Barnaverndarstofa braut gegn persónuverndarlögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. október 2018 20:34 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar hún afhenti viðkæmar persónuupplýsingar til tveggja fjölmiðla. VÍSIR/VILHELM Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar stofnunin miðlaði viðkvæmum persónuupplýsingum og upplýsingum um félagsleg vandamál einstaklinga til Ríkisútvarpsins og Stundarinnar á vormánuðum þessa árs. Ákvörðunin var tekin í málinu á fundi Persónuverndar 15. október en um frumkvæðisathugun er að ræða. Athugunin lýtur að því hvort Barnaverndarstofa hafi með afhendingu umræddra gagna miðlað persónuupplýsingum eins og þær eru skilgreindar í þágildandi lögum nr. 77/2000 því öll atvik málsins gerðust i gildistíð eldri laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.Fjallað var um málið í Stundinni 3. maí á þessu ári, degi eftir að fjölmiðillinn fékk gögnin. Þar kemur fram að Barnaverndarstofa hafi afhent RÚV og Stundinni hundruð blaðsíðna af gögnum, meðal annars um einstök barnaverndarmál og umgengnisdeilur foreldra. Þess ber þó að geta að gögnin voru með þeim hætti að búið var að afmá nöfn og önnur persónugreinanleg atriði.Lögfræðingur Barnaverndarstofu gaumgæfði gögnin Barnaverndarstofa svaraði spurningum Persónuverndar með bréfi, dagsettu 7. júní 2018 þar sem stofnunin gerir grein fyrir aðdraganda ákvörðunar um að afhenda gögnin. Barnaverndarstofu barst upplýsingabeiðnir frá þremur fjölmiðlum í kjölfar fréttaumfjöllunar um umkvartanir barnaverndarnefnda til velferðarráðuneytisins vegna samskipta við Barnaverndarstofu og þáverandi forstjóra hennar. Í svarbréfinu kemur fram að Barnaverndarstofa hafi við yfirverð gagnanna haft meginreglu 5. gr. upplýsingalaga til hliðsjónar. Lögfræðingur hafi farið yfir gögnin og tryggt að ekki kæmu fram persónuauðkenni aðila þeirra mála sem til umfjöllunar eru.Barnaverndarstofa afhendi gögnin á vormánuðum þessa árs.Vísir/PjeturHægt að fletta upp á hlutaðeigandi með upplýsingunum Að mati Persónuverndar geta upplýsingar talist til persónuupplýsinga fyrir lögunum ef unnt er að nota þær ásamt upplýsingum sem finnast með leit á Internetinu til að bera kennsl á þá sem eiga í hlut í gögnunum. „Einnig verða upplýsingar að teljast persónugreinanlegar ef þeir sem þekkja til hlutaðeigandi geta borið kennsl á hann á grundvelli upplýsinganna, þótt það sé eftir atvikum ekki á allra færi,“ segir í niðurstöðunni. Ýmsar upplýsingar í gögnunum eru til þess fallnar að unnt er að persónugreina viðkomandi börn og fjölskyldumeðlimi þeirra. Yfirstrikanirnar þóttu ekki fullnægjandi Þá kemur jafnframt fram í mati Persónuverndar að yfirstrikanir í gögnunum hafi ekki verið fullnægjandi enda hafi í mörgum tilvikum verið hægt að lesa það sem stóð og krotað var yfir. Þá segir Persónuvernd að samræmi hafi ekki verið í yfirstrikunum. „Þrátt fyrir að fallast megi á þau sjónarmið Barnaverndarstofu að upplýsingar um meðferð barnaverndarmála eigi erindi til almennings þá víkja þau sjónarmið, samkvæmt framangreindu, ekki til hliðar rétti þeirra einstaklinga, sem upplýsingarnar varða, til verndar samkvæmt lögum nr. 77/2000“. Barnaverndarstofa gæti fyllstu varfærni framvegis Persónuvernd beinir þeim fyrirmælum til Barnaverndarstofu að stofnunin hugi að því framvegis að fyllstu varfærni sé gætt við vinnslu persónuupplýsinga þegar gögn eru afhent á grundvelli upplýsingalaga og að tryggt verði að í þeim gögnum verði ekki hægt að auðkenna einstaklinga með lestri umfjöllunarinnar. Félagsmál Persónuvernd Tengdar fréttir Rannsaka afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla Frumkvæðisathugun Persónuverndar er hafin á því hvernig staðið var að afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla um viðkvæm málefni. Lekinn er litinn alvarlegum augum. 