Bilun hefur komið upp í fjarskiptakerfi Mílu á Austfjörðum og er undirbúningur að viðgerð hafinn.
Í tilkynningu frá Mílu segir að bilunin sé í búnaði á Stöðvarfirði.
Uppfært 12:34:
Í tilkynningu frá Mílu segir að viðgerð sé lokið og öll sambönd komin í lag.
Bilun í fjarskiptakerfi Mílu fyrir austan
Atli Ísleifsson skrifar
![Undirbúningur að viðgerð er hafinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.](https://www.visir.is/i/D5B2A34DFF0FC249D1A58D41F49392038E6C3AF0DEE3A755D9CC76A99CA01477_713x0.jpg)