Rústik greiðir laun: „Það var búið að segja að við myndum ekki fá borgað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. nóvember 2018 22:20 Veitingastaðurinn Rústik, sem nú hefur verið lokað. Vísir/Bára Guðmundsdóttir Veitingastaðurinn Rústik við Hafnarstræti, sem var lokað í síðustu viku, hefur greitt starfsmönnum sínum laun þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis að ekki yrði hægt að greiða starfsmönnum staðarins fyrir vinnu sína í októbermánuði. Samkvæmt Sigurlaugu Sunnu Hjaltested, 19 ára starfsmanni veitingastaðarins, hafa allir starfsmenn fengið greidd laun. Þá hafi stjórnendur staðarins beðist afsökunar á „tveggja daga töf á greiðslunum,“ þrátt fyrir að hafa tilkynnt starfsfólki sínu í síðustu viku að engin laun yrðu greidd.Starfsfólki hafði verið lofað að laun þeirra yrðu greidd út við mánaðamót en það var dregið til baka á fimmtudag.SkjáskotÍ samtali við fréttastofu sagði Sigurlaug að um þremur tímum eftir að Vísir fjallaði um málið hafi stjórnendur staðarins sett færslu inn í lokaðan Facebook-hóp þar sem tilkynnt var að allir hefðu fengið laun og afsökunar var beðist á seinagangi við launagreiðslur. Sigurlaug sagði starfsfólk þó ekki hafa fengið neina útskýringu á því hvers vegna eigendur staðarins hafi ekki ætlað að greiða starfsfólki sínu laun eins og áður hafði verið tilkynnt, eða þá hvað varð til þess að þeir sáu sér fært að greiða starfsfólki staðarins fyrir vinnu sína.Í kvöld var starfsmönnum Rústik tilkynnt að þeim yrðu greidd laun. Þá báðust stjórnendur staðarins afsökunar á töfum við launagreiðslurnar.Skjáskot„Það var búið að segja að við myndum ekki fá borgað yfir höfuð,“ sagði Sigurlaug að lokum í samtali við fréttastofu. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Samúel Guðmundsson og Sæmund Kristjánsson, eigendur staðarins, án árangurs.Viðbót klukkan 23:25Jón Guðmundur Ottósson, stjórnarformaður Rústik, sendi fréttastofu neðangreinda tilkynningu í kvöld. „Vegna frétta af málefnum veitingastaðarins Rústik, vill stjórn félagsins upplýsa að unnið er að lausn málsins. Ógreidd laun voru greidd í dag og kröfur ríkissjóðs verða gerðar upp á næstu dögum.“ Kjaramál Veitingastaðir Tengdar fréttir Starfsfólk fær ekki greidd laun eftir skyndilega lokun: „Það svarar enginn neinu“ Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólki hefur verið tjáð að það fái ekki greidd laun. 4. nóvember 2018 16:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Veitingastaðurinn Rústik við Hafnarstræti, sem var lokað í síðustu viku, hefur greitt starfsmönnum sínum laun þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis að ekki yrði hægt að greiða starfsmönnum staðarins fyrir vinnu sína í októbermánuði. Samkvæmt Sigurlaugu Sunnu Hjaltested, 19 ára starfsmanni veitingastaðarins, hafa allir starfsmenn fengið greidd laun. Þá hafi stjórnendur staðarins beðist afsökunar á „tveggja daga töf á greiðslunum,“ þrátt fyrir að hafa tilkynnt starfsfólki sínu í síðustu viku að engin laun yrðu greidd.Starfsfólki hafði verið lofað að laun þeirra yrðu greidd út við mánaðamót en það var dregið til baka á fimmtudag.SkjáskotÍ samtali við fréttastofu sagði Sigurlaug að um þremur tímum eftir að Vísir fjallaði um málið hafi stjórnendur staðarins sett færslu inn í lokaðan Facebook-hóp þar sem tilkynnt var að allir hefðu fengið laun og afsökunar var beðist á seinagangi við launagreiðslur. Sigurlaug sagði starfsfólk þó ekki hafa fengið neina útskýringu á því hvers vegna eigendur staðarins hafi ekki ætlað að greiða starfsfólki sínu laun eins og áður hafði verið tilkynnt, eða þá hvað varð til þess að þeir sáu sér fært að greiða starfsfólki staðarins fyrir vinnu sína.Í kvöld var starfsmönnum Rústik tilkynnt að þeim yrðu greidd laun. Þá báðust stjórnendur staðarins afsökunar á töfum við launagreiðslurnar.Skjáskot„Það var búið að segja að við myndum ekki fá borgað yfir höfuð,“ sagði Sigurlaug að lokum í samtali við fréttastofu. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Samúel Guðmundsson og Sæmund Kristjánsson, eigendur staðarins, án árangurs.Viðbót klukkan 23:25Jón Guðmundur Ottósson, stjórnarformaður Rústik, sendi fréttastofu neðangreinda tilkynningu í kvöld. „Vegna frétta af málefnum veitingastaðarins Rústik, vill stjórn félagsins upplýsa að unnið er að lausn málsins. Ógreidd laun voru greidd í dag og kröfur ríkissjóðs verða gerðar upp á næstu dögum.“
Kjaramál Veitingastaðir Tengdar fréttir Starfsfólk fær ekki greidd laun eftir skyndilega lokun: „Það svarar enginn neinu“ Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólki hefur verið tjáð að það fái ekki greidd laun. 4. nóvember 2018 16:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Starfsfólk fær ekki greidd laun eftir skyndilega lokun: „Það svarar enginn neinu“ Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólki hefur verið tjáð að það fái ekki greidd laun. 4. nóvember 2018 16:00