5. maí 2018 07:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar stofnunin miðlaði viðkvæmum persónuupplýsingum og upplýsingum um félagsleg vandamál einstaklinga til Ríkisútvarpsins og Stundarinnar á vormánuðum þessa árs. Ákvörðunin var tekin í málinu á fundi Persónuverndar 15. október en um frumkvæðisathugun er að ræða. Athugunin lýtur að því hvort Barnaverndarstofa hafi með afhendingu umræddra gagna miðlað persónuupplýsingum eins og þær eru skilgreindar í þágildandi lögum nr. 77/2000 því öll atvik málsins gerðust i gildistíð eldri laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.Fjallað var um málið í Stundinni 3. maí á þessu ári, degi eftir að fjölmiðillinn fékk gögnin. Þar kemur fram að Barnaverndarstofa hafi afhent RÚV og Stundinni hundruð blaðsíðna af gögnum, meðal annars um einstök barnaverndarmál og umgengnisdeilur foreldra. Þess ber þó að geta að gögnin voru með þeim hætti að búið var að afmá nöfn og önnur persónugreinanleg atriði.Lögfræðingur Barnaverndarstofu gaumgæfði gögnin Barnaverndarstofa svaraði spurningum Persónuverndar með bréfi, dagsettu 7. júní 2018 þar sem stofnunin gerir grein fyrir aðdraganda ákvörðunar um að afhenda gögnin. Barnaverndarstofu barst upplýsingabeiðnir frá þremur fjölmiðlum í kjölfar fréttaumfjöllunar um umkvartanir barnaverndarnefnda til velferðarráðuneytisins vegna samskipta við Barnaverndarstofu og þáverandi forstjóra hennar. Í svarbréfinu kemur fram að Barnaverndarstofa hafi við yfirverð gagnanna haft meginreglu 5. gr. upplýsingalaga til hliðsjónar. Lögfræðingur hafi farið yfir gögnin og tryggt að ekki kæmu fram persónuauðkenni aðila þeirra mála sem til umfjöllunar eru.Barnaverndarstofa afhendi gögnin á vormánuðum þessa árs.Vísir/PjeturHægt að fletta upp á hlutaðeigandi með upplýsingunum Að mati Persónuverndar geta upplýsingar talist til persónuupplýsinga fyrir lögunum ef unnt er að nota þær ásamt upplýsingum sem finnast með leit á Internetinu til að bera kennsl á þá sem eiga í hlut í gögnunum. „Einnig verða upplýsingar að teljast persónugreinanlegar ef þeir sem þekkja til hlutaðeigandi geta borið kennsl á hann á grundvelli upplýsinganna, þótt það sé eftir atvikum ekki á allra færi,“ segir í niðurstöðunni. Ýmsar upplýsingar í gögnunum eru til þess fallnar að unnt er að persónugreina viðkomandi börn og fjölskyldumeðlimi þeirra. Yfirstrikanirnar þóttu ekki fullnægjandi Þá kemur jafnframt fram í mati Persónuverndar að yfirstrikanir í gögnunum hafi ekki verið fullnægjandi enda hafi í mörgum tilvikum verið hægt að lesa það sem stóð og krotað var yfir. Þá segir Persónuvernd að samræmi hafi ekki verið í yfirstrikunum. „Þrátt fyrir að fallast megi á þau sjónarmið Barnaverndarstofu að upplýsingar um meðferð barnaverndarmála eigi erindi til almennings þá víkja þau sjónarmið, samkvæmt framangreindu, ekki til hliðar rétti þeirra einstaklinga, sem upplýsingarnar varða, til verndar samkvæmt lögum nr. 77/2000“. Barnaverndarstofa gæti fyllstu varfærni framvegis Persónuvernd beinir þeim fyrirmælum til Barnaverndarstofu að stofnunin hugi að því framvegis að fyllstu varfærni sé gætt við vinnslu persónuupplýsinga þegar gögn eru afhent á grundvelli upplýsingalaga og að tryggt verði að í þeim gögnum verði ekki hægt að auðkenna einstaklinga með lestri umfjöllunarinnar.
Félagsmál Persónuvernd Tengdar fréttir Rannsaka afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla Frumkvæðisathugun Persónuverndar er hafin á því hvernig staðið var að afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla um viðkvæm málefni. Lekinn er litinn alvarlegum augum. 5. maí 2018 07:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Rannsaka afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla Frumkvæðisathugun Persónuverndar er hafin á því hvernig staðið var að afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla um viðkvæm málefni. Lekinn er litinn alvarlegum augum. 5. maí 2018 07:00