Á Ísland að vera rándýrt? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 31. október 2018 07:00 Það er mál manna að Ísland sé nú rándýrt land heim að sækja. Stundum er því hnýtt aftan við að Ísland eigi að vera dýrt. Sumir halda því meira að segja fram að það sé hið besta mál að Ísland sé rándýrt, þá komi hingað frekar efnameiri ferðamenn. Fátt er fjær sanni. En hvað er „dýrt“? Að eitthvað sé dýrt í þessu samhengi, er almennt neikvætt. Að vara eða þjónusta kosti of mikið – að verðlag sé hærra en hið „rétta“ verð. Að sambandið á milli verðs og gæða hafi verið rofið. Er eftirsóknarvert fyrir Ísland að vera í þeirri stöðu? Er það líklegt til að efla okkar mikilvægustu útflutningsgrein? Árið 2010 hófst sannkallað góðæri í ferðaþjónustu á Íslandi eins og allir vita. Ytri aðstæður, og þá einkum og sér í lagi fall íslensku krónunnar í efnahagshruninu og ókeypis landkynning í boði Eyjafjallajökuls, áttu þar stóran þátt. Árið 2016 fór að hilla undir lok þessa góðæris þegar krónan hóf styrkingarferil sinn af krafti. Kostnaður innanlands jókst einnig hægt og sígandi á tímabilinu 2010-2017. Sem dæmi má taka launakostnað, sem hækkaði gífurlega í evrum talið, eða um rúm 100%, á meðan launakostnaður í evrum í okkar helstu samkeppnislöndum hækkaði um og rétt yfir 15%. Það voru einkum þessir tveir þættir sem ollu því að samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands snarversnaði. Áhrifin af þessu hafa komið berlega í ljós síðastliðin tvö ár. Þótt ekki hafi orðið samdráttur í fjölda ferðamanna til landsins (sú mælieining er enda ein og sér gagnslaus til að meta stöðu í ferðaþjónustu) þá hefur samkeppnisstaðan orðið til þess að samsetning erlendra ferðamanna hefur gjörbreyst. Rétt eins og fiskur er ekki það sama og fiskur, þá er ferðamaður ekki það sama og ferðamaður. Neysla ferðamanna minnkar Bandaríkjamenn eru nú langstærsti gestahópurinn, en þeir hafa verið 2 af hverjum 5 ferðamönnum á landinu árið 2018. Á meðan hefur stórdregið úr komum gesta frá okkar hefðbundnu markaðssvæðum; Mið-Evrópu, Bretlandi og hinum Norðurlöndunum. Ferðahegðun þessara hópa er gjörólík – á meðan Bandaríkjamenn dveljast hér á landi að meðaltali í 5,4 nætur, þá dvelja t.d. Þjóðverjar hér á landi í 9,7 nætur. Gestir frá Mið-Evrópu hafa í gegnum tíðina verið okkur kærkomnir gestir – þeir eru áhugasamir um land og þjóð, ganga flestir vel um náttúruna, falla vel að menningu þjóðarinnar og síðast en ekki síst, þá ferðast þeir vítt og breitt um landið. Því hefur ferðaþjónusta úti á landi, einkum á Austur- og Norðurlandi og á Vestfjörðum, almennt fundið fyrir verulegum samdrætti í ár. Önnur áhrif eru svo þau að neysla ferðamanna hér innanlands hefur dregist saman. Þeir kaupa minna af vöru og þjónustu en þeir hafa gert. Í þýsku fagtímariti í ferðaþjónustu var skrifað nú í síðustu viku að flestir söluaðilar ferða til Íslands hafi upplifað 25-35% samdrátt á árinu 2018. Einnig að almenn bjartsýni ríki um sölu ferða á norðlægar slóðir, en Ísland sé þar undantekning. Ástæðan er sú að landið er of dýrt. Þessi staða er vissulega áhyggjuefni. Það eru hræringar á íslenska ferðaþjónustumarkaðnum í augnablikinu – hagræðingaraðgerðir eru víðast hvar í gangi, sameiningar og uppkaup og því miður er líklegt að einhver fyrirtæki lifi þessar breytingar ekki af. Yfirstandandi kjaraviðræður gefa ekki tilefni til annars en að ætla að launakostnaður, sem oft er um helmingur rekstrarkostnaðar ferðaþjónustufyrirtækja, muni hækka enn frekar. Töpum öll Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að annars vegar hefur gengi íslensku krónunnar verið að gefa eftir undanfarnar vikur og hins vegar að áhugi á ferðum til Íslands er enn ríkulega til staðar. Það er því ekkert sem bendir til annars en að langtímahorfur fyrir atvinnugreinina séu frábærar. Ferðaþjónusta vex einna hraðast atvinnugreina í heiminum og sér ekki fyrir endann á því. Okkar verkefni – atvinnugreinarinnar og stjórnvalda – er því að tryggja atvinnugreinina í sessi sem burðaratvinnugrein. Þar er lykilatriði að tryggja samkeppnishæfni hennar, sem meðal annars felst í að huga að sambandinu á milli verðs og gæða í samanburði við samkeppnisaðila okkar. Ísland á ekki að vera „rándýrt“. Við töpum öll á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er mál manna að Ísland sé nú rándýrt land heim að sækja. Stundum er því hnýtt aftan við að Ísland eigi að vera dýrt. Sumir halda því meira að segja fram að það sé hið besta mál að Ísland sé rándýrt, þá komi hingað frekar efnameiri ferðamenn. Fátt er fjær sanni. En hvað er „dýrt“? Að eitthvað sé dýrt í þessu samhengi, er almennt neikvætt. Að vara eða þjónusta kosti of mikið – að verðlag sé hærra en hið „rétta“ verð. Að sambandið á milli verðs og gæða hafi verið rofið. Er eftirsóknarvert fyrir Ísland að vera í þeirri stöðu? Er það líklegt til að efla okkar mikilvægustu útflutningsgrein? Árið 2010 hófst sannkallað góðæri í ferðaþjónustu á Íslandi eins og allir vita. Ytri aðstæður, og þá einkum og sér í lagi fall íslensku krónunnar í efnahagshruninu og ókeypis landkynning í boði Eyjafjallajökuls, áttu þar stóran þátt. Árið 2016 fór að hilla undir lok þessa góðæris þegar krónan hóf styrkingarferil sinn af krafti. Kostnaður innanlands jókst einnig hægt og sígandi á tímabilinu 2010-2017. Sem dæmi má taka launakostnað, sem hækkaði gífurlega í evrum talið, eða um rúm 100%, á meðan launakostnaður í evrum í okkar helstu samkeppnislöndum hækkaði um og rétt yfir 15%. Það voru einkum þessir tveir þættir sem ollu því að samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands snarversnaði. Áhrifin af þessu hafa komið berlega í ljós síðastliðin tvö ár. Þótt ekki hafi orðið samdráttur í fjölda ferðamanna til landsins (sú mælieining er enda ein og sér gagnslaus til að meta stöðu í ferðaþjónustu) þá hefur samkeppnisstaðan orðið til þess að samsetning erlendra ferðamanna hefur gjörbreyst. Rétt eins og fiskur er ekki það sama og fiskur, þá er ferðamaður ekki það sama og ferðamaður. Neysla ferðamanna minnkar Bandaríkjamenn eru nú langstærsti gestahópurinn, en þeir hafa verið 2 af hverjum 5 ferðamönnum á landinu árið 2018. Á meðan hefur stórdregið úr komum gesta frá okkar hefðbundnu markaðssvæðum; Mið-Evrópu, Bretlandi og hinum Norðurlöndunum. Ferðahegðun þessara hópa er gjörólík – á meðan Bandaríkjamenn dveljast hér á landi að meðaltali í 5,4 nætur, þá dvelja t.d. Þjóðverjar hér á landi í 9,7 nætur. Gestir frá Mið-Evrópu hafa í gegnum tíðina verið okkur kærkomnir gestir – þeir eru áhugasamir um land og þjóð, ganga flestir vel um náttúruna, falla vel að menningu þjóðarinnar og síðast en ekki síst, þá ferðast þeir vítt og breitt um landið. Því hefur ferðaþjónusta úti á landi, einkum á Austur- og Norðurlandi og á Vestfjörðum, almennt fundið fyrir verulegum samdrætti í ár. Önnur áhrif eru svo þau að neysla ferðamanna hér innanlands hefur dregist saman. Þeir kaupa minna af vöru og þjónustu en þeir hafa gert. Í þýsku fagtímariti í ferðaþjónustu var skrifað nú í síðustu viku að flestir söluaðilar ferða til Íslands hafi upplifað 25-35% samdrátt á árinu 2018. Einnig að almenn bjartsýni ríki um sölu ferða á norðlægar slóðir, en Ísland sé þar undantekning. Ástæðan er sú að landið er of dýrt. Þessi staða er vissulega áhyggjuefni. Það eru hræringar á íslenska ferðaþjónustumarkaðnum í augnablikinu – hagræðingaraðgerðir eru víðast hvar í gangi, sameiningar og uppkaup og því miður er líklegt að einhver fyrirtæki lifi þessar breytingar ekki af. Yfirstandandi kjaraviðræður gefa ekki tilefni til annars en að ætla að launakostnaður, sem oft er um helmingur rekstrarkostnaðar ferðaþjónustufyrirtækja, muni hækka enn frekar. Töpum öll Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að annars vegar hefur gengi íslensku krónunnar verið að gefa eftir undanfarnar vikur og hins vegar að áhugi á ferðum til Íslands er enn ríkulega til staðar. Það er því ekkert sem bendir til annars en að langtímahorfur fyrir atvinnugreinina séu frábærar. Ferðaþjónusta vex einna hraðast atvinnugreina í heiminum og sér ekki fyrir endann á því. Okkar verkefni – atvinnugreinarinnar og stjórnvalda – er því að tryggja atvinnugreinina í sessi sem burðaratvinnugrein. Þar er lykilatriði að tryggja samkeppnishæfni hennar, sem meðal annars felst í að huga að sambandinu á milli verðs og gæða í samanburði við samkeppnisaðila okkar. Ísland á ekki að vera „rándýrt“. Við töpum öll á því.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun