Má ekki verða fordæmisgefandi Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. nóvember 2018 09:45 Heiðveig María segir tíma til kominn að hreinsa til í Sjómannafélagi Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég hef fundið fyrir gríðarlegum stuðningi úr öllum áttum. Meðal annars frá félögum mínum, öðrum félögum og almenningi,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir sem var nýlega rekin úr Sjómannafélagi Íslands. Ástæðan fyrir brottvísun Heiðveigar er sú að trúnaðarmannaráð félagsins telur að hún hafi unnið gegn hagsmunum þess. Framferði hennar og árásir á forystuna hafi leitt til þess að sameiningarviðræður Sjómannafélags Reykjavíkur við önnur sjómannafélög hafi farið út um þúfur. „Það þarf að kæfa þetta í fæðingu svo þetta verði ekki fordæmisgefandi. Nú er ég að undirbúa mál fyrir Félagsdómi en ég vona að menn taki sönsum. Miðað við það sem á undan er gengið er ég samt ekki bjartsýn. Það er klárlega kominn tími til að hreinsa til í félaginu og ég er enn vissari um það en áður,“ segir Heiðveig. Hópur félagsmanna í Sjómannafélagi Reykjavíkur hefur krafist þess að félagsfundur verði haldinn hið fyrsta þar sem þessi mál verði rædd. Heiðveig segist alls ekki af baki dottin. „Ég er sannfærð um að snemma næsta vor munu sjómenn standa sameinaðir allir sem einn tilbúnari en nokkru sinni fyrr í samningaviðræður. Ég ætla að beita mér áfram af öllu afli til að það verði að veruleika.“ Í gær sendu fjórir verkalýðsleiðtogar frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæma vinnubrögð Sjómannafélags Íslands. Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, sem skrifar undir yfirlýsinguna ásamt Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, segir málið fordæmalaust. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og kannast ekki við að þetta hafi gerst áður í íslenskri verkalýðshreyfingu. Þarna er verið að reka hana úr félaginu vegna skoðana sem tengjast rekstri félagsins og bókhaldi,“ segir Aðalsteinn. Þá bendir Aðalsteinn á að þar sem Sjómannafélag Íslands hafi klofið sig út úr ASÍ geti Heiðveig ekkert snúið sér með málið. „Ef einhver hinna tæplega fjögur þúsund félagsmanna Framsýnar er ósáttur við okkur, þá getur hann leitað til ASÍ með sín mál. Svo skynja ég að konur séu ekki vinsælar í karlaheimi sjómanna. Þetta er annað dæmið sem ég verð vitni að nýlega um það.“ Í gær barst einnig yfirlýsing frá Sjómannafélaginu Jötni í Vestmannaeyjum en félagið dró sig út úr sameiningarviðræðum við Sjómannafélag Íslands um miðjan október. Þar segir að það geti ekki talist brottrekstrarsök að gagnrýna stjórnunarhætti yfirstjórnar stéttarfélags. Þá segir að ásakanir einar og sér hafi ekki leitt til frestunar sameiningarviðræðna heldur hafi fleiri ástæður komið til. Deilur innan Sjómannafélags Íslands séu eingöngu milli aðila þar. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Heiðveig leitar réttar síns og segist óttast að félagið verði gleypt í einum stórum bita Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlaði að bjóða sig fram til formanns Sjómannafélagi Íslands, hefur verið rekin úr félaginu. Hún segist ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því og ætlar að leita réttar síns. 31. október 2018 13:33 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
„Ég hef fundið fyrir gríðarlegum stuðningi úr öllum áttum. Meðal annars frá félögum mínum, öðrum félögum og almenningi,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir sem var nýlega rekin úr Sjómannafélagi Íslands. Ástæðan fyrir brottvísun Heiðveigar er sú að trúnaðarmannaráð félagsins telur að hún hafi unnið gegn hagsmunum þess. Framferði hennar og árásir á forystuna hafi leitt til þess að sameiningarviðræður Sjómannafélags Reykjavíkur við önnur sjómannafélög hafi farið út um þúfur. „Það þarf að kæfa þetta í fæðingu svo þetta verði ekki fordæmisgefandi. Nú er ég að undirbúa mál fyrir Félagsdómi en ég vona að menn taki sönsum. Miðað við það sem á undan er gengið er ég samt ekki bjartsýn. Það er klárlega kominn tími til að hreinsa til í félaginu og ég er enn vissari um það en áður,“ segir Heiðveig. Hópur félagsmanna í Sjómannafélagi Reykjavíkur hefur krafist þess að félagsfundur verði haldinn hið fyrsta þar sem þessi mál verði rædd. Heiðveig segist alls ekki af baki dottin. „Ég er sannfærð um að snemma næsta vor munu sjómenn standa sameinaðir allir sem einn tilbúnari en nokkru sinni fyrr í samningaviðræður. Ég ætla að beita mér áfram af öllu afli til að það verði að veruleika.“ Í gær sendu fjórir verkalýðsleiðtogar frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæma vinnubrögð Sjómannafélags Íslands. Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, sem skrifar undir yfirlýsinguna ásamt Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, segir málið fordæmalaust. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og kannast ekki við að þetta hafi gerst áður í íslenskri verkalýðshreyfingu. Þarna er verið að reka hana úr félaginu vegna skoðana sem tengjast rekstri félagsins og bókhaldi,“ segir Aðalsteinn. Þá bendir Aðalsteinn á að þar sem Sjómannafélag Íslands hafi klofið sig út úr ASÍ geti Heiðveig ekkert snúið sér með málið. „Ef einhver hinna tæplega fjögur þúsund félagsmanna Framsýnar er ósáttur við okkur, þá getur hann leitað til ASÍ með sín mál. Svo skynja ég að konur séu ekki vinsælar í karlaheimi sjómanna. Þetta er annað dæmið sem ég verð vitni að nýlega um það.“ Í gær barst einnig yfirlýsing frá Sjómannafélaginu Jötni í Vestmannaeyjum en félagið dró sig út úr sameiningarviðræðum við Sjómannafélag Íslands um miðjan október. Þar segir að það geti ekki talist brottrekstrarsök að gagnrýna stjórnunarhætti yfirstjórnar stéttarfélags. Þá segir að ásakanir einar og sér hafi ekki leitt til frestunar sameiningarviðræðna heldur hafi fleiri ástæður komið til. Deilur innan Sjómannafélags Íslands séu eingöngu milli aðila þar.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Heiðveig leitar réttar síns og segist óttast að félagið verði gleypt í einum stórum bita Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlaði að bjóða sig fram til formanns Sjómannafélagi Íslands, hefur verið rekin úr félaginu. Hún segist ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því og ætlar að leita réttar síns. 31. október 2018 13:33 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57
Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00
Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59
Heiðveig leitar réttar síns og segist óttast að félagið verði gleypt í einum stórum bita Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlaði að bjóða sig fram til formanns Sjómannafélagi Íslands, hefur verið rekin úr félaginu. Hún segist ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því og ætlar að leita réttar síns. 31. október 2018 13:33