Stórt skref í meðhöndlun mænuskaða Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 1. nóvember 2018 07:00 David Mzee getur nú gengið með því að styðja sig við göngugrind. Aukin færni gefur von um meiri árangur með sjúkraþjálfun. Fréttablaðið/EPFL „Læknarnir mínir sögðu að ég myndi aldrei ganga aftur. Núna get ég gengið stuttar vegalengdir á hækjum með raförvun og jafnvel án hennar.“ Þetta segir Gert-Jan Oskam, einn þriggja þátttakenda í byltingarkenndri tilraun sem svissneskir vísindamenn stóðu fyrir og kynntu í vísindaritunum Nature og Nature Neuroscience í gærkvöld. Gert-Jan lamaðist fyrir neðan mitti í skelfilegu umferðarslysi í Kína árið 2011. Hann hafði aðeins lágmarksgetu til að hreyfa fæturna. Sjúkraþjálfun var hætt að bera árangur og hann notaðist við hjólastól. Hann, og tveir aðrir karlar með sambærilegan mænuskaða tóku þátt í rannsókninni. Allir þrír geta nú gengið upp að vissu marki og þannig haldið nauðsynlegri sjúkraþjálfun áfram. Tveir af þeim, þar á meðal Gert-Jan, geta gengið með göngugrind heima fyrir. „Tilraunin hefur gefið mér von,“ segir Gert-Jan í samtali við Fréttablaðið.Nýstárleg aðferð Endanlegt markmið tilraunarinnar, sem gerð var á sex mánaða tímabili, var að efla getu þremenninganna til að taka þátt í sjúkraþjálfun. Til að ná þessu markmiði beitti rannsóknarhópurinn, sem skipaður var læknum og vísindamönnum við nokkrar vísindastofnanir og háskólasjúkrahús í Sviss, nýstárlegri aðferð. Aðferðin byggist á því að virkja stöðu- og hreyfiskynjun í rauntíma með markvissri raförvun skaddaðra svæða mænunnar. Til að ná þessum áhrifum voru samstæður 16 rafskauta græddar í mjóbak þremenninganna. Aðferðin bar árangur nánast samstundis. Hún gerði þessum einstaklingum kleift að ganga á ný, fyrst með stuðningi, síðar meir með göngugrind eftir stífa sjúkraþjálfun. Eftir nokkra mánuði af raförvun og þjálfun fengu þremenningarnir allir stjórn á vöðvum sem höfðu verið lamaðir og það án þess að örvunin væri til staðar. Þetta er sterk vísbending um að heilinn og mænan hafi að einhverju leyti endurnýjað eðlileg samskipti. Notkun rafskauta til að virkja betur takmarkaða eða litla sem enga hreyfigetu er í sjálfu sér ekki ný vísindi. Hingað til hefur slíkt fyrst og fremst verið gert með stöðugri raförvun, stundum með góðum árangri en oft yfir langan tíma. Hins vegar er nálgun svissnesku vísindamannanna mun nákvæmari og um leið einstaklingsmiðuð. Raförvunin er ekki stöðug, heldur markviss. Með slíkri nálgun geta lamaðir einstaklingar öðlast mun eðlilegri hreyfigetu á stuttum tíma, sem í kjölfarið gerir þeim kleift að ná meiri og betri árangri í sjúkraþjálfun. Mennirnir þrír sem tóku þátt í tilrauninni hafa allir verið lamaðir í lengri tíma, eða í þrjú til sjö ár. Í þeirra tilfelli er ekki um að ræða algjöran skurð á mænu, heldur eru til staðar rásir með fram mænunni sem enn geta miðlað boðum. Vísindamennirnir undirstrika í rannsókn sinni að aðferðin muni bera enn meiri árangur hjá einstaklingum sem nýlega hafa hlotið mænuskaða. Það er, áður en vöðvar hafa visnað, eins og svo oft er raunin þegar lömun á sér stað.Umgjörð fyrir nýja meðferð „Það sem mestu máli skiptir í okkar tilraun er að hún myndar ákveðinn ramma utan um nýjar meðferðir,“ segir Fabien B. Wagner, einn af höfundum rannsóknarinnar, í samtali við Fréttablaðið. Hann, ásamt Grégoire Courtine, aðalhöfundi, hafa um árabil kannað raförvun sem meðferðarúrræði fyrir mænuskaða. „Lykillinn er að nýta þessa nýju tækni stuttu eftir mænuskaða, þegar möguleikinn á að mynda nýjar taugatengingar er sem mestur, þegar vöðvar hafar ekki rýrnað, og auðvitað, þegar fólk hefur ekki hreinlega gleymt því hvernig á að ganga.“ Tilraunin er fyrst og fremst sönnun á gildi hugmyndarinnar. Courtine horfir nú til næstu rannsóknar, sem hann vonast til að verði umfangsmeiri. „Næsta kynslóð rafskauta er í þróun akkúrat núna og hún mun bjóða upp á mun meiri og hraðari örvun. Það er tækni sem við munum gera tilraunir með á næstu árum,“ segir Courtine. „Núna er tími til að hugsa stórt. Við viljum hefja aðra klíníska tilraun sem allra fyrst, og þá í Bandaríkjunum. Þetta mun taka nokkur ár, en markmið okkar er að geta boðið fólki upp á nýja og betri meðferð.“Breyttir tímar Annar þátttakandi í tilrauninni, David Mzee, lamaðist á vinstri fæti í íþróttaslysi árið 2010. Á síðustu árum hefur hann farið í gegnum mikla sjúkraþjálfun þar sem nýjasta tækni, svo sem stoðgrind, var notuð. Hann fékk á endanum þau skilaboð að fátt meira væri hægt að gera fyrir hann. Eftir aðeins fimm mánuði í tilraun Courtine og félaga náði hann viljastýrðri stjórn í öllum vöðvum vinstri fótleggjar auk meiri máttar í hægri fæti. Mzee, líkt og hinir tveir þátttakendurnir, þarf enn að notast við hjólastól. Það mun ekki breytast í bráð, en afraksturinn nú er sá að hann getur stundað meiri sjúkraþjálfun og vonin um meiri bata er á ný til staðar. „Þetta er ótrúleg tilfinning,“ segir Mzee. Hann segir árangurinn vera mikla hvatningu fyrir sig. „Við skulum sjá hversu langt við getum farið með þessa tækni.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Sviss Vísindi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
„Læknarnir mínir sögðu að ég myndi aldrei ganga aftur. Núna get ég gengið stuttar vegalengdir á hækjum með raförvun og jafnvel án hennar.“ Þetta segir Gert-Jan Oskam, einn þriggja þátttakenda í byltingarkenndri tilraun sem svissneskir vísindamenn stóðu fyrir og kynntu í vísindaritunum Nature og Nature Neuroscience í gærkvöld. Gert-Jan lamaðist fyrir neðan mitti í skelfilegu umferðarslysi í Kína árið 2011. Hann hafði aðeins lágmarksgetu til að hreyfa fæturna. Sjúkraþjálfun var hætt að bera árangur og hann notaðist við hjólastól. Hann, og tveir aðrir karlar með sambærilegan mænuskaða tóku þátt í rannsókninni. Allir þrír geta nú gengið upp að vissu marki og þannig haldið nauðsynlegri sjúkraþjálfun áfram. Tveir af þeim, þar á meðal Gert-Jan, geta gengið með göngugrind heima fyrir. „Tilraunin hefur gefið mér von,“ segir Gert-Jan í samtali við Fréttablaðið.Nýstárleg aðferð Endanlegt markmið tilraunarinnar, sem gerð var á sex mánaða tímabili, var að efla getu þremenninganna til að taka þátt í sjúkraþjálfun. Til að ná þessu markmiði beitti rannsóknarhópurinn, sem skipaður var læknum og vísindamönnum við nokkrar vísindastofnanir og háskólasjúkrahús í Sviss, nýstárlegri aðferð. Aðferðin byggist á því að virkja stöðu- og hreyfiskynjun í rauntíma með markvissri raförvun skaddaðra svæða mænunnar. Til að ná þessum áhrifum voru samstæður 16 rafskauta græddar í mjóbak þremenninganna. Aðferðin bar árangur nánast samstundis. Hún gerði þessum einstaklingum kleift að ganga á ný, fyrst með stuðningi, síðar meir með göngugrind eftir