Segir ásakanir Hildar til marks um einbeittan vilja til útúrsnúnings Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 11:56 Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Fréttablaðið/Valli Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, telur að yfirlýsingar borgarfulltrúans Hildar Björnsdóttur um lántöku OR feli í sér einbeittan vilja að hennar hálfu til útúrsnúnings. Það sé eðlilegur liður í fjárstýringu að taka lán en OR hafi greitt niður meira en tekið var af lánum. Það væri því nærtækara að hans mati að fagna bættri fjárhagsstöðu OR, fremur en að brigsla stjórnarmönnum um lántökur til að standa undir arðgreiðslum.Hildur sagði í samtali við Fréttablaðið að sér þætti alvarlegt mál að Orkuveita Reykjavíkur slái dýr lán „gagngert í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna.“ Var þar vísað til til láns sem Orkuveitan tók upp á nærri þrjá milljarða króna hjá Íslandsbanka í lok árs 2016 en bankalánið átti þátt í því að veltufjárhlutfall félagsins hækkaði þannig að skilyrðum fyrir arðgreiðslu var fullnægt.Sjá einnig: Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðsluÍ færslu á Facebook gengst varaformaðurinn Gylfi við því að vissulega hafi stjórn OR tekið ný lán. Það sé hins vegar gert á hverju ári og sé „eðlilegur liður í fjárstýringu.“ Í færslu sinni rekur hann fjárhagsstöðu OR og bendir á að hagnaður Orkuveitunnar árið 2016, þegar fyrrnefnt lán var tekið, hafi verið 13,4 milljarðar og að eigið fé hafi aukist um 6,7 milljarða þetta ár. „Síðan var greiddur út arður vegna ársins upp á 750 milljónir. Það er ansi lágt endurgjald fyrir að nýta 121,5 milljarð af eigin fé – 0,6%! Arðurinn var einungis 5,6% af hagnaði ársins. Allt liggur þetta fyrir opinberlega og hefur gert í meira en ár. Að túlka þetta sem svo að OR hafi tekið lán til að greiða út arð kallar á einstaklega einbeittan vilja til útúrsnúnings,“ skrifar Gylfi í færslu sinni sem sjá má hér að neðan.Sjá einnig: Formaður stjórnar OR segir lántökur og arðgreiðslur í samræmi við eigendastefnuÍ tilkynningu til fjölmiðla í morgun segir Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, að eigendastefna fyrirtækisins hafi verið samþykkt einróma af öllum sveitarstjórnunum þremur sem eiga OR. Stefnan kveði á um að fyrirtækið eigi að skila hagnaði og hafi átt mikinn þátt í því að tekist hafi að reisa fjárhag fyrirtækisins við. „Arðgreiðslur eru því eðlilegur þáttur útgjalda Orkuveitu Reykjavíkur og er gert ráð fyrir þeim í fjárhagsspám OR, sem eru öllum aðgengilegar. Fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur, þar á meðal lánsfjármögnun, tekur mið af fyrirsjáanlegum tekjum og gjöldum og fjárhagslegum markmiðum í rekstrinum. Sú lántaka, sem sætir gagnrýni í fjölmiðlum í dag, var í fullu samræmi við allt ofangreint,“ segir Brynhildur í tilkynningunni. Borgarstjórn Orkumál Tengdar fréttir Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00 Formaður stjórnar OR segir lántökur og arðgreiðslur í samræmi við eigendastefnu Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir félaginu skylt að starfa eftir eigendastefnunni. Hún hafi verið samþykkt einróma af öllum þremur sveitarstjórnum eigenda fyrirtækisins og þar sé kveðið á um að OR skuli skila arði. 9. nóvember 2018 10:24 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, telur að yfirlýsingar borgarfulltrúans Hildar Björnsdóttur um lántöku OR feli í sér einbeittan vilja að hennar hálfu til útúrsnúnings. Það sé eðlilegur liður í fjárstýringu að taka lán en OR hafi greitt niður meira en tekið var af lánum. Það væri því nærtækara að hans mati að fagna bættri fjárhagsstöðu OR, fremur en að brigsla stjórnarmönnum um lántökur til að standa undir arðgreiðslum.Hildur sagði í samtali við Fréttablaðið að sér þætti alvarlegt mál að Orkuveita Reykjavíkur slái dýr lán „gagngert í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna.“ Var þar vísað til til láns sem Orkuveitan tók upp á nærri þrjá milljarða króna hjá Íslandsbanka í lok árs 2016 en bankalánið átti þátt í því að veltufjárhlutfall félagsins hækkaði þannig að skilyrðum fyrir arðgreiðslu var fullnægt.Sjá einnig: Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðsluÍ færslu á Facebook gengst varaformaðurinn Gylfi við því að vissulega hafi stjórn OR tekið ný lán. Það sé hins vegar gert á hverju ári og sé „eðlilegur liður í fjárstýringu.“ Í færslu sinni rekur hann fjárhagsstöðu OR og bendir á að hagnaður Orkuveitunnar árið 2016, þegar fyrrnefnt lán var tekið, hafi verið 13,4 milljarðar og að eigið fé hafi aukist um 6,7 milljarða þetta ár. „Síðan var greiddur út arður vegna ársins upp á 750 milljónir. Það er ansi lágt endurgjald fyrir að nýta 121,5 milljarð af eigin fé – 0,6%! Arðurinn var einungis 5,6% af hagnaði ársins. Allt liggur þetta fyrir opinberlega og hefur gert í meira en ár. Að túlka þetta sem svo að OR hafi tekið lán til að greiða út arð kallar á einstaklega einbeittan vilja til útúrsnúnings,“ skrifar Gylfi í færslu sinni sem sjá má hér að neðan.Sjá einnig: Formaður stjórnar OR segir lántökur og arðgreiðslur í samræmi við eigendastefnuÍ tilkynningu til fjölmiðla í morgun segir Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, að eigendastefna fyrirtækisins hafi verið samþykkt einróma af öllum sveitarstjórnunum þremur sem eiga OR. Stefnan kveði á um að fyrirtækið eigi að skila hagnaði og hafi átt mikinn þátt í því að tekist hafi að reisa fjárhag fyrirtækisins við. „Arðgreiðslur eru því eðlilegur þáttur útgjalda Orkuveitu Reykjavíkur og er gert ráð fyrir þeim í fjárhagsspám OR, sem eru öllum aðgengilegar. Fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur, þar á meðal lánsfjármögnun, tekur mið af fyrirsjáanlegum tekjum og gjöldum og fjárhagslegum markmiðum í rekstrinum. Sú lántaka, sem sætir gagnrýni í fjölmiðlum í dag, var í fullu samræmi við allt ofangreint,“ segir Brynhildur í tilkynningunni.
Borgarstjórn Orkumál Tengdar fréttir Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00 Formaður stjórnar OR segir lántökur og arðgreiðslur í samræmi við eigendastefnu Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir félaginu skylt að starfa eftir eigendastefnunni. Hún hafi verið samþykkt einróma af öllum þremur sveitarstjórnum eigenda fyrirtækisins og þar sé kveðið á um að OR skuli skila arði. 9. nóvember 2018 10:24 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir óviðunandi að félagið sé reglulega skuldsett til að uppfylla skilyrði til arðgreiðslu. 9. nóvember 2018 07:00
Formaður stjórnar OR segir lántökur og arðgreiðslur í samræmi við eigendastefnu Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir félaginu skylt að starfa eftir eigendastefnunni. Hún hafi verið samþykkt einróma af öllum þremur sveitarstjórnum eigenda fyrirtækisins og þar sé kveðið á um að OR skuli skila arði. 9. nóvember 2018 10:24