar heilsutengdrar starfsemi. „Heilsutengd starfsemi aðila utan þess sem tilheyrir landlækni getur falið í sér hættur sem geta verið lúmskar og ófyrirséðar, andlegar og líkamlegar. Hættur geta falist í sjálfri þjónustunni en einnig geta tafir og truflun á réttri greiningu og/eða meðferð, stefnt einstaklingum í hættu,“ segir Alma Dagbjört Möller landlæknir. „Brýnt er að almenningur sé vakandi fyrir slíku.“ Landlæknir hefur eftirlit með störfum heilbrigðisstarfsmanna og fylgist með að þeir fari að ákvæðum heilbrigðislöggjafar og ákvæðum annarra laga og stjórnvaldsfyrirmæla eftir því sem við á. Eftirlit með heilsutengdri starfsemi, sem veitt er af aðilum utan viðurkenndra heilbrigðisstétta, fellur hins vegar undir almennt eftirlit löggæsluyfirvalda. Eftirlit löggæsluyfirvalda er svo í samræmi við hegningarlög og önnur lög og reglugerðir sem gilda um almenna borgara. Alma Dagbjört Möller, landlæknir Alma segir að embættið hafi haft spurnir af atvikum þar sem heilsutengd starfsemi aðila utan löggiltra heilbrigðisstétta hafi valdið hættu og jafnvel skaða. Landlæknir hefur í nokkrum slíkum tilvikum gefið út viðvaranir og leiðbeiningar þegar ástæða hefur þótt til. „Að öðru leyti getur landlæknir ekki haft afskipti af heilsutengdri starfsemi þessara aðila,“ segir Alma sem hyggst taka málið upp við velferðarráðuneytið. „Ég tel það þarft að lagaumhverfi heilsutengdrar starfsemi utan löggiltra heilbrigðisstétta verði tekið til endurskoðunar og að eftirlit með slíkri starfsemi verði komið á, þar varðar mestu heill og öryggi þeirra sem sækja slíka þjónustu,“ segir Alma. Með lögum um græðara frá árinu 2005 var komið á fót valfrjálsu skráningarkerfi fyrir fagfélög græðara. Freygerður Anna Ólafsdóttir er formaður Bandalags íslenskra græðara. „Markmið laga um græðara er fyrst og fremst að stuðla að gæðum í þjónustu þeirra og tryggja öryggi þeirra sem nýta sér hana eftir fremsta megni,“ segir hún. „Stjórn Bandalags íslenskra græðara er sammála því að auka þurfi eftirlit. Við fögnum allri samvinnu við velferðarráðuneytið og landlækni.“ Eftirlit Bandalags íslenskra græðara felst fyrst og fremst í því að tryggja að skráðir græðarar uppfylli skilyrði skráningar. Að öðru leyti fer eftirlit fram í gegnum þau fagfélög sem standa að Bandalaginu. „Í reglugerð um skráningarkerfi græðara er heimild fyrir því að taka græðara af skrá ef græðari aðhefst eitthvað í starfi sem er andstætt góðum starfsháttum. Einstakling, sem sætir ákæru fyrir jafn alvarleg brot og hér um ræðir þar sem velferð skjólstæðinga er ótrygg, er því hægt að taka af skrá á meðan á rannsókn stendur. Maðurinn sem um ræðir er ekki skráður í Bandalag íslenskra græðara.“ Birtist í Fréttablaðinu Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00 Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum Karlmaður sem vinnur með einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvanda hefur verið kærður nokkrum sinnum á þessu ári fyrir kynferðisbrot í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að þrjú mál séu til rannsóknar. 18. október 2018 07:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Mál meðhöndlarans sem Fréttablaðið greindi frá á dögunum hefur undið upp á sig. Konur sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu mannsins og leitað sér lögfræðiaðstoðar eru nú orðnar tæplega 30 talsins. Ekkert eftirlit er með aðilum sem starfa utan löggiltra heilbrigðisstétta og telur Alma Dagbjört Möller landlæknir þörf fyrir að endurskoða lagaumhverfi slíkrar heilsutengdrar starfsemi. „Heilsutengd starfsemi aðila utan þess sem tilheyrir landlækni getur falið í sér hættur sem geta verið lúmskar og ófyrirséðar, andlegar og líkamlegar. Hættur geta falist í sjálfri þjónustunni en einnig geta tafir og truflun á réttri greiningu og/eða meðferð, stefnt einstaklingum í hættu,“ segir Alma Dagbjört Möller landlæknir. „Brýnt er að almenningur sé vakandi fyrir slíku.“ Landlæknir hefur eftirlit með störfum heilbrigðisstarfsmanna og fylgist með að þeir fari að ákvæðum heilbrigðislöggjafar og ákvæðum annarra laga og stjórnvaldsfyrirmæla eftir því sem við á. Eftirlit með heilsutengdri starfsemi, sem veitt er af aðilum utan viðurkenndra heilbrigðisstétta, fellur hins vegar undir almennt eftirlit löggæsluyfirvalda. Eftirlit löggæsluyfirvalda er svo í samræmi við hegningarlög og önnur lög og reglugerðir sem gilda um almenna borgara. Alma Dagbjört Möller, landlæknir Alma segir að embættið hafi haft spurnir af atvikum þar sem heilsutengd starfsemi aðila utan löggiltra heilbrigðisstétta hafi valdið hættu og jafnvel skaða. Landlæknir hefur í nokkrum slíkum tilvikum gefið út viðvaranir og leiðbeiningar þegar ástæða hefur þótt til. „Að öðru leyti getur landlæknir ekki haft afskipti af heilsutengdri starfsemi þessara aðila,“ segir Alma sem hyggst taka málið upp við velferðarráðuneytið. „Ég tel það þarft að lagaumhverfi heilsutengdrar starfsemi utan löggiltra heilbrigðisstétta verði tekið til endurskoðunar og að eftirlit með slíkri starfsemi verði komið á, þar varðar mestu heill og öryggi þeirra sem sækja slíka þjónustu,“ segir Alma. Með lögum um græðara frá árinu 2005 var komið á fót valfrjálsu skráningarkerfi fyrir fagfélög græðara. Freygerður Anna Ólafsdóttir er formaður Bandalags íslenskra græðara. „Markmið laga um græðara er fyrst og fremst að stuðla að gæðum í þjónustu þeirra og tryggja öryggi þeirra sem nýta sér hana eftir fremsta megni,“ segir hún. „Stjórn Bandalags íslenskra græðara er sammála því að auka þurfi eftirlit. Við fögnum allri samvinnu við velferðarráðuneytið og landlækni.“ Eftirlit Bandalags íslenskra græðara felst fyrst og fremst í því að tryggja að skráðir græðarar uppfylli skilyrði skráningar. Að öðru leyti fer eftirlit fram í gegnum þau fagfélög sem standa að Bandalaginu. „Í reglugerð um skráningarkerfi græðara er heimild fyrir því að taka græðara af skrá ef græðari aðhefst eitthvað í starfi sem er andstætt góðum starfsháttum. Einstakling, sem sætir ákæru fyrir jafn alvarleg brot og hér um ræðir þar sem velferð skjólstæðinga er ótrygg, er því hægt að taka af skrá á meðan á rannsókn stendur. Maðurinn sem um ræðir er ekki skráður í Bandalag íslenskra græðara.“
Birtist í Fréttablaðinu Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00 Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum Karlmaður sem vinnur með einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvanda hefur verið kærður nokkrum sinnum á þessu ári fyrir kynferðisbrot í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að þrjú mál séu til rannsóknar. 18. október 2018 07:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00
Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum Karlmaður sem vinnur með einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvanda hefur verið kærður nokkrum sinnum á þessu ári fyrir kynferðisbrot í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að þrjú mál séu til rannsóknar. 18. október 2018 07:30