stífa sjúkraþjálfun. Eftir nokkra mánuði af raförvun og þjálfun fengu þremenningarnir allir stjórn á vöðvum sem höfðu verið lamaðir og það án þess að örvunin væri til staðar. Þetta er sterk vísbending um að heilinn og mænan hafi að einhverju leyti endurnýjað eðlileg samskipti. Notkun rafskauta til að virkja betur takmarkaða eða litla sem enga hreyfigetu er í sjálfu sér ekki ný vísindi. Hingað til hefur slíkt fyrst og fremst verið gert með stöðugri raförvun, stundum með góðum árangri en oft yfir langan tíma. Hins vegar er nálgun svissnesku vísindamannanna mun nákvæmari og um leið einstaklingsmiðuð. Raförvunin er ekki stöðug, heldur markviss. Með slíkri nálgun geta lamaðir einstaklingar öðlast mun eðlilegri hreyfigetu á stuttum tíma, sem í kjölfarið gerir þeim kleift að ná meiri og betri árangri í sjúkraþjálfun. Mennirnir þrír sem tóku þátt í tilrauninni hafa allir verið lamaðir í lengri tíma, eða í þrjú til sjö ár. Í þeirra tilfelli er ekki um að ræða algjöran skurð á mænu, heldur eru til staðar rásir með fram mænunni sem enn geta miðlað boðum. Vísindamennirnir undirstrika í rannsókn sinni að aðferðin muni bera enn meiri árangur hjá einstaklingum sem nýlega hafa hlotið mænuskaða. Það er, áður en vöðvar hafa visnað, eins og svo oft er raunin þegar lömun á sér stað.Umgjörð fyrir nýja meðferð „Það sem mestu máli skiptir í okkar tilraun er að hún myndar ákveðinn ramma utan um nýjar meðferðir,“ segir Fabien B. Wagner, einn af höfundum rannsóknarinnar, í samtali við Fréttablaðið. Hann, ásamt Grégoire Courtine, aðalhöfundi, hafa um árabil kannað raförvun sem meðferðarúrræði fyrir mænuskaða. „Lykillinn er að nýta þessa nýju tækni stuttu eftir mænuskaða, þegar möguleikinn á að mynda nýjar taugatengingar er sem mestur, þegar vöðvar hafar ekki rýrnað, og auðvitað, þegar fólk hefur ekki hreinlega gleymt því hvernig á að ganga.“ Tilraunin er fyrst og fremst sönnun á gildi hugmyndarinnar. Courtine horfir nú til næstu rannsóknar, sem hann vonast til að verði umfangsmeiri. „Næsta kynslóð rafskauta er í þróun akkúrat núna og hún mun bjóða upp á mun meiri og hraðari örvun. Það er tækni sem við munum gera tilraunir með á næstu árum,“ segir Courtine. „Núna er tími til að hugsa stórt. Við viljum hefja aðra klíníska tilraun sem allra fyrst, og þá í Bandaríkjunum. Þetta mun taka nokkur ár, en markmið okkar er að geta boðið fólki upp á nýja og betri meðferð.“Breyttir tímar Annar þátttakandi í tilrauninni, David Mzee, lamaðist á vinstri fæti í íþróttaslysi árið 2010. Á síðustu árum hefur hann farið í gegnum mikla sjúkraþjálfun þar sem nýjasta tækni, svo sem stoðgrind, var notuð. Hann fékk á endanum þau skilaboð að fátt meira væri hægt að gera fyrir hann. Eftir aðeins fimm mánuði í tilraun Courtine og félaga náði hann viljastýrðri stjórn í öllum vöðvum vinstri fótleggjar auk meiri máttar í hægri fæti. Mzee, líkt og hinir tveir þátttakendurnir, þarf enn að notast við hjólastól. Það mun ekki breytast í bráð, en afraksturinn nú er sá að hann getur stundað meiri sjúkraþjálfun og vonin um meiri bata er á ný til staðar. „Þetta er ótrúleg tilfinning,“ segir Mzee. Hann segir árangurinn vera mikla hvatningu fyrir sig. „Við skulum sjá hversu langt við getum farið með þessa tækni.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Sviss Vísindi